Vikan


Vikan - 13.08.1987, Page 48

Vikan - 13.08.1987, Page 48
Vikan — handavinna Heklaðar glasamottur og diskaservíettur Umsjón og hönnun: Ragnheiður Gústafsdóttir Ljósmynd: Valdís Oskarsdóttir Mörgum er þannig farið að geta helst aldr- ei setið auðum höndum. Fyrir þá er handa- vinnan einkar góð. Prjónaskapur er mjög almennur hér á landi enda góður siður sem vonandi leggst aldrei af. Þar vinna saman hugur og hönd eins og oftast við góða iðju. Það er sjálfsagt ekki eins almenn iðja að hekla eins og að prjóna en ekki síður gefandi eða nytsamleg. I handavinnuþættinum erum við nú með hekluppskriftir að glasamottu og diskaservíettu sem til margs er hægt að nota. Glasamottur má líka setja undir skrautvasa eða muni til að hlífa viðkvæmum húsgögnum. Diskaservíetturnar, sem við setjum á milli diska, eru til mikillar prýði þegar efnt er til veislu og skarta á því besta. Slíkar handgerð- ar diskaservíettur voru mikið notaðar áður fyrr og njóta nú aftur meiri og meiri vin- sælda. Eins og með glasamotturnar eru möguleikarnir margir með diskaservíetturnar. Ef við setjum nokkrar saman getum við búið til dúka af ýmsum stærðum. Við skulum snúa okkur að uppskriftunum og myndunum sem skýra að hluta verkið. Til frekari stuðnings höfum við nokkrar skýringarmyndir til að rifja upp undirstöðuatriði heklsins. GLASAMOTTUR CB bómullargarn, heklunál nr. 2. Heklið 7 loftl. og myndið hring með því að hekla 1 keðjul. í 1. loftl. 1. umferð: 2 loftl., 2 hálfst. í hring- inn. Lokið umferð með 1 keðjul. í 2. loftl. 2. umferð: 6 loftl. * Hoppið yfir 1 loftl., 1 st. í næstu 1., 3 loftl. Endurtakið frá * og lokið umferð með 1 keðjul. í 3. loftl. (11 bogar). 3. umferð: Heklið í hvern boga 1 fastal., 1 hálfst., 1 st., 1 hálfst., 1 fastal. 4. umferð: 7 loftl. * 1 tvöf. st. í st. frá fyrri umferð, 3 loftl., 1 tvöf. st. milli 2ja fastal., 3 loftl. Endurtakið frá *. Lokið umferð með 1 48 VIKAN 33. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.