Vikan


Vikan - 13.08.1987, Page 61

Vikan - 13.08.1987, Page 61
Kjólar eru í sókn. Fatahönnuðir sækja fyrirmyndir til 6. áratugarins, nú er það kvenleikinn sem ræður. Axlir eru berar, mittið mjótt og mjaðmirnar breiðar. Allmargir teiknarar sýna eingöngu stutta kjóla, vafða frá brjósti nið- ur að mitti. I þessar flíkur nota þeir silki eða taft I öllum regnbogans litum. Bleikir, rauðir, sægrænir og fagurbláir tónar njóta hvað mestrar hylli. Innan um stuttu kjólana leynast glæsilegir síðkjólar sem eru ermalausir, þröngir í mittið og með stíf pils. Síðustu árin hefur mikilvægi jakkans aukist jafnt og þétt og heldur sú þróun áfram. Sniðin í ár eru úr öllum áttum; jakkarnir eru stuttir og síðir, víðir og þröngir, kvenlegir og karlmannlegir. Erlendis hrífast menn mest af millisíða jakkanum sem er ein helsta nýjungin á þessu hausti. Hann er mik- ill um herðarnar, þröngur í mittið og víður um mjaðmirnar. Kraginn er áberandi stór. Jakkinn er fleginn og hann er með breitt belti. Millisíðu jakk- arnir eru efnismiklir; ýmist úr kasmírull, skinnum eða gerviefnum, og þeir eru litskrúðugir: gulir, appelsínugulir, rauðir, bleikir og fjólubláir. Ekki má gleyma fuchismalitnum en sá tónn er nýr af nálinni og nota fatahönnuðir hann óspart í vetur. Helst mætti á íslensku kalla þennan lit kirsuberjarauðan. Kápurnar eru á sínum stað. í ár renna fatahönnuðir augunum til austurs. Þeir nota rússneska ofurstafrakka úr fyrri heimsstyrjöld og kósakkastakka sem fyrirmynd. Þessar flíkur eru breiðar yfir axlirnar, þröngar í mittið, víðar um mjaðmir og hné og ná niður á kálfa. Þær eru hnepptar til hliðar með stórum tölum eða sylgjum. Flestar eru saumaðar úr kasmírull eða skinnum sem svo aftur eru lituð appelsínugul, dumbrauð eða heiðblá. Þótt flestir teiknarar noti skinn og ull eru gerviefnin að sækja á. I Mílanó sýndi Valentino sæg af yfirhöfnum úr apaskinni, velúr og öðrum gerviefn- um. Stuttu pelsarnir hans vöktu sérstaka hrifningu. Þeir minna á pelsa sem þóttu mjög smart á síðari hluta 6. áratugarins. Þessar flíkur láta lítið yfir sér. Þeirra aðalsmerki er fyrirferðarmikill, tvöfaldur kragi. Hins vegar eru pels- arnir í öllum regnbogans litum. Eflaust rekum við augun í fagurgula, skærgræna eða fjólubláa stuttpelsa hér í Reykjavík á vetri komanda. Blússurnar víkja fyrir rúllukragabolum. Bolirnir eru einfaldir í sniði, flestir I dökkum litum; gráir eða svartir. Þeir stinga óneitanlega i stúf við skæra jakkana og skrautleg pilsin. I vetur eru stórir og klossaðir skartgripir á bak og burt en í þeirra stað getur að líta ýmiss konar slæður og hanska. Þá dregur úr mikilvægi herða- púðanna. Þeir eru minni en fyrr. Aftur á móti halda flest tískuhúsanna tryggð við breið belti og ólar og enn prýða alls kyns hattar og der kolla tískudrós- anna. 33. TBL VIKAN 61

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.