Vikan


Vikan - 21.09.1989, Page 33

Vikan - 21.09.1989, Page 33
VIKINGABANDINU Georg: Það var stofnað á fær- eyska skipinu Norrpnu. Þá byrj- uðum við — árið 1986. Við vor- utn fjórir til að byrja með; ég, ^jáll, Ronnie Nielsen og Kol- bein Símonsen. Svo spilaði Einar Vilberg með okkur í hálft ár. Vikan: En þú varst búinn að spila með mörgum áður. Georg: Já, maður hefur alltaf Verið í þessu — tíu, tólf ár og ferðast víða. Við Njáll höfum t.d. sPilað í Danmörku. Njáli: Það var dálítið gott euiu sinni þegar við vomm að spila á Skarfmum í Kaupmanna- höfh á fullu bíti, ég og Georg, þá verður allt í einu allt vitlaust inni. Við vissum ekki fyrr en lög- reglan var komin og hvaðeina vegna þess að einhver hafði sent sprengjuhótun — og húsið tæmdist. Allir voru látnir fara út. Svo var leitað en það fannst eng- in sprengja svo við héldum bara áffam að spila og fólkið kom inn aftur. Georg: Þessi klúbbur, Skarv heitir hann, er fyrir Færeyinga og fslendinga en margir Græn- lendingar koma þangað líka. Sumir þeirra búa í Kristjaníu en þeir fá ekki aðgang. Þetta kvöld komust þeir ekki inn og urðu snarvitlausir. Hótuðu að sprengja allt í loft upp. Þetta var eins og í Suður-Afríku en auðvitað fannst engin sprengja. Vikan: Hafa plöturnar ykk- ar selst í Danmörku? Georg: Nei, Danir skilja ekki fereysku. Vikan: En hefur músíkin ykkar eitthvað verið spiluð í dönsku útvarpi? Georg: Já, eitthvað af sóló- plötunni minni, Intró. Njáll: Svo eru Færeyingar með sína eigin útvarpsstöð í Kaupmannahöfn. Þar er spilað mikið af fereyskri músík. íslend- ingar og Færeyingar reka sam- eiginlega útvarpsstöð þarna. ís- lendingar senda út á laugardög- um og Færeyingar á sunnudög- um. Þeir hafa gert þetta í ein fimm ár. Vikan: Hvemig datt ykkur í hug að fara að gefa út nokk- ur lög og síðar heila plötu með íslenskum lögum? Njáll: Ég spilaði þetta svo mikið um borð, því það er alltaf mikið af fslendingum sem ferð- ast með ferjunni. Ég tók þarna Nú liggur vel á mér, Lóa litla á Brú og... Georg: Heim í Búðardal. Njáll: Já. Ekki má gleyma því. Svo okkur datt í hug að fara að syngja þetta á fereysku fyrir Færeyingana þegar við komum í land. Við Georg settumst niður og hann sneri þessu yfir á fer- eysku. Og við gáfum þetta út. Svo bara slysaðist plata hingað upp. Við ætluðum okkur aldrei á íslenskan markað. Vikan: Hvemig vildi það tíl? Georg: Ja, það er gamall mað- ur úr sama þorpi og ég. Hann heitir Henrik Erskild og býr í Sandgerði. Hann fór með plöt- una á Bylgjuna og þar fékk hann hana spilaða svo allir íslending- ar gætu heyrt hana. Þá var hringt í okkur frá Akureyri. Njáll: Og við beðnir að spila á Melgerðismelum. Svoleiðis byrj- aði þetta. Georg: Við spiluðum þar alla verslunarmannahelgina í fyrra. Og svo var hringt frá Þórscafé líka. Vikan: Hvemig tóku land- ar þínir þessum íslensku lögum með færeyskum textum? Georg: Flestir Færeyingar þekkja þessi lög á íslensku af því að það er svo gamalt og gott samband milli Færeyinga og fs- lendinga. Svo að þetta eru hús- gangar og menn urðu glaðir við að heyra þá á fereysku. Nú geta þeir bæði sungið þessi lög á fer- eysku og íslensku. Og það er oft að við spilum sama lagið, sama kvöldið á báðum málunum., Fyrst kemur kannski Færeyingur og biður okkur að spila Norður í Syðradal og svo kemur kannski íslendingur á eftir og vill heyra Frh. á næstu opnu. 19. TBL 1989 VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.