Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 55
Heba Herbertsdóttir
söm jörð - grjót og grasstrá -
réðu ríkjum. „Jú, þær voru
þarna. Þær höfðu komið í ár eins
og alltaf áður,“ hugsaði konan
með sér. Stundum á veturna,
þegar litla húsið hennar í þorpinu
var á kafi í snjó, hafði hún óttast
að þegar hún kæmi hingað næst
myndi hún ekki fmna þær. Hún
hafði verið hrædd um að þær
myndu ákveða að fara eitthvað
annað eða gleyma þessum stað,
hennar eigin einkavinir. En hún
hafði haft á röngu að standa
hingað til. Hún hafði aldrei getað
skilið fólk sem talaði illa um þær
og sagði að þær væru leiðinlegar,
bæði í útliti og hvað hljóð snerti.
Ein þeirra var nálæg núna.
Konan brosti og hló við endur-
fundina. Hvað hún var stórkost-
leg, krían: mjúkar og ávalar línur
hins gráa bols, hinir glæsilegu
vængir, svört hettan og rauður
goggurinn. „Ó, þú þokkafulla
vera. Ó, elskulega vinkona. Vel-
komin. Velkomin," sagði konan
grátandi og breiddi út faðminn
eins og hún ætlaði að faðma fugl-
inn að sér.
Hún horfði á flug fuglsins og
hún eins og drakk í sig hreyfing-
ar hans þar sem hann var kyrr í
loftinu með hröðu vængjablaki,
þá hin snögga dýfa og hið letilega
svif upp á við aftur. Fuglinn end-
urtók fiugsýningu sína hvað eftir
annað. Full aðdáunar á þessari
dásamlegu veru leit konan niður
á sinn eigin þunglamalega líkama
og fannst samanburðurinn órétt-
látur.
Eftir að hafa horft á fuglana
og hlustað á fagnaðaróp þeirra
opnaði hún töskuna og tók upp
hádegisverð sinn. „Krí-krí,“
sungu fuglarnir og frelsisóður
þeirra bergmálaði í sál hennar.
Sólin skein og það var smáand-
vari. Ró færðist yfir konuna.
Munaður þessa græna hásætis
og útsýnið yfir þorpið með sínu
svarthvíta lífsmynstri mynduðu
algerar andstæður, að henni
fannst.
Lengi vel, eftir að hún hafði
lokið nesti sínu, naut hún sól-
arylsins, einverunnar og þess að
horfa á fuglana. í sátt við sjálfa
sig og alheiminn sofnaði hún.
En skyndilega hrökk hún upp.
Það var farið að hvessa, skýja-
bólstrar hrönnuðust upp við
sjóndeildarhringinn og hún gat
heyrt eitthvert framandi hljóð
sem átti ekki heima í þessu um-
hverfi. Hún reis upp við dogg,
hallaði sér áfram og virti sléttuna
fyrir neðan hólinn rannsakandi
fyrir sér þar til hún kom auga á
skæra liti á hreyfingu. Þegar
deplarnir komu nær sá konan að
þarna voru sjö börn á ferðinni.
Um sama leyti gat hún greint
söngl þeirra: „Krííjja, krííjja -
þig á ekki að endurnýýjja." Hún
mundi nú eftir þessu fábjánalega
rími sem maðurinn hennar hafði
kastað fram eitt vetrarkvöldið.
Hann hafði kallað kríuna fugl
sem færi í taugarnar á sér og það
ætti að eyða henni. Margir af
þorpsbúunum voru honum sam-
mála.
Hávaðinn óx og varð yfir-
þyrmandi. Kríuóp barnanna
blönduðust skerandi ópum fugl-
anna eins og vopnabrak. Hún
stökk á fætur, handleggir hennar
flugu út frá síðunum og hún
hrópaði: „Nei - nei!“ En vindur-
inn feykti neitun hennar burt.
Orrusta var háð á skerinu fyrir
neðan hólinn. Börnin sjö, vopn-
uð smásteinum, grýttu fuglana
sem snerust til varnar með því
að steypa sér yfir þau. Eitt barn-
anna var í skærrauðri skyrtu.
Konan mundi eftir að hafa
straujað hana þá um morguninn
fyrir yngsta son sinn. Hún sá
hann beygja sig niður, rísa svo
upp aftur, miða og kasta. Svo sá
hún skotmark hans falla til jarð-
ar.
Reiðin ólgaði upp í konunni
og fyllti hana. Hún gleymdi stund
og stað og byrjaði að hlaupa en
þrepahóllinn gerði henni erfitt
fyrir. Hún datt endilöng, slengd-
ist utan í brattann og valt niður
þangað til hún að lokum stöðv-
aðist.
Hún opnaði hægt augun og
eins og í þoku sá hún ung og
hrædd andlit fyrir ofan sig. Hvers
vegna störðu þau svona á hana?
Þeirra var sigurinn hvort eð var.
Hið svarthvíta hafði sigrað.
33. TBL VIKAN 55