Vikan


Vikan - 13.08.1987, Side 53

Vikan - 13.08.1987, Side 53
Heba Herbertsdóttir Stefnumótið Feimnin var farin að rjátlast . af henni. Það var eins og hún fyndi einhverja fótfestu í upprifj- uninni á Guggu sem hún fann ekki í venjulegu hversdagsmasi. Hún sagði mér frá því hvernig Gugga hefði haldið upp á fimm- tugsafmælið sitt drekkandi kampavín í gondól með mannin- um sínum, honum Gilla, í Feneyjum, alla leið úti á Italíu. Og með grátblæ í röddinni árétt- aði konan enn skemmtilegheitin, það sniðuga og óvanalega í lífi annarra; að þeir væru aldrei þreyttir, óupplagðir eða lasnir eins og við og okkar líkar. Ég kláraði kökuna. Mér fannst ég verða að heyra eigin rödd kljúfa Guggumúrinn, komast inn til konunnar sjálfrar. Ég spurði hana hvað hún væri sjálf að gera sniðugt. Hún horfði á mig skiln- ingssljóum augum, sagði svo að hún hefði aldrei upplifað neitt sniðugt. Hún væri bara gift hon- um Jóa, ætti fimm börn og sex barnabörn, ynni alltaf í efnalaug- inni og Jói keyrði ennþá vöru- bíla. Lífið væri bara eins og það væri hjá henni. Harðneskjuleg á svip leit hún á mig og sagði: „Sniðugt? Nei, ekki hjá mér. Það er sko enginn STÆLL yfir mér. En hún Gugga...“ Og þar með var hún komin út úr sínum eigin gráleika, inn á rósrauða Gugguskýið sitt. Dreymin leit hún út um gluggann og sagði: „Upp á hverju skyld’ún Gugga hafa fundið núna?" Með þessum orðum sínum minnti hún sjálfa sig á stað og stund, spratt á fætur og slengdi kápunni utan um sig, sagði af- sakandi að nú þyrfti hún að þjóta, hún ætlaði að hitta hana systurdóttur mágkonu sinnar til að fá fréttir af henni Guggu. Ég umlaði eitthvað um að Gugga minnti mig á söguhetjurnar í Dallas en konan heyrði ekki til mín, sagði eitthvað um að gaman hefði verið að hitta mig aftur. Svo kvöddumst við og hún hljóp á vit Gugguævintýranna, út úr sínum eigin hversdagsleika sem hún taldi mig greinilega hluta af. Og eftir sat ég, hugsaði um söguna, sem ég var að hugsa um að skrifa, og spekúleraði i því hver þessi hversdagshetja væri í raun og veru. Því að ekki heiti ég Jóna. Búðin var lítil og full af fólki. Það leit út fyrir að allir hefðu fengið sömu hugmynd og hún; virtust hafa gleymt að kaupa kerti fyrir kvöldið. Það var gamlárskvöld og kerti eru nauðsyn- legur hluti af hátíðlegu kvöldi. Hún náði til skápsins þar sem rauðleitu kertin voru geymd. Hún grandskoðaði hillumar en gat ekki komið litnum, sem hún hafði í huga, saman við neinn þann lit sem hún sá. Ergileg tók hún upp tvö kerti með mismunandi litbrigðum. Ann- að var örugglega of rautt og hitt of fjólublátt. Henni fannst hún hafa verið svipt einhveiju sem hún gat ekki nákvæmlega sett fram í orðum. Það var eins og að ganga niður fjöl- menna götu með lykkjufall á sokknum. Hún hafði óskað svo heitt að finna alveg rétta litinn. Eftir að hafa borgað fyrir vörur sínargekk hún hægt heimleiðis. Hún staðnæmdist fyrir framan gamla húsið þar sem hún bjó. Húsið bar aldurinn með sér. Það virtist standa þama eins og af gömlum vana og hallaðist upp að og studdist við húsin tvö sem stóðu sitt hvorum megin við það. „Það lítur út eins og ég. Við pössum vel saman hugsaði hún með sjálfri sér, „tveir úr sér gengnir hlutir sem ætti að endumýja." Þegar hún var komin inn í íbúð sína stóð hún stundarkom og leit ráðvillt í kringum sig. Hún var ekki viss um hvað hún ætti að gera næst. Hún gekk inn í stofuna þar sem allt var tilbúið. Borðstofuborðið var dúkað með gamla bleikrauða dúkn- um. Hún tók kertin upp úr tösk- unni, prófaði sig áfram en komst að þeirri niðurstöðu að hvorugur liturinn hentaði. Hún setti bæði kert- in á borðið. Hún yrði að taka ákvörðun um þau seinna. Enn gekk hún eins og í leiðslu. Hún gekk fram að fatahenginu, fór úr kápunni og hengdi hana upp. Hún fann hvemig gremjan náði tök- um á henni en vissi ekki orsökina. Hún leit í kringum sig, skoðaði hin gamalkunnu húsgögn enn einu sinni þangað til augnaráð hennar stað- næmdist að lokum við spegilinn. Hún kipraði augun við spegilmynd sinni, henni hnykkti við, hún hafði verið búin að gleyma. Hún rétti úr bakinu, lyfti annarri hendinni og strauk létt yfir hár sér. Liturinn var reglulega fallegur, rauðbrúnn, litur- inn sem hún hafði alltaf þráð. Horfið var gráa, miðaldra hárstrýið og í staðinn var komin þessi dásam- lega hárkóróna. Hvemig gat hún hafa gleymt gærdeginum? Daginn áður hafði hún farið á hárgreiðslustofuna og látið klippa sig og lita á sér hárið. Hún mundi hvað stúlkumar á skrifstofunni höfðu orðið undrandi þegar hún kom aftur og höfðu þyrpst í kring- um hana og dáðst að henni. Svo 33. TBL VIKAN 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.