Vikan


Vikan - 02.11.1989, Blaðsíða 26

Vikan - 02.11.1989, Blaðsíða 26
LEIKLI5T „Ami Samúelsson í Bíóhöllinni er góður vinur minn og stuðningsmaður," segir Jon Voight. Jafnvel misheppnaðar myndir eru mikilvægar Hver af hinum mörgu myndum sem þú hefur leikið í um ævina hefúr gefið þér mest og hverri manstu best eftir? „Ég hef alltaf sett mig vel inn í það sem ég er að vinna við hverju sinni og ég hef alltaf hlakkað mikið til að takast á við hvert nýtt verkefni sem í vændum er og tekið hverja kvikmynd alvarlega. Þegar ég lít til baka spyr ég sjálfan mig oft hvers vegna ég hafi tekið þetta ákveðna verkefhi að mér og hvað það hafi verið við handritið og fólkið sem ég vann með sem var svona sérstakt. Yfirleitt hefúr svarið alltaf verið á einn veg: Mér fannst ég geta sagt fólki eitt- hvað með leik mínum í viðkomandi kvik- mynd. Ég hef verið heppinn með kvik- myndir og alltaf fúndið eða verið boðið eitthvert verkefni sem mig hefur langað til að takast á við. Þegar ég skoða vinnu mína síðastliðin ár get ég líka sagt: Svona vildi ég gera þetta og svona gerði ég það. Þrátt fyrir að flestar myndir mínar hafi náð hylli almennings hef ég aldrei ofmetnast heldur sagt við sjálfan mig að ég hafi haft á réttu að standa. Fólk hefúr sýnt greinilegan áhuga á því að fá að vita þetta. Auðvitað er velgengnin ánægjuleg og góð en ég er líka þakklátur fólkinu fýrir að hafa skilið hvað ég var að túlka. Þegar árangur næst verður maður þakk- látur og sáttur við sjálfan sig og veit þá líka að öll sú mikla vinna sem liggur að baki verkinu var þess virði að leggja á sig. Kvik- myndir eins og Midnight Cowboy, Com- ing Home, The Champ og Runaway Train eru allar mjög áhrifaríkar enda liggur ómæld vinna að baki þeim. Ég lék líka í myndum sem urðu ekki jafú vinsælar en nógu margir sáu til að gera mig ánægðan þó að ffamleiðendumir hafi ekki verið sammála. Ég hef líka leikið í myndum sem algerlega misheppnuðust hvað aðsókn varðar en þó finnst mér að þar hafi ég eins og í hinum myndunum verið að segja eitt- hvað ákveðið og því er ég ánægður með þær að vissu leyti. Ég hef einnig átt þátt í gerð kvikmynda alveg ffá upphafi, einfald- lega vegna þess að mér hefúr þótt handrit- ið og söguþráðurinn bjóða upp á það að úr mætti gera góða kvikmynd. Þannig var þetta t.d. með Midnight Cowboy. Sú mynd átti aldrei að fara í ffamleiðslu en það var aðallega vegna þrekvirkis okkar Dustin Hoflfnan að hún var á endanum fest á filmu. Eins og kom í ljós gekk myndin feiknavel og var tilnefúd til óskarsverð- launa. Núna, þegar ég er spurður hvort ég vilji leika í kvikmynd sem er lík þeim fyrri sem ég hef leikið í, afþakka ég yfirleitt boðið mjög kurteislega. Ástæðan er einfaldlega sú að ég lít á leikferil minn sem klifúr upp á við og því vil ég takast á við ný verkefúi. Mér finnst alltaf gaman að takast á við eitt- hvað nýtt enda finnst mér að lífið eigi að vera þannig. Og ef á heildina er litið finnst mér ég hafa gert margt skemmtilegt um ævina. Ég er þó ánægður með að þurfa ekki að ganga í gegnum þetta allt saman aftur heldur leita á mið nýrra verkefna." Alltaf viljað vera öðrum að liði Um hvað Qallar Eternity, nýjasta kvik- mynd þín? „Það er kannski einfaldast að lýsa henni með orðunum sem slegið er upp í auglýs- ingu hér á kvikmyndamarkaðnum í Los Angeles: Karma. Dejavu. Endurholdgun. Stjörnuáætlun. Sálarundur. Guðskraftur- inn. Er þetta allt satt? Etemity = Eilífð. Hvað á þetta allt saman að þýða? gæti maður spurt sjálfan sig. Hvað er það sem gæti hugsanlega búið yfir öllu þessu? Fyrir- „Mest hef ég lært af þeim mistökum sem mér hafa orðið á.“ bæri sem þessi fyrirfinnast eflaust í hugum okkar allra því fólk er nú orðið mjög opið fyrir alls konar upplýsingum £rá öllum heimshornum og um leið mismunandi hugmyndafræði. Hvers vegna veit ég ekki. Ég veit ekki af hverju ákveðnir hlutir ger- ast á ákveðnum tíma í sögunni en núna á þessum tíma, í okkar sögu, í okkar lífi og á okkar plánetu, eru margir sem hafa ákveðnar skoðanir á þessum yfirskilvitlegu hugtökum. Margar þessara skoðana eru auðsjáanlega kjánaleg nálgun á þessum yfirskilvitlegu fýrirbærum og eru sýnilega misnotaðar því þær virðast ekki hafa bæt- andi áhrif á mannkynið. Margir eru að gaspra um þessa hluti en virðast einungis hafa það ömurlega markmið að græða á þessu og um leið krefjast þeir að fólk líti sömu augum á þessi mál og þeir gera. Nú eru til mjög margar bækur sem fjalla um yfirskilvitleg fýrirbæri, það sýnir að það er greinilega mikill áhugi á þessum málum. Hvað sjálfan mig varðar hefúr þessi kvikmynd haft mjög mikil áhrif á mig. Til- finningar mínar til þessarar myndar eru sterkari en þær hafa verið fyrir nokkru öðru verki sem ég hef átt þátt t áður. Eins og ég sagði fyrr þá langaði mig strax bam að aldri að geta miðlað upplýsingum til fólks. Þó gerði ég mér í upphafi ekki Ijóst að það væri ástæðan fyrir því að ég fór í leiklistina. Samt hefur verið boðskapur í öllum myndunum sem ég hef leikið í sem mig hefúr langað að koma á framfæri. Og þegar ég lít til baka hugsa ég: „Einmitt, allt þetta hefur leitt til þess sem nú er að ger- ast og nú skil ég af hverju.“ Mig hefúr líka alltaf langað til að vera maður sem getur orðið öðrum að liði í lífinu. í myndinni koma fram margar hug- myndir sem ég hef verið að velta fyrir mér og ég held að ég sé búinn að melta þær nægilega til að geta miðlað þeim. Þetta er skemmtileg mynd sem vonandi snertir fólk, því hún er í raun rómantísk ástarsaga \ 26 VIKAN 22. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.