Vikan


Vikan - 22.03.1990, Síða 17

Vikan - 22.03.1990, Síða 17
- Nú ert þú ung og ógift kona. Hvað segirðu um frönsku karlmennina? Um frönsku karlmennina? Ég sé nú ekki, held ég, úrvalið af þeim þarna. Það eru helst sjómennirnir sem ég sé. Kannski þyrfti ég að fara oftar til Parísar til að hitta úrvalið. Mér finnst ekki að franskir karl- menn séu heifiandi eða sjarmerandi. Að minnsta kosti hef ég ekki enn hitt hinn annálaða franska sjarmör. — Nú ert þú kona í umfangsmiklu starfi. Yrði það ekki erfitt fyrir þig ef þú festir ráð þitt og stofhaðir heimili? Jú, það gæti orðið erfitt að ýmsu leyti, ekki síst ef ég byrjaði á barneignum. Þá myndi ég vilja sjá sem mest um mín börn sjálf og losna við stofhanir. Þá segir það sig sjálft að ég yrði að hætta eða alla vega minnka við mig ef það væri hægt að vinna hálfan daginn. Eins og staðan er í dag yrði þetta erfitt. Ég yrði jafhvel að finna mér eitthvert annað starf ef út í það freri. Hins vegar er ekkert slíkt á döfinni hjá mér. Ég ætla ekkert að breyta til í bili. — Er stórborgarbragur á Boulogne? Nei, síður en svo. Þar er svipað and- rúmsloft og ég get ímyndað mér að sé í ís- lensku sjávarþorpi. Borgin verkar ekki stærri á mig en það. Annars búa um 80 þúsund manns í Boulogne og nágrenni en þar sem borgin er hvorki höfuðstaður sýsl- unnar né landsins þarf að sækja mjög margt annað. — Hefurðu heimþrá? Nei, það get ég ekki sagt. Mér líkar vel þarna. Eins og ég sagði er ég búin að koma þrisvar hingað heim og þá hitti ég foreldra mína og vini. Ég er svo til á hverjum degi í símasambandi við ísland svo að það er ekkert pláss fyrir heimþrá. Ég hitti líka talsvert af íslendingum úti. Ég fór til dæm- is til Parísar fyrir fyrirtækið þegar Albert Guðmundsson varð sendiherra. Þá hitti ég marga íslendinga. Það er engin heimþrá ennþá. — Hvað um áhugamálin og frístundirn- ar? Ég hef gaman af að ferðast. Mér finnst af- skaplega þægilegt að geta farið í helgar- ferðir til Parísar og heimsótt vinafólk sem ég á þar. Þó hef ég ekki gert eins mikið að því og ég hefði viljað. Eins hef ég afskap- lega gaman af að fára dagsferðir til Eng- lands en þar á ég líka kunningja. Þá nota ég tækifærið og kaupi bækur á ensku. Mér finnst gott að lesa á ensku. Nú svo á ég vini í nágrenninu og það er farið í heimsóknir og jafnvel skroppið í bæinn og farið út að borða eða farið á kaffihús. Það er gaman að þess háttar. - Frakkar eru ólíkir okkur, er það ekki? Frakkar eru mjög örir. Það kemur til dæmis mjög oft fýrir þegar ég er í síma- sambandi við ísland og sambandið er slæmt að ég þurfi að taka fýrir tólið og biðja fólkið um að hafa hljótt um sig á meðan. Þeir eru mjög gjarnir á að hækka róminn og eru yfirleitt mjög fasmiklir. í fljótu bragði virðast þeir því mjög ólíkir okkur. En svo eru þeir að ýmsu öðru leyti mjög líkir okkur. Þeir trúa til dæmis á margt yfirnáttúrlegt og það er mikið um að þeir fari til spákvenna og þá jafnt konur og karlar. Þeir fara jafhvel mjög reglulega. Það er mjög spáð í stjömumerkin og mikið spáð í persónuleika þeirra sem bera viss nöfn og mikið gefið út af bókum um slíkt. Heiti menn til dæmis Jón eðajean er talið að þeir hafi nokkuð svipaðan persónu- leika, hversu langt sem það nær. Þeir trúa á þetta en síður á álfa og huldufólk eins og við gerum. Það er líka minna um að fólk trúi á líf eftir dauðann og endurholdgun og þess háttar. Alls konar spádómar lifa góðu Iífi og Frakkar trúa á þá. Frakkar eru mjög hláturmildir og örir, en fljótir að skipta skapi. Þeir eru til dæmis fljótir að slá til barna, hvort sem er úti á götu eða inni á heimilunum. Þeir refsa ansi mikið og öskra þá frekar en að ræða málin. Þeir eru mjög skapmiklir margir hverjir. Annars hef ég það gott þarna. Ég hef mína eigin íbúð og ágætar aðstæður. — Hvað um skemmtistaði? Er þar svipað andrúmsloft og hér heima? Ég hef eiginlega lítinn samanburð. Ég er ekki mikið fyrir böll, hvorki þarna úti eða hér heima. Mér þykir meira gaman að vera í Iitlum vinahópi á litlu kaffihúsi eða í góð- um félagsskap í heimahúsum. Ég er því ekki dómbær á slíkt. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei farið á ball í Frakklandi