Vikan


Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 38

Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 38
Nicki var ekki heima þegar sím- inn hringdi, og herbergissyst- ur hennar brá svo við samtalið, að skilaboðin urðu eins konar krossgáta. Hún mundi til dæmis ekki fyrir víst, hvar þessi herra Wolfe hafði séð Nicki á leiksviði - en eins og það skipti nokkru máli. Það mikilvægasta var óneitanlega að Nicki átti að mæta til reynslulesturs í Broadhurst-leikhúsinu klukkan fjögur stundvíslega. Nicki varð svo mikið um þetta að hún hljóp af stað án þess að hafa hugsun á að greiða sér, hvað þá heldur meir. Hún stóðst þá freistingu að taka leigubíl, og gekk alla leiðina þótt löng væri. Sennilega stóð henni þarna hlutverk til boða en hún vissi að skipað hafði verið í öll helstu hlutverkin í þessu væntanlega leikriti íyrir meira en mánuði, svo þarna hlaut að vera um eitthvert smáhlutverk að ræða. Aðeins fimm manneskjur voru staddar á sviðinu þegar Nicki kom inn og fjórar þeirra létu sem þær sæu hana ekki þegar hún gekk hikandi upp þrepin. Sú fimmta þeirra, ungur maður á prjónavesti, gekk brosandi til móts við hana. Hún skildi þeg- ar að það mundi vera herra Wolfe, leik- stjórinn sem nú hafði í undirbúningi fyrstu leiksýningu sína við Breiðgötu. — Ég kannast við þig, sagði hann glað- lega. Þú ert Nicki Porter. Ég þakka þér fyr- ir að koma. - Það er mitt að þakka, herra Wolfe, svarði Nicki feimnislega og beitti hinum myrka lághreim raddar sinnar til hins ýtr- asta. Nicki var nefnilega hvorki áberandi falleg né áberandi ljót, heldur var það röddin, sem bar uppi ffamkomu hennar fyrst og fremst. — Ég ætla þá að segja þér hvað um er að ræða, mælti herra Wolfe. f þessu leikriti er ung ekkja, mjög ung og ekki beinlínis af þeirri gerðinni sem harmurinn ber ofur- liði. Hlutverkið er ekki mikið fyrirferðar en þannig úr garði gert að það vekur at- hygli. Jerry, kallaði hann á feitlaginn mannkubb, sem stóð nokkuð ffá sviðinu. Láttu okkur hafa afrit... Nicki blaðaði spennt í leikritinu, en leikstjórinn sagði: — Flettu upp á blaðsíðu tólf, þar sem Mary Lou kemur inn á sviðið. Hún er frá Suðurríkjunum, en þrátt fyrir það er ekki til þess ætlast að hún láti eins og hún hafi heita kartöflu í munninum. Og eitt ætla ég að segja þér svo ekki sé farið bak við þig á neinn hátt. í hreinskilni sagt var lokið að velja í öll hlutverkin síðastlið- inn föstudag. Eina hlutverkið, sem ég var í vafa með, var einmitt þetta hlutverk ekkj- unnar, en þó hafði ein leikkona komið þar mjög til greina. Og þá mundi ég það allt í einu að ég hafði séð þig og heyrt í ein- hverju leikriti að Warkins Glen.. - „Kurr turtildúfunnar..." — Alveg rétt. Og ég mundi það, að þú varst að minnsta kosti talsvert lík því sem ég hef hugsað mér Mary Lou svo ég tók þá ákvörðun að hafa uppi á þér. Þú skalt ekki gera þér allt of miklar vonir... hver veit? Augnatillit hans botnaði setninguna — við EFTIR HENRY SLESAR vitum bæði hve allt er brigðult í leikhúslíf- inu. Eintalið á blaðsíðu tólf var mjög athygl- isvert. Hún gerði sér ljóst að henni tókst lesturinn vel, og ein af leikkonunum, sem stödd var þarna á sviðinu, lét í ljós hrifingu sína að honum loknum. — Afbragð, sagði herra Wolfe og varp léttara öndinni. Hreinasta afbragð. Og við höldum þér ekki lengi milli vonar og ótta, því æfingarnar verða að hefjast í næstu augu kom út úr anddyrinu, nam staðar viku. Hann hló við. Þér finnst varla mikið til um kurteisi mína... en nú skal ég reyna að bæta úr því, sagði hann og kynnti hana síðan fýrir hinum leikurunum, sem allir voru meira og minna frægir, svo rödd þeirra og sjónvarpsmynd mátti heita hversdagsgestur á hverju heimili. Nicki nam staðar á gangstéttinni úti fyr- ir leikhúsinu og skoðaði auglýsingarnar. Ung dökkhærð stúlka með tinnusvört 36 VIKAN 19. TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.