Vikan


Vikan - 28.12.1987, Page 4

Vikan - 28.12.1987, Page 4
I BYRJUN VIKUNNAR R.K. Anand sendiherra ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Alþýðubandalagsins, og Trausta Eiríkssyn^ forstjóra Trausts hf., sem framleiðir m.a. hátæknibúnað fyrir fiskveiðiskip. Áhugi Ind- verja á auknum viðskiptum við ísland mun hafa vaknað eftir fúnd Ólafs Ragnars og Rajivs Ghandis forsætlsráðherra í haust, þegar Ólafur tók við friðarverðlaunum indversku stjómarinnar fyrir hönd Alþjóðlegu þingmannasamtakanna sem hann veitir forstöðu. Sendiherra Indlands: „Er mjög bjartsýnn um viðskipti á milli landanna" Sendiherra Indlands á íslandi, R.K. Anand, serp hefur aðsetur í Osló, heimsótti nokkur íslensk fyrirtæki rétt fyrir jólin til að kanna grundvöll fyrir auknum viðskiptum á milli landanna. Sendiherrann sagðist mjög hrif- inn af íslenskri hátækni í tengsl- um við sjávarútveg og sagði Ind- verja hafa mikinn áhuga á að hefja raunhæfar viðræður við ís- lendinga um samstarf á sviði fiskveiða. Indverjar hafa áætlan- ir um að gera stórátak í að byggja upp flota togveiðiskipa til djúpsjávarveiða, en slíkar veiðar eru enn mjög vanþróaðar við Indland. Þar hafa íslensk fyr- irtæki mikla möguleika á að taka þátt, að sögn Anand sendiherra. Sérfræðiþekking Islendinga á jarðhitanýtingu gæti einnig leitt til mikilla viðskipta á milli ís- lands og Indlands, segir sendi- herrann, þar sem Indverjar hafa mikinn áhuga á að nýta sér eigin jarðhitaauðlindir. íslenskir hagsmunaaðilar munu koma saman til fundar um þessa nýju möguleika á við- skiptum við Indverja þann 20. janúar næstkomandi. Aö kunna að tefla Skákáhugi okkar íslendinga er meiri en gengur og gerist meðal nágrannaþjóðanna en þessi áhugi getur stundum tekið kúnstugar myndir. Á Keflavíkurflugvelli er nú áformað að bandarískir lög- gæslumenn starfi við hlið þeirra íslensku í þeim tveimur hliðum sem eru inn á Völlinn. Þetta fyrirkomulag sætti nokkurri mótspyrnu af hálfu hinna ís- lensku lögregluþjóna og var ein aðalröksemd þeirra að hinir bandarísku kynnu ekki að tefla. Málið verður sennilega leyst á þann hátt að ávallt verði tveir ís- lenskir lögreglumenn í hvoru hliði þannig að þeir geti áfram stundað þetta tómstundagaman sitt. Þetta vandamál hefði senni- lega ekki komið upp ef herstöð- in í Keflavík væri rússnesk ... ífnimanftsstauiin VARÐSTÖO LaixuLi lULMILl CMECKPOINT Mtirt i , mlöifs Hér halda þelr Albert Erlingsson, stofnandi Velðimannsins, og Paul O’Keeffe, einn eigandl búðarinnar, á forláta Hardy- stöng en stöng þessi ber nafnið Iceland Special og er smíðuð sérstaklega fvrir íslenskan markað. Veiðimaðurinn flytur Ein elsta sportveiðiverslun landsins, Veiðimaðurinn, sem stofnuð var af Albert Erlingssyni í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar, flutti nýlega um set. Verslunin flutti reyndar að- eins um nokkra metra, frá horni Tryggvagötu og Nausta að horni Nausta og Hafharstrætis þar sem áður var Ingólfsapótek. Húsa- kostur verslunarinnar stækkaði við flutninginn úr 70 fm í rúma 200 ffn, að sögn eigenda Veiði- mannsins, Paul O’Keefe. Paul O’Keefe, sem er Breti að uppruna, hefur búið á íslandi um margra ára skeið og að eigin sögn er hann sjálfur ákafur sportveiðimaður. 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.