Vikan


Vikan - 21.09.1989, Page 12

Vikan - 21.09.1989, Page 12
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR UM FUHRMANN: „Hálf- gerð mann- leysa þóft hann væri dæmi- gerl goð- menni úfávið" [ I mm m ______TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN____ Vikan ræðir við Þórunni Sigurðardóttur leikara um menn og málefni átjándu aldarinnar og dagsins í dag, Níels Fuhrmann og fjölmiðlafár. Þórunn er höfundur leikritsins Haust- brúðar. Hún hefur unnið við leiklist í aldarfjórðung en auk þess hefur hún verið blaðamaður, farar- stjóri og kennari. Hvernig sérð þú Fuhrmann? Fyrst fannst mér Fuhrmann hálfgerð mannleysa þó hann væri dæmigert góð- menni útávið. En sýn mín á honum breytt- ist þegar ég fór að skoða sögu hans betur. Þá sá ég hvað hann hafði verið óskaplega óhamingjusamur maður og hann hefur áreiðanlega ekki þjáðst minna andlega en Appolónía. Ég skoðaði hann vel og vandlega og mér finnst karlmenn alveg meiri háttar stúdía. Þó fólk segi að ég skrifi betri kvenhlutverk er ég alltaf að reyna að skrifa mig að því að skilja karlmenn betur — það er verst að þá hætta þeir að vera spennandi! Eins og seg- ir í kvæðinu er „Sérhver dáð sem maður- inn drýgir draumur um konuást" og þó að þetta eigi ekki endilega við um Fuhrmann þá er ég mikið í þessum pælingum og þetta þema kemur fram í öllum mínum verkum. Fyrsta verkið, sem ég skrifaði, var unnið úr Laxdælu og þar er fjallað um ást og metorð. Mér finnst karlmenn alveg mega vita að þegar upp er staðið elska konur þá fyrir það sem þeir gera. Konur hafa þörf fýrir að láta karlmenn drýgja hetjudáðir en aumingja Fuhrmann drýgir aldrei neina hetjudáð þótt hann sé á toppnum. Mér fannst ég nálgast það smátt og smátt að skilja Fuhrmann þó ég skilji hann auðvitað aldrei til fulls. Ég fann til dæmis heimildir um dauða hans eftir að ég skrifaði leikritið. Eins og mig grunaði virð- ist hann ekki hafa litið glaðan dag eftir að Appolónía deyr og ekki hafa haft neina Iífslöngun eftir það. Þegar maður setur sig inn í það verkefhi sem hann fær, sem er að taka við íslandi eins og það leggur sig, með öllum þeim aumingjum og vesalingum og kulda og hörmungum sem því fylgja, þá er ljóst að verkefhið er ekki í nokkru samræmi við það sem hans uppeldi og upplag leyfir og kannski óvinnandi hverjum sem væri. Hann er einn af þeim fýrstu sem verða svona háttsett yfirvald án þess að vera af aðalsættum. Það er allt annað að taka við slíku verkefhi hafi fólk verið alið upp til þess. Þó er ég ekki að tala um þetta út frá 12 VIKAN 19.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.