Vikan - 13.08.1987, Page 49
Loftlykkjur (loftl.)
Loftlykkja er búin til með því að
bregða garni um nálina og draga hana
gegnum lykkju sem búin er til úr
garninu. A myndinni eru loftlykkj-
urnar tengdar með einni keðjulykkju.
Hálfur stuðull (hálfur st.)
Bregðið garninu um nálina og sting-
ið henni gegnum lykkjuna, bregðið
aftur um nálina og dragið í gegn,
bregðið garninu enn um nálina og
dragið gegnum allar lykkjurnar á nál-
inni (3 lykkjur) í einu.
keðjul. í 4. loftl. (22 bog-
ar).
5. umferð: 5 fastal. í hvern boga.
6. umferð: 3 loftl., 1 st. í fyrstu 2
fastal. í boganum. * 3
loftl. Hoppið yfir 2
fastal., 1 st. í næstu 3
fastal. Endurtakið frá *.
3 loftl. Endið umferð
með 1 keðjul. í 3. loftl. í
fyrri umferð.
DISKASERVÍETTUR
Byrjið eins og á glasmottunum, þ.e. 6
Keðjulykkjur (keðjul.)
Stingið nálinni í lykkju, bregðið
garninu einu sinni um nálina og drag-
ið gegnum báðar lykkjurnar.
Stuðull (st.)
Bregðið garninu um nálina, stingið
í lykkjuna, bregðið garninu aftur um
nálina og dragið í gegn, bregðið aftur
um og dragið garnið gegnum fyrstu
2 lykkjurnar á nálinni, bregðið um
aftur og dragið garnið gegnum síðustu
2 lykkjurnar á nálinni.
fyrstu umferðirnar eru eins en nú eru
heklaðar 10 umferðir í viðbót.
7. umferð: * 3 st. í 3 st. í fyrri umf.
(1 st. í umf. myndast með
3 loftl.), 2 loftl., 1 fastal. í
bogann, 2 loftl. Endur-
takið frá *. Endið umf.
með keðjul. í 3 loftl.
8. umferð: * 3 st. í 3 st. í fyrri umf.,
2 loftl., 1 fastal. í fastal. 2
loftl. Endurtakið frá *.
9. umferð: Heklast eins og 8. umf.
nema nú eru heklaðar 3
loftl. í hverjum boga.
10. umferð: Er hekluð eins og 9. umf.
Fastalykkjur (fastal.)
Stingið nálinni gegnum lykkju,
bregðið garninu einu sinni um nálina
og dragið garnið gegnum lykkjuna,
bregðið aftur um nálina og dragið
garnið gegnum lykkjurnar.
Tvöfaldur stuðull (tvöf. st.)
Bregðið garninu tvisvar um nálina
og stingið í lykkjuna, bregðið garninu
aftur um náiina og dragið í gegnum
lykkjuna. Bregðið um nálina og drag-
ið garnið gegnum fyrstu 2 lykkjurnar.
Bregðið um nálina og dragið garnið
gegnum næstu 2 lykkjur. Bregðið um
aftur og dragið garnið gegnum síðustu
2 lykkjurnar á nálinni.
11. umferð: * 3 st., 5 loftl. Endurtakið
út umf.
12. umferð: Er hekluð eins og 7. umf.
nema nú eru heklaðar 3
loftl. í hverjum boga.
13. umferð: Fr hekluð eins og 8. umf.
nema nú eru heklaðar 4
loftl. í hverjum boga.
14. umferð: Er hekluð eins og 13. umf.
15. umferð: * 3 st., 7 loftl. Endurtakið
út umf.
16. umferð: Er hekluð eins og 7. umf.
nema núna eru heklaðar
5 loftl. í hverjum boga.
33. TBL VIKAN 49