Vikan - 21.09.1989, Page 30
ast óteljandi á íslandi núna, að ekki sé
minnst á höfuðborgarsvæðið en þar er
samkeppnin hvað hörðust.
Auglýsingar í Mogganum
Að vanda las raupari Moggann sinn
sunnudaginn 3- september síðastliðinn.
Sunnudagsmogginn var í þykkara lagi og
veitti ekki af. Hlutfall milli auglýsinga og
annars efnis fer eftir vissum reglum og er
Mogginn, meðal annars þess vegna, þykk-
ari en önnur blöð. En raupari komst ekki
hjá því að veita athygli hvers konar líkams-
ræktar- og dansskólaauglýsingum, en þær
voru áberandi í þessu sunnudagsblaði.
Kennari frá Ragoon
Raupari gerði það að gamni sínu að lesa
auglýsingarnar til að kanna hvað fyrirtækin
hefðu á boðstólum. Á blaðsíðu 4 í blaði C
var hálfsíðuauglýsing ífá Kramhúsinu. Þar
er meðal annars auglýst kínversk hreyfilist
sem nefhist Taíjí og kemur kennarinn alla
leið ffá Ragoon (hvar sem sá staður annars
er). Dansleikflmi kennir íslendingur en
klassískan ballett, nútímadans og djass/
blues kennir Hany Hadaya. Afró/samba
kenna þær Hafdís og Agnes og kennir sú
síðarnefnda einnig djassdans fýrir 7 til 12
ára. Margt fleira er kennt í Kramhúsinu en
vegna rýmis verður fýrrnefhd upptalning
látin nægja.
Athygli okkar beinist að þér
Á bls. 5 í sama blaði er heilsíðuauglýsing
ffá Stúdíói Jónínu og Ágústu. Fyrirsögn
með stríðsletri trónir efst í auglýsingunni:
ATHYGLI OKKAR BEINIST AÐ ÞÉR! í
auglýsingatexta er þess getið að nemend-
ur fái mestu og bestu þjálfunina — ekki
leiðbeinendur. Þess er einnig getið að
leiðbeinendur fylgist það vel með þér að
árangur sé sem best tryggður, án þess að
þú stefhir heilsu þinni í hættu. Auk auglýs-
ingartextans er tímatafla vikunnar en
Ætli þetta sé ekki klassískur dans?
RAUPAÐ OC5 RI55AÐ
neðri helming heilsíðunnar prýðir ljós-
mynd af ofurhressu fólki, léttklæddu og
brosmildu. Einn karlmaður er þar á meðal
13 kvenna.
Á bls. 7 í blaði C er þriggja dálka auglýs-
ing frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar
og skreytir hana teikning af danspari að
dansa Latin-dans.
Fjörug tónlist og mikill sviti
HRESS í VETUR er fýrirsögn á þriggja
dálka auglýsingu á bls. 17 í blaði C. Auglýs-
inguna skreyta ljósmyndir af léttklæddum
leikfimidömum í ýmsum stellingum. Það
er ffóðlegt að lesa textann í auglýsingunni.
Til að mynda: „Skemmtileg leikfimi með
áherslu á maga, rass og læri. Fjör, hvatning,
aðhald og hress tónlist. Engin hopp. Teygj-
ur og slökun." Eða: „Mikil hreyfing og
meiri fitubrennsla. Stuð, puð og púl.
Fjörug tónlist og mikill sviti, einföld spor.“
Og: „Nú bjóðum við æfingar fyrir bakveika
og þá sem hafa vöðvabólgur undir öruggri
leiðsögn," (leturbr. raupara). Og auðvitað
heitir fýrirtækið HRESS — líkamsrækt og
ljós.
Karatefélag Reykjavíkur er með auglýs-
ingu á bls. 20 í fýrrnefhdu blaði. Þetta er
2ja dálka auglýsing og lætur lítið yfir sér.
Sennilega sæist hún ekki innan um litaðar
auglýsingarnar umhverfis ef ekki væri ljós-
mynd af karatemanni í „aksjón".
Dans er góð skemmtun
Og þá er komið að blaðsíðu 23 en þar er
hálfsíðuauglýsing ffá Dansskóla Heiðars
Ástvaldssonar. Þessi dansskóli mun vera
með þeim elstu á landinu og er hann víða
að finna. Á fjórum stöðum í Reykjavík, í
Mosfellsbæ, Hafharfirði, Hveragerði/Sel-
fossi og Keflavík, Grindavík, Sandgerði og
Garði. Textinn í auglýsingunni er einfald-
ur. Látlaus fyrirsögn hljóðar svo: „Dans er
góð skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.“
Einnig er upptalning á þeim dönsum sem
kenndir eru: „Ballroom, Latin, Rokk, Diskó
og Free style. Nýtt — Batman dansar." Þó
það nú væri. Ljósmyndir af dansandi fólki,
yngra og eldra, skreyta auglýsinguna.
