Vikan


Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 34

Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 34
velt að hafa tónlistarþátt eftir að hafa verið með blandaðan þátt en það reyndist misskilningur. Ég bjóst við að geta tekið það rólega og spilað plötur. En það kom annað á daginn um leið og ég vann fyrsta þáttinn. Ég fann að maður sjálfur og hlust- endur sömuleiðis gera sams konar kröfur til tónlistarþátta og annarra þátta. Að vísu er maður betur settur að því leyti að maður er á einu afmörkuðu sviði og þarf ekki að elta efni út um borg og bý. Samt sem áður er ekki nóg að spila tónlist og blaðra eitthvað út í loftið. Þættirnir verða að hafa einhvern heildarsvip. Það þýðir ekkert að spila sinfóníu eftir Beethoven og koma síðan með Sex pistols á eftir, ekki nema það sé með ráðum gert og lagt út af því. Svipmót þáttanna ræðst af hversu langir þeir eru og á hvaða tíma dags þeir eru. Þemaþætti er hægt að halda uppi í klukkutíma en eftir tvo tíma nennir enginn að hlusta. Fólk kemur ef til vill inn í þættina miðja og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Það er álíka mikilvægt í þáttagerðinni og skriftum að fara vel af stað og slá lipran botn í endinn. Upphafið ræður úrslitum um hvort hlustandinn hækkar í tækinu eða slekkur. Og loka- spretturinn er það sem festist í minni fólksins. Þetta þýðir þó ekki að unginn úr þættinum megi vera kolómögulegur. Það er með dagskrárgerð eins og kökuupp- skrift eða matseld, það verður að blanda efnunum rétt saman ef kakan á ekki að falla og fáum dettur í hug að bera fram fisk með brúnni sósu. Þrátt fyrir að þessir þættir krefjist undirbúnings vokka þeir ekki sífellt yfir hausamótunum á manni eins og unglingaþættirnir gerðu. Nú læt ég hverjum þætti nægja sína þjáningu.“ - Er dagskrárgerð þitt aðalstarf? „Það hefur ekki verið það. Ég byrjaði í þessu jafnhliða skólanum til að komast undan samskiptum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hvað sem um launakjör rík- isins má segja þá koma launin alltaf á réttum tíma og það er nokkuð sem skiptir máli þegar maður er í námi. Ég hef verið í lausamennsku hjá útvarpinu í fimm ár með hléum.“ - Hvað finnst þér um gagnrýni með- al ykkar útvarpsmanna, er hún virk? „Það er jafnmisjafnt og alls staðar ann- ars staðar. Sumir biðja mann að hlusta á sig og gagnrýna en aðrir taka ábendingar óstinnt upp, þó svo að þeir geri sig seka um hræðilega hluti. Þegar allt kemur til alls held ég að naflaskoðunin mætti að ósekju vera meiri.“ - Leggur þú þig eftir vönduðum framburði? „Ég reyni hvað ég get. En ég hef varast að vanda mig of mikið því það fer óskap- lega í taugarnar á mér þegar menn eru svo uppskrúfaðir að þeir bíta í tunguna á sér af harðmæli.“ - Liggur mikil vinna á bak við mús- íkþætti eins og þá sem þú sérð um? „Það ræðst af því sem maður er að fást við í hvert og eitt skipti. Ef maður hefur verið lengi með sama þáttinn verður þetta rútína. Þó kemur stundum fyrir að maður lokast og þá þýðir ekki að reyna. Afrakst- urinn verður kannski ein blaðsíða á klukkutíma sem telst slæleg frammistaða. Þátturinn sem ég er með núna, Kvöld- kaffi, er þess eðlis og á þeim tíma að hann verður að vera þaulundirbúinn. Ég tek hlustendur með mér í kvöldkaffi og leik rólega tónlist. Ég held að svoleiðis þáttur þurfi að vera vel og rækilega undirbúinn af því að þeir sem á annað borð hafa út- varpið opið eru að hlusta. Ég geri ráð fyrir að hann höfði misvel til fólks. Sumir sperra eyrun en aðrir heltast úr lestinni. Ég vona að þetta sé þáttur sem hlustendur láta sig einhverju varða, hvort sem það er með eða á móti. A daginn skiptir ekki eins miklu máli að vera með undirbúið handrit því þá fer þátturinn inn um annað eyrað og út um hitt. Fólk er jafnan við vinnu og hlustar á útvarpið með öðru eyranu.