Vikan - 21.09.1989, Síða 19
FERÐALÖG
20 ÞEKKTIR ÍSLENDINGAR SVARA SPURNINGU VIKUNNAR:
Katrín
Hafsteinsdóttir
líkamsrœktar-
þjólfari:
Amsterdam
alveg frábær
„Mitt sumarfrí hefur að mestu leyti farið
í vinnu enda hefur verið mjög mikið að
gera í líkamsræktinni í sumar. Ég komst
reyndar í tíu daga ferð til Amsterdam og
það var hreint út sagt dásamlegur tími. Sú
ferð var nánast eins og mín önnur brúð-
kaupsferð. Ég fór í stutta ferð til Bandaríkj-
anna á jóganámskeið vegna starfsins. Það
var fúllt prógramm allan tímann og lítill
tími til afslöppunar. í sumar hef ég reynt
að fara eins oft og ég mögulega get í hesta-
útilegu með fjölskyldunni og þá aðallega
um helgar. Annars er yfirleitt lítið um frí
og mætti segja að ég lifði athafhasömu lífi
því það er alltaf meira en nóg að gera.“
Sigríður
Beinteinsdóttir
söngkona:
Keyrt um
Evrópu í
„Sumarfríið mitt hófst í maí þegar ég fór
að keyra um Evrópu í þrjár vikur. Mestan
tímann var ég í Þýskalandi sem er mjög
skemmtilegt land á allan hátt. Síðan tók
við vinna á Benidorm þar sem hljómsveit-
in sem ég er í, Stjórnin, lék í tvær vikur
fyrir íslendinga í sumarffíi. Við fengum
mjög góðar undirtektir og vorum ánægð
með ferðina. Spánverjamir tóku vel í tón-
listina okkar og meira að segja fór það svo
að við vorum beðin um að spila meira en
við áttum upphaflega að gera. Stjórnin hef-
ur í sumar farið hringveginn um landið og
við höfum reynt að fylgja því vel eftir sem
við höfum upp á að bjóða. Fyrir vikið hef
ég aðeins getað skoðað landið okkar og
séð hvað það er stórbrotið."
Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson,
lektor í stjórn-
mólafrœði:
í Bandaríkjunum
eins og venjulega
„Ég var mestan hluta sumars í Kaliforníu
í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Stanford
þar sem ég var að undirbúa tvær bækur til
útgáfú. Ég dvaldi þar í sex vikur og hafði
meira en nóg að gera. Ég kom við í New
York og reyndi að taka út örlítið frí og
slappa af. Ég geri mikið að því að ferðast
og aðallega í tengslum við starfið sem bíð-
ur upp á margs konar möguleika. í sumar
tók ég upp á því að fara í útreiðartúra mér
til ánægju og yndisauka. Það er sérstaklega
skemmtilegt og góð leið til að losa sig við
allt stress.“
Andri Mór
Ingólfsson
í Veröld:
Lærði köfun við
strendur Flórída
„Ég fór í sumar til Flórída og dvaldi
nokkurn tíma í Orlando sem er vinsæll
ferðamannastaður. Ég fór síðan yfir í Ever-
glades-þjóðgarðinn sem er í einu orði sagt
stórkostlegur. Þaðan fór ég yfir til Keys
sem er syðsti hluti Flórída og átti þar
yndislega daga. Þar tók ég upp á því að
læra köfún sem var gaman enda eru gull-
falleg kóralrif þar og heitur sjór. Að vísu
tengdist þessi ferð starfinu lítillega en
engu að síður gat ég slappað vel af og not-
ið lífsins. Ég fór einnig til Benidorm og
Costa del Sol í eina viku og reyndi að slaka
á í sólinni ásamt því að sinna starfi mínu.
Ég fór eina helgi í Veiðivötn og það var
eina ferðalagið innanlands í sumar. Ég á
ennþá inni sumarfrí og stefhi að því að
taka þátt í Veraldarreisu til Suður-Ameríku
sem verður lúxusferð."
Sigrún Waage
ieikkona:
Með
unni á Flórída
„Ég fór í sumarfrí í fyrsta skipti í langan
tíma og skellti mér með fjölskyldunni til
Flórída þar sem við dvöldum í þrjár vikur.
Þar áttum við alveg yndislegan tíma og ég
náði að slappa vel af enda er ég alveg
endurnærð. Sumarfríið var kærkomið þar
sem við hjónin vorum bæði í löngu námi
og höfum starfað stanslaust eftir að við
kláruðum það. í sumar höfúm við reynt að
nýta helgarnar í sumarbústaðnum okkar
og ég hef reynt að fara eins mikið í sund
og ég get. Sumarið hefúr liðið allt of hratt
og í haust tekur við mikil vinna í leiklist-
inni þannig að það verður meira en nóg að
gera.“
Eiður
Eysteinsson,
herra ísland:
Leita alltaf
langt yfir
skammt
„Sumarið byrjaði með því að ég fór til
Benidorm og var þar í fjórar vikur en það
var ferðin sem ég vann í keppninni um
titilinn herra ísland. Það var mjög gaman
enda var ég þar meðal góðra vina minna.
Eftir ferðina byrjaði ég að vinna í tísku-
versluninni Faco og var þar í allt sumar. Ég
vann eins mikið og ég mögulega gat og
fýrir vikið var lítið um frí það sem eftir var
af sumri. Ég náði þó að nýta helgarnar
ágætlega og fór nokkrum sinnum í sumar-
bústað á Snæfellsnesi. Ég ferðast yfirleitt
lítið innanlands enda vil ég alltaf leita
langt yfir skammt og ferðast erlendis ef
þess er kostur. Annars er ég búinn að vera
að skemmta mér í allt sumar og njóta lífc-
ins með vinum og vandamönnum."
»AU SUMARFRÍINU
19. TBL 1989 VIKAN 19