Á blaðsíðu 25 auglýsir nýr dansskóli í
tveimur dálkum. Skólinn heitir Dansskóli
Jóns Péturs og Köru. Ljósmyndir, sem
sennilega eiga að vera af þeim sem skólinn
er kenndur við, prýða auglýsinguna, ásamt
merki skólans.
Ballettskóli Eddu Scheving auglýsir í
þrem dálkum á bls. 26 í þriggja dálka aug-
lýsingu. Þetta er gamalkunnur skóli og
kennir listdans eins og nafhið gefur til
kynna.
Okkar dansar eru spes
Stór fjögurra dálka auglýsing frá Dans-
skóla Hermanns Ragnars er á bls. 29. Aðal-
fýrirsögnin er svohljóðandi: „Okkar dansar
eru spes.“ Þessi dansskóli er með þeim
eldri og kennir flest það sem finna má á
danssviðinu.
Á bls. 31 er þriggja dálka auglýsing frá
Kennarinn keraur ffá Bandaríkjunum.
Dansstúdíói Sóleyjar. Fyrirsögnin er:
„Haust ’89“ og mynd af karlmanni í gífur-
legu dansstökki prýðir auglýsinguna.
Raupara grunar að myndin sé af gesta-
kennara vetrarins, sem kynntur er í auglýs-
ingunni, en hann heitir Happy Miller og
kemur frá Bandaríkjunum.
Dansstúdíó Sóleyjar er með aðra þriggja
dálka auglýsingu á næstu síðu. Enginn ann-
ar en Michael Jackson prýðir þá auglýs-
inga enda eru auglýstir sértímar þar „sem
farið er í Michael Jackson dansa ásamt öðr-
um góðum dönsum“.
Ekki fann raupari fleiri auglýsingar um
líkamsrækt í blaði C en í aðalblaðinu er
auglýsing á bls. 9 ffá Dansskóla Auðar
Haralds. Þetta er fimm dálka auglýsing og
tekur rúmlega 1/3 hluta síðunnar. Dans-
skóli Auðar er á þrem stöðum í Reykjavík
og auk þess í Keflavík og Vogum.
Þetta er nú orðin nokkuð löng upptaln-
ing og þykir vafalaust mörgum nóg komið.
Þó eru hér aðeins á ferðinni nokkrir af
þeim stöðum sem bjóða upp á dans og lík-
amsrækt. Fjöldi heilsuræktarstöðva er ótal-
inn en upptalningin lýsir engu að síður
þeirri grósku sem er á þessu sviði.
Hálf milljón - eða?
Þegar raupari var að leggja saman það
pláss sem fýrrnefhdar auglýsingar tóku í
Mogganum umræddan dag rakst hann á
3ja dálka auglýsingu sem honum hafði
yfirsést. Auglýsingin var á bls. 16 í blaði C
og var ffá Jazzballettskóla Báru. Ætli sá
skóli sé ekki einn sá fyrsti sem sérhæfði sig
í djassballett? J.S.B. er til húsa í Suðurveri
og Hraunbergi.
Samtals voru auglýsingarnar, sem að
framan eru taldar upp, rúmar 5 síður í
Morgunblaðinu þennan eina dag. Á sunnu-
dögum kostar dálksentímetrinn í svart/
hvítri auglýsingu 690 kr. án afsláttar. Með
einum aukalit kostar dálksentímetrinn
792 kr. en litmynd kostar 1.056 hver dálk-
sentímetri. Fimm síður gera 1000 dálk-
sentímetra. Samkvæmt því kostar ein síða í
svart/hvítu 138 þúsund krónur. Fimm síð-
ur kosta því 690 þúsund krónur. Að öllum
líkindum fá flest fyrirtækin afslátt af aug-
lýsingunum en þar kemur á móti að eng-
inn litur er reiknaður í ofangreindar tölur.
Engu að síður er sennilegt að þátttak-
endur í þeim „uppákomum" sem auglýstar
voru í þessu eina blaði greiði rúma hálfa
milljón króna í auglýsingakostnað. □
30 VIKAN 19. TBL 1989