Vikan


Vikan - 22.03.1990, Side 8

Vikan - 22.03.1990, Side 8
Bretarnir Gerald Brosseau Gardner (vinstri) og Alex Sanders (hægri) eru upphafs- menn nornahreyfinga tuttugustu aldarinnar. í dag er talið að rúmlega 30.000 manns leggi stund á nornagaldur í Bretlandi einu saman. andi hætti námi og flutti heim. Við bjugg- um í ágætri íbúð í nágrenni skólans. Eg réð ekki við að borga húsaleiguna eftir að ég var ein og sá ekki fram á annað en að þurfa að hverfa frá námi. En þegar neyð- in er stærst er hjálpin næst. Ég rakst á auglýsingu þar sem auglýst var rúmgott herbergi með aðgangi að öllum þægind- um. Leigusalinn reyndist vera elskuleg eldri kona sem bauð mér herbergið fyrir mjög sanngjarna leigu. Ég var í sárum eftir skilnaðinn og hefði ekki getað staðið undir þeim kröfum sem til mín voru gerðar, hefði þessi góða kona ekki tekið mig upp á arma sína í orðsins fyllstu merkingu. Hún reyndist mérsem móðir. Fljótlega fann ég að frá henni stafaði óvenjumikill kraftur og hún virtist alltaf eiga svör á reiðum höndum við öllum mínum vandamálum. Svo var það eitt kvöld að hún spurði mig hvort ég vildi að hún kenndi mér nornafræði. Ég hélt satt að segja að það hefði slegið út í fyrir gömlu konunni en henni var fyllsta al- vara. Ég ákvað að láta slag standa. Og á ótrúlega stuttum tíma náði ég mínu fyrra andlega þreki og gott betur. Þegar ég lauk síðan námi var ég mjög efins hvort ég ætti að flytja heim en reglan ráðlagði mér eindregið að fara og stofna deild hér á landi. Þetta hefur síðan þróast smátt og smátt og nú erum við orðin níu í íslensku reglunni. Tveir komu vígðir til landsins, hin hafa vígst hér heima." Hvað var það nákvæmlega sem þessi norn kenndi þér? „Eins og sagði þér áðan er þetta leyni- leg regla þannig að ég get ekki farið út í smáatriði. Á fyrsta stigi er nýnemum kennt að beisla þá orku sem allir menn búa yfir og nota hana sér til framdráttar. Einnig er lögð rík áhersla á að efla sjálf- stæði einstaklingsins. Eins og Aleister Crowley sagði: „Sérhver maður og kona er stjarna." “ Hvað hefur íslenska nornafélagið starfað lengi og hvers konar fólk tekur þátt í starfsemi þess? „íslenska reglan hefur nú starfað í rúmlega sjö ár. Eins og áður sagði eru ■ „Satan er ekki óvinur mannsins heldur líf, Ijjós og unaður. Hann er uppspretta alls þess sem vert er að sækjast eftir. Máttur hans gerir menn heila.“ „Gjör þú vilja þinn skal lögmálið allt“ eru kjörorð íslensku nornareglunnar. Þetta málverk heitir „ísis afhjúpuð“ og var mál- að árið 1954 af Austin Osman Spare. Austin Spare var um tíma náinn sam- starfsmaður Aleister Crowley en þróaði síðan sitt eigið iðkunarkerfi sem hann nefndi Zos Kia Cultus. níu fullgildir meðlimir i reglunni, þrír karl- menn og sex konur. Flest af þessu fólki hefur lokið háskólanámi og um helmingur hópsins starfar sjálfstætt, það er rekur eigið fyrirtæki eða þjónustu á sínu sér- sviði. Við hittumst yfirleitt einu sinni í mánuði til þess að stunda fræðin og einn- ig í minni hópum ef sérstakt tilefni gefst til. Samskipti okkar eru eingöngu bundin starfsemi reglunnar. Einstaklingar innan hópsins hittast aldrei yfir kaffibolla eða til þess að fara saman í leikhús. Slíkt væri brot á siðareglum félagsins. I Bretlandi er talið að um 30.000 manns taki þátt í starfsemi félaga sem eru af svipuðum toga og íslenska nornareglan. íslenska reglan er hins vegar mun lokaðri en sam- bærilegar reglur erlendis, sem sést á því að þetta er í fyrsta sinn sem minnst er á íslensku nornaregluna opinberlega." Þið voruð með mynd af geit og kross sem var á hvolfi á miðju altari. Nú hefur geitin lengi verið tengd hugmyndum manna um djöflinn. Eru þið djöfladýrk- endur? „Nei, ekki í hefðbundnum skilningi þess orðs. Hinn hyrndi guð, geitin, er ævafornt tákn máttar og visku. Hún er fyrir daga Krists. Kirkjan bjó síðar til hug- myndina um djöfulinn og hafði hann með horn og hala til að sverta geitina. Síðan hefur fólk ruglað þessu saman. Við tign- um guðlega veru sem Forn-Egyptar nefndu Shaitan. Kristnir menn kalla hann Satan og segja að hann sé andstæðingur mannsins. Ekkert er jafnfjarri sanni. Sat- an er ekki óvinur mannsins heldur líf, Ijós og unaður. Hann er uppspretta alls þess sem vert er að sækjast eftir. Máttur hans gerir menn heila. Við höfnum kennisetn- ingum sem gera menn bljúga og lífið gleðisnautt. Allt annað er hræsni.“ Nú hef ég lesið um að kynlíf sé snar þáttur í trúariðkunum norna. Eru kynmök hluti af vígslum reglunnar? „Kynlíf er eðlilegur þáttur ( mannlífinu. Dýrin eðla sig aðeins til að auka kyn sitt en við mennirnir höfum í árþúsundir not- að kynlíf til annars og meira. Það er eng- in tilviljun að kynlíf veitir flestum einstak- lingum mikla lífsuppfyllingu því að í þeirri fullnægju sem kynlíf veitir heilbrigðum einstaklingi kemst hann í kynni við frum- krafta sem hann getur ekki upplifað á annan hátt. Við höfum lært að nota þessa krafta á meðvitaðan og markvissan hátt.“ Þú svaraðir ekki spurningunni. . . „Jú, kynlíf er mikilvægur þáttur í vígsl- um og ýmsum öðrum helgisiðum regl- unnar.“ En notkun skynörvandi efna? „[ fræðsluefni reglunnar er fjallað ýtar- lega um jurtir og ýmsar tegundir sveppa sem nota má til þess að opna fyrir dýpri vitundarsvið hugans. Við notkun þessara jurta verður aö Krlgja ákveðnum reglum ef vel á að fara. Ahrif þeirra eru stórfeng- leg og geta verið hættuleg í sumum tilvik- um. Sum þessara efna gera okkur mögu- legt aö losa vitundina frá líkamanum og ferðast á milli staða. Þetta hafa nornir gert í aldaraðir. Til þessa má rekja hug- myndir manna um að nornir fljúgi um á 8 VIKAN 6. TBL.1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.