Vikan


Vikan - 02.11.1989, Blaðsíða 7

Vikan - 02.11.1989, Blaðsíða 7
VIÐTAL GUÐNI GUNNARSSON í WORLD CLASS: „Ég er þad sem ég hugsa — Ef mér líkcar það ekki þá er ad breyta því" TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN / MYNDIR: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON að er líf og fjör í World Class þeg- ar ég kem en andrúmsloftið er þó ekki þvingað. Máski tekur fólk sig ekki eins hátíðlega hér og á öðr- um heilsuræktarstöðvum? Guðni Gunnars- son í World Class hefur unnið við líkams- og hugrækt í 10 ár. Hann gengur á milli þeirra sem eru í tækjunum og leiðbeinir þeim mjúklega. Við þreklegan mann sem tekur lóðin með áhlaupi segir hann: „Við erum ekki í vinnunni. Það á að vera gaman að þessu." Guðni hefur sífellt bætt við sig í þekkingu og sótt mikið af námskeiðum erlendis. Eitt þeirra námskeiða sem höfðu hvað mest áhrif á hann var í Kripalau-jóga- stöðinni á austurströnd Bandaríkjanna. Hvemlg starfsemi er á Kripalau? Við köllum þetta heildræna heilsustöð og vissulega er jóga notað þar en jafnframt ails kyns önnur farartæki. Jóga þýðir ein- faldlega sameining eða samruni. Þarna lær- ir fólk líka nýjar matarvenjur, að bera um- hyggju fýrir sjálfu sér, öndunaræfmgar, þarna má læra til jógakennara, huglægt nudd, og svo eru um 30 önnur námskeið þannig að þessi miðstöð gefur mikla möguleika. Þarna eru 350 fastir starfs- menn og um 300 gestir á hverjum tíma. Þarna er áfengi ekki haft um hönd og menn eru samankomnir til að kynnast sjálfum sér og öðrum og vera í nærandi og græðandi umhverfi. Nú eru þrír íslending- ar á leiðinni þangað og verða þar í þrjá mánuði hver á námskeiði sem heitir Spir- itual Lifestyle Training. Þeir fá að borga fýrir dvöl sína með vinnu en einn þeirra er þekktur íþróttamaður, annar hefúr verið í jóga og þriðji maðurinn er mikilsmetinn kokkur. Þessir menn finna að kærleikurinn er allt og þeir vilja finna kærleikann í sjálf- um sér. Þarna kynntist ég Christine og Paul Deslauriers sem hafa verið hér heima undanfarið að halda námskeið í stórfýrir- tækjum á borð við Heklu og Hagkaup. Markmið þeirra er að boða kærleik og þau kjósa að byrja þar sem völdin eru — hjá forstjórum stórfýrirtækja. Það fer enginn út í heim til þess að boða ffið með barefli. Hann verður að kveikja frið í eigin hjarta og þá fýrst verður ffiður í kringum hann. Þetta eru litlir, ljúfir, ein- faldir hlutir og þeir byggjast allir á kærleik. Þú uppskerð eins og þú sáir. Á hverju byggist það kerfi sem þú kennir? Ég hef þróað kerfi þó ég hafi ekki gefið því neitt nafn og það hefúr fýrst og ffemst með líkamsvitundina að gera. Líkaminn hugsar ekki sjálfstætt. Allt sem gerist er huglægt. Allt sem gerist í skrokknum er eitthvað sem þú hefúr sjálf skapað. Þú ert skaparinn. Það er ekkert annað til. Það verður enginn sveigjanlegri í líkamanum en hann er í huganum. Þetta er það sem ég vinn með og það sem ég nota til þess eru líkamsræktaráhöld, teygjur, bönd, jóga og kerfi sem heitir Feldenkrais. Það er mis- jafnt hvað fólk er tilbúið að gera þetta hratt. Ég vinn með hverjum einstaklingi á þeim hraða sem hann er tilbúinn að vinna á. Ég geri ekkert fýrir einn né neinn annað en að leiðbeina. Hver og einn uppsker fýr- ir sig það sem hann leggur af mörkum. Ertu þá ekki að kenna líkamsrækt? Vissulega kenni ég líkamsrækt en með það fýrir augum að líkaminn verði þinn eigin þjónn. Ekki einhver egóistísk stytta. Ég vil að fólk verði sveigjanlegt eins og öspin en ekki stíft eins og eikin því öspin beygir sig og sveigir en eikin brotnar! Þungamiðjan í því sem ég geri er þess vegna að kenna fólki bókstaflega að vera í líkamanum og nota líkamann. Ég kenni fólki að skoða viðnámið og spennuna sem á sér stað í líkamanum, skoða hvernig það stendur, er það með höfúðið á undan sér eða herðarnar yfir brjóstinu eða brjóstið spennt upp eins og dúfa? Skoða ósjálfráðu viðbrögðin í líkam- anum; ég sýni fólki hvernig það keyrir sjálft sig í handbremsu! Hvað notarðu til þess ama? Bara einstaklinginn gagnvart sér — hans eigið fas. Hann notar síðan ábendingar mínar, sem eru gefnar alveg án dóms, tii þess að laga það sem betur mætti fara. Ef of mikið eða of lítið er af einhverju verður röskun. Ameríkaninn kallar það „dis-ease“ sem á ekkert skylt við „sjúkdóm", heldur bara ójafnvægi. Við segjum „sjúkdómur". Þar af leiðandi gefum við yfirlýsingu. Því fólk er það sem það trúir og það býr sér jafnvel til sitt eig- ið ferli í framhaldi af „sjúkdómsgreiningu" og álítur „dóminn" þar með fallinn. En þegar við tölum um að fólk „læknist" af einu eða öðru, þá er það viðkomandi sem leyfir sér að verða heill. Sem betur fer er tilveran að vakna til vit- undar um að allt er þetta huglægt, að ef þú ætlar að breyta einhverju í líkaman- um þá verður það að fara í gegnum hugann. Heili okkar er ekki annað en afar kraftmikil tölva. Það þýðir að við göngum ekki lýrir neinu öðru en forritum. Strax í móðurkviði mettumst við af því tilfinn- ingaflæði sem á sér stað hjá foreldrum okkar. Þau samskiptamynstur sem við síð- an lærum í bernsku verða svo að því forriti sem stjórnar öllum okkar viðbrögðum. Sálfræðingurinn Karen Horney 22. TBL 1989 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.