“ - Maður hefur heyrt að grimmustu húmanistar hafi orðið auglýsingasölu- mennskunni að bráð og hugsi sem svo að dagskrá, sem selur auglýsingar, sé góð. Telur þú þessa hættu fyrir hendi hjá útvarpinu? „Vissulega er þessi hætta fyrir hendi. Ég held að þetta sé hluti af því sem kemur fyrir margan útvarpsmanninn. Þeir fara að líta á útvarpið sem tæki þar sem þeir eru að skemmta sér og „útvarpið, það er ég. Ef mikið selst af auglýsingum merkir það ég er stjarna." Þetta leiðir til þess að þeir verða „sniðugri“ ef þættirnir eru þess eðlis, nú, ef þetta eru alvarlegir þættir verða þeir enn „alvarlegri" og málin eru tekin fastari tökum. Því miður verð ég að segja að þetta á við um Rás 2 ekki síður en hinar stöðvarnar. Fjöldi fólks fer í út- varpið vegna þess að því fmnst þetta gaman. Auðvitað er það af hinu góða ef fólk hefur ánægju af vinnunni og nauðsyn- legt í þessu starfi. Einkaflippið má þó ekki verða yfirgengilegt. Það verður að hlusta eftir rödd hlustandans og taka gagnrýni hans, ekki að hrista hausinn og segja: „Þeir geta vel hlustað. Þetta er andskot- ans nógu gott. Þetta er minn þáttur, ég veit að hann er góður og þú ert bara eitt- hvað ruglaður. Bölvað vanþakklæti alltaf í þessum hlustendum." Viðhorf af þessu tagi eru hættuleg og þáttagerðarmaðurinn þar með fallinn í sömu gryfju og ég held að hafi verið landlæg á Rás eitt meðan hún var ein um hituna. Þá var pínt ofan í okkur klassískri tónlist og einhverjum hroðalegum erindum og fleiru sem vitað var að fólk hlustaði ekki á heldur skrúf- aði fyrir og setti kassettu í. Maður komst ekki hjá að láta sér detta í hug að hugsun- arhátturinn hefði verið: „Þetta skal ofan í ykkur hvort sem ykkur líkar vel eða illa. Ef þið viljið á annað borð hlusta á útvarp, eruð menn með mönnum og þykist búa í siðmenntuðu landi þá er það þetta sem gildir. Þetta höfum við valið og það er gott.“ Ég hélt fyrst þegar poppstöðvarnar byrjuðu að þetta myndi breytast en það er sama sagan þar. Það kemur kannski í ljós í könnun að hlustendur vilja ákveðna tónlist á ákveðnum tíma dags. En þá hitt- ist þannig á að á útvarpsstöðinni er þáttur með allt öðru sniði. Viðbrögð mannsins verða: „Ég fer ekki að spila hér eitthvert skallapopp. Mér finnst það svo ódýrt, ég get miklu meira. Mín tónlist er miklu menningarlegri og mannbætandi - skil ekkert í fólki að vilja hlusta á þetta.“ Niðurstaðan verður sú að þátturinn breyt- ist ekki hót. Maður hefur séð fólk falla í þessa gryfju smátt og smátt því þegar fólk byrjar er það að berjast við að standa sig og fá að halda þessu áfram. Það spyr vini og kunningja hvort hægt sé að hlusta á þetta. Þegar í ljós kemur að þetta gengur upp hættir naflaskoðunin." - Fáið þið mikil viðbrögð frá hlust- endum öðruvísi en í gegnum skoðana- kannanir? „Alltof lítil. Þó kemur fyrir að okkur 34 VIKAN 33. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.