Vikan


Vikan - 02.11.1989, Blaðsíða 24

Vikan - 02.11.1989, Blaðsíða 24
LEIKLI5T „ÉG KEM ÖRUGGLEGA TIL ÍSLANDS" segir kvikmyndaleikarinn Jon Voight í einkaviðtali Vikunnar TEXTI: BJARNI ÞÓR HAUKSSON MYNDIR: BJARNI ÞÓR HAUKSSON OG FLEIRI Blaðamaður Vikunnar var á ferð með Áma Samúelssyni kvikmynda- húsaeiganda í innkaupaferð í Los Angeles — á hinum svokallaða Amer- ican Film Market. Kvikmyndaleikar- inn frægi, Jon Voight, var staddur þar til að kynna nýjustu myndina sína, Etemity, en hann og Ámi kynntust í gegnum viðskipti og em nú ágætis vinir. Jon féllst á að veita blaðamanni viðtal og á hótelher- bergi í Los Angeles segir Jon Voight frá því hvemig ferill hans hófst, mis- tökum sínum og hvað verðandi leikarar þurfa að haf'a til að bera til að ná langt. J[" on Voight fæddist í New York árið 1938, í þeim borgarhluta sem heitir I Yonkers og er stutt frá Manhattan. Hann ólst þar upp í faðmi fjölskyldunn- ar sem veitti honum aðhald og hlýju öll uppvaxtarárin, ásamt góðu lífi að öðru leyti því faðir hans var atvinnumaður í golfi og því í góðum efnum. Jon fékk ungur áhuga á teikningu og myndlist og ætlaði sér að verða mynd- listarmaður. Það sem upphaflega vakti áhuga hans á teikningu voru teiknimynda- sögur í myndablöðum sem hann komst yfir í sælgætisverslun ömmu sinnar. Þessi sælgætisverslun var í hverfinu sem hann bjó í þannig að honum gáfust mörg tæki- færi til að eyða þar drjúgum hluta úr deg- inum yfir teiknimyndasögunum. Hann velti því mikið fyrir sér hvernig teiknar- arnir bæru sig að við að teikna ákveðna hluti og varð pirraður ef hann gat ekki leyst þá gátu. Þegar hann eltist fékk hann áhuga á ýmsum öðrum miðlum, eins og t.d. kvik- myndum, en þannig var að faðir hans kom á hverjum mánudegi og sótti hann og bræður hans, Barry og Westley, í skólann og saman fór svo fjölskyldan í bíó. Þá tíðk- aðist ekki sama poppkomsmenning í kvik- myndahúsum og nú heldur hafði móðir hans smurt þeim samlokur og voru þær síðan snæddar í hléinu. Strax á unglings- árunum fór hann að gera sér grein fyrir því hversu sterkur miðill kvikmyndir eru. Hann varð hugfanginn af mörgum Ieikur- um og reyndi að leggja á minnið mörg nöfh, aðallega þó á leikstjórum. Hann fann að þarna var eitthvað sem hann hafði virki- legan áhuga á og langaði til að kynnast betur. Og það var á þessum ámm sem hann komst að þeirri niðurstöðu að listmálun væri ekki nægilega áhrifamikill miðill til að ná til fjöldans. Myndlistin kom honum i tengsl við leiklistina Þegar blaðamaður spurði hann hvernig hann hefði byrjað feril sinn sem leikari svaraði hann: „Reyndar var það nú mynd- listin sem kom mér í tengsl við leiklistina." Þetta gerðist þegar hann var í grunnskóla, en þá var hann aðstoðarmaður leikmynda- teiknara í skólasýningu. Dag einn forfallað- ist leikarinn sem átti að leika aðalhlutverk- ið og þá var Jon beðinn um að hlaupa í skarðið. Hann var því algjörlega mótfallinn í fyrstu, sem voru nú dálítið einkennileg viðbrögð því hann vissi að þetta væri gott tækifæri fyrir sig, enda lét hann að lokum tilleiðast og hefúr ekki séð eftir því. Raun- 24 VIKAN 22. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.