Vikan


Vikan - 13.08.1987, Page 35

Vikan - 13.08.1987, Page 35
berast bréf þar sem okkur er þakkað fyrir. En það er nú svo skrítið, eins og Islending- ar eru miklir nöldrarar, kvarta og kveina út af hinu og þessu, að þeir láta sér nægja að tala sín á milli um hvað þátturinn sé vondur og stjórnandinn ómögulegur. Mað- urinn fréttir það sjaldnast sjálfur. Óánægjuraddir geta verið lengi að berast okkur til eyrna þannig að gagnrýnin kaf- siglir sig oft á tíðum í geðsveiflum. Því miður er það oft að við fáum lítið af mál- efnalegri gagnrýni. Við fáum hins vegar talsvert af rugludöllum sem hringja og fussa og sveia í fimm mínútur áður en þeir átta sig á að þeir eru að tala við vit- lausa stöð eða rangan aðila. Þeir eru búnir að ausa úr skálum reiði sinnar áður en við komumst að.“ - Hvaða skoðanir hefur þú á hinni margumtöluðu fjölmiðlabyltingu? ,,Ef við lítum á skoðanakönnunina, sem félagsvísindadeild birti nú nýverið, er þar fátt sem kemur mér á óvart. Hún sýnir okkur svo ekki verður um villst að fólk er orðið leitt á þessu óskaplega vali sem allir fjasa um. Það tók Stjörnunni ekki sömu tveim höndum og Bylgjunni á sínum tíma. Markaðurinn er fullmettaður og meira en það. Ég held að útvarp Rót breyti ekki miklu þar um. Könnunin sýnir mér einnig að Rás 2 stendur hinum stöðvunum talsvert að baki. Þegar Bylgjan hóf útsendingar gerðum við okkur sek um að einblína á að hún var ný stöð og samdráttur á hlustun hjá okkur væri bara nýjabruminu að kenna. Nú getum við ekki lengur skotið okkur á bak við þetta því að við útvörpum allan sólarhringinn og höfum í alla staði jafn- góða ef ekki betri aðstöðu til að ná til hlustenda. Ég held að þetta þýði einfald- lega að Rás 2 hefur ekki nógu góða dagskrá. Henni hefur einhvers staðar mis- tekist. Einn angi þess er að Rásin er ekki sjálfstæð stjórnunareining. Það að hún er hluti af ríkisapparatinu gerir að verkum að hún er sein til og þegar hún bregst við er það kannski orðið um seinan. Það tekur marga mánuði að ákveða einhverja hluti sem Bylgjan getur gert með nokkrum sím- tölum. Jón hringir í Svein og Sveinn í Guðmund sem síðan hringir í Jón og hlut- irnir eru komnir í gegn á fimm mínútum. Rás 2 hefur sofnað á verðinum og skipu- lagsbreytingar, sem voru gerðar fyrir um það bil hálfu ári, hafa ekki orðið henni til góðs. Upphaflega var Rás 2 sjálfstæð deild, nokkurs konar annexía frá Ríkisútvarpinu seip starfaði eins og sérstök útvarpsstöð. Nú eru þessir landnematímar fyrir bí og Rásin samofin annarri starfsemi Ríkisút- varpsins. Enginn einn aðili hefur yfirum- sjón með henni og í svona harðri samkeppni, eins og ríkir á milli stöðv- anna, gengur þetta fyrirkomulag ekki upp.“ - Er samkeppni milli Rásar eitt og Rásar tvö? „Sú togstreita var alla tíð hálfgerður misskilningur og er nú sem betur fer úr sögunni. Eg held að þessa misskilnings hafi helst gætt hjá Rás eitt: „að þessi hel- vítis poppmúsík væri allt að kaffæra.“ En hún var í rauninni ekki að gera það held- ur létta mönnum lífið. Aðrir sem kærðu sig ekkert um þetta héldu áfram að hlusta á Rás eitt. Sennilega á gamla Gufuradíóið enn dyggari hlustendahóp nú heldur en áður. Fólk kann fyrst að meta það nú eft- ir að hafa fengið smjörþefinn af valinu. Ég verð því miður að segja að Bylgjan, Rás 2 og Stjarnan eru að mörgu leyti eins og ljósrit hver af annarri. Þær eru með sömu tónlistina á sama tíma dagsins. Þetta er eitthvað svo vitlaus samkeppni að bjóða sams konar prógramm á sama tíma í stað- inn fyrir að hafa breidd í valinu þannig að hlustendur fari virkilega að fikta í tökkunum. Við höfum hér þrjár stöðvar en í rauninni ekkert val, nema þú getur kosið þér rödd. Ef þér líkar ekki við eina röddina svissarðu yfir á aðra en breyting- in er ósjaldan ansi lítil." - Þú hefur fengist dálítið við þýðing- ar og skáldskap og í næstu Viku birtum við smásögu eftir þig. Hvað viltu segja okkur um þá iðju? „Rithöfundarferillinn er hvorki mikill né merkilegur að vöxtum. Ég hef þýtt eina og eina smásögu sem birtust í Lesbók Moggans fyrir mörgum árum. Núna er ég að þýða skáldsögu - sit með sveittan skall- ann langt fram á nótt við að glíma við tungumálið því að ég á að skila þessu af mér rétt bráðum. Ég veit ekki hvort það er vert að láta þess getið hvers konar bók- menntir þetta eru. Þó get ég upplýst að þetta er reyfari eftir þekktan spennu- sagnahöfund sem hefur selst mjög vel hér á landi. Fyrir mann, sem hefur trú á að hann geti þýtt, er þetta ekki draumastarf- ið. Ég vildi helst geta undið mér beint í Hemingway og slíka kalla. En ég er hræddur um að það sé ekki hlaupið að því. Fyrsta skáldsagan verður víst aldrei nein Gerpla. Þótt þetta séu ekki merkileg- ar bókmenntir er glíman skemmtileg og lærdómsrík. Ég lærði fljótlega að það er ekki nóg að þekkja öll orðin. Það er miklu veigameira að geta komið hinni framandi tungu yfir á samfellt og gott íslenskt mál. Hér verður þó að hyggja vel að öllu því andann í verkinu má ekki kafsigla með einhverri málvöndunarstefnu. Það er til dæmis alveg útilokað að láta blökkumann með slangurmállýsku tala gullaldarís- lensku eins og mælta úr munni Árna Böðvarssonar. Að þessu leytinu má kannski segja að þýðingar og skáldskapar- iðjan fari saman.“ - Hefurðu spáð I framtíðina, verður framhald á þessum ritstörfum hjá þér? „Ja, nú biður þú ekki guð um lítið. Ég hef ákaflega ríka sköpunarþörf og geri það gjarnan að skrifa smásögur mér til hugar- léttis þegar mikið er að gera. Það er síðan undir hælinn lagt hvort ég geymi þetta pár eða set það beint í sorpið. Ætli tíminn verði ekki að skera úr um hvernig vind- arnir blása hjá mér á næstunni. 33. TBL VI KAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.