Vikan - 02.11.1989, Blaðsíða 60
Hljómsveitin Fairground
1 Attraction, sem vakti
mikla athygli í fyrra fyrir
skemmtilegt gamaldags „sound“
og þó sérstaklega lagið Perfect,
er nú hætt störfum og mun ekki
taka upp þráðinn að nýju.
Ástæðan er víst sú að söngvari
bandsins, Eddi Reader, lenti í
hörkurifrildi við lagasmiðinn
Mark Nevin um daginn við
vinnu í hljóðveri og enduðu
ósköpin með samstarfeslitum.
Johnny Hates Jazz hefúr nú
orðið sér úti um nýjan
songvara í stað þess gamla
(Clark Datchler) sem ætlar að
reyna fyrir sér einn síns liðs. Nýi
maðurinn heitir Phil Thornalley
og hefur hann getið sér gott orð
fyrir útsetningar á lögum The
Cure, Robbie Nevill og Prefáb
Sprout. Fyrsta lag Johnny Hates
Jazz með Phil innanborðs er
Turn the Tide sem ætti að vera
farið að heyrast í viðtækjum les-
enda.
TEXTI: ANNA BJÖRK
Skosku drengirnir í Wet Wet
Wet hafa nú lokið upptök-
um á nýrri breiðskífu sem vænt-
anleg er í verslanir innan tíðar.
Ber hún nafhið Hofding Back
the River.
Söngkonan Karyn White, sem einna þekktust er fýrir lögin
Superwoman og Secret Rendezvous, er svo sem enginn
nýgræðingur í poppbransanum því áður söng hún gjarnan
bakraddir hjá þekktum köppum eins og Julio Iglesias hinum
spænska, Commodores ljúflingunum og Ray Parker Jr.
Michael Hutchence, sæti
söngvarinn úr áströlsku
hljómsveitinni Irtxs, er nú að
sjóða saman nýja grúppu sem
hefur hlotið nafhið Max Q.
Michael er þó ekki hættur í Inxs
heldur aðeins í fríi. Hann segist
iða af sköpunarþrá og hann
langi til að gera öðruvísi hluti í
tónlistinni. Max Q á því að svala
þessari fýsn hans og uppfylla
leynda drauma. Michael vill
ekki að mönnum detti Inxs í
hug í hvert sinn er hann birtist
og hefur því gjörbreytt útliti
sínu. Nú er hann næstum sköll-
óttur eftir að hafa losað sig við
hnetubrúna slöngulokkana.
Synd og skömm!!
POPP
Þreyttir ökumenn geta
hreifilega sofnaö undir
stýri. Ég skil aö þaö
geti verið hættulegt!
58 VIKAN 22.TBL