Vikan


Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 4

Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 4
I BYRJUN VIKUNNAR R.K. Anand sendiherra ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Alþýðubandalagsins, og Trausta Eiríkssyn^ forstjóra Trausts hf., sem framleiðir m.a. hátæknibúnað fyrir fiskveiðiskip. Áhugi Ind- verja á auknum viðskiptum við ísland mun hafa vaknað eftir fúnd Ólafs Ragnars og Rajivs Ghandis forsætlsráðherra í haust, þegar Ólafur tók við friðarverðlaunum indversku stjómarinnar fyrir hönd Alþjóðlegu þingmannasamtakanna sem hann veitir forstöðu. Sendiherra Indlands: „Er mjög bjartsýnn um viðskipti á milli landanna" Sendiherra Indlands á íslandi, R.K. Anand, serp hefur aðsetur í Osló, heimsótti nokkur íslensk fyrirtæki rétt fyrir jólin til að kanna grundvöll fyrir auknum viðskiptum á milli landanna. Sendiherrann sagðist mjög hrif- inn af íslenskri hátækni í tengsl- um við sjávarútveg og sagði Ind- verja hafa mikinn áhuga á að hefja raunhæfar viðræður við ís- lendinga um samstarf á sviði fiskveiða. Indverjar hafa áætlan- ir um að gera stórátak í að byggja upp flota togveiðiskipa til djúpsjávarveiða, en slíkar veiðar eru enn mjög vanþróaðar við Indland. Þar hafa íslensk fyr- irtæki mikla möguleika á að taka þátt, að sögn Anand sendiherra. Sérfræðiþekking Islendinga á jarðhitanýtingu gæti einnig leitt til mikilla viðskipta á milli ís- lands og Indlands, segir sendi- herrann, þar sem Indverjar hafa mikinn áhuga á að nýta sér eigin jarðhitaauðlindir. íslenskir hagsmunaaðilar munu koma saman til fundar um þessa nýju möguleika á við- skiptum við Indverja þann 20. janúar næstkomandi. Aö kunna að tefla Skákáhugi okkar íslendinga er meiri en gengur og gerist meðal nágrannaþjóðanna en þessi áhugi getur stundum tekið kúnstugar myndir. Á Keflavíkurflugvelli er nú áformað að bandarískir lög- gæslumenn starfi við hlið þeirra íslensku í þeim tveimur hliðum sem eru inn á Völlinn. Þetta fyrirkomulag sætti nokkurri mótspyrnu af hálfu hinna ís- lensku lögregluþjóna og var ein aðalröksemd þeirra að hinir bandarísku kynnu ekki að tefla. Málið verður sennilega leyst á þann hátt að ávallt verði tveir ís- lenskir lögreglumenn í hvoru hliði þannig að þeir geti áfram stundað þetta tómstundagaman sitt. Þetta vandamál hefði senni- lega ekki komið upp ef herstöð- in í Keflavík væri rússnesk ... ífnimanftsstauiin VARÐSTÖO LaixuLi lULMILl CMECKPOINT Mtirt i , mlöifs Hér halda þelr Albert Erlingsson, stofnandi Velðimannsins, og Paul O’Keeffe, einn eigandl búðarinnar, á forláta Hardy- stöng en stöng þessi ber nafnið Iceland Special og er smíðuð sérstaklega fvrir íslenskan markað. Veiðimaðurinn flytur Ein elsta sportveiðiverslun landsins, Veiðimaðurinn, sem stofnuð var af Albert Erlingssyni í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar, flutti nýlega um set. Verslunin flutti reyndar að- eins um nokkra metra, frá horni Tryggvagötu og Nausta að horni Nausta og Hafharstrætis þar sem áður var Ingólfsapótek. Húsa- kostur verslunarinnar stækkaði við flutninginn úr 70 fm í rúma 200 ffn, að sögn eigenda Veiði- mannsins, Paul O’Keefe. Paul O’Keefe, sem er Breti að uppruna, hefur búið á íslandi um margra ára skeið og að eigin sögn er hann sjálfur ákafur sportveiðimaður. 4 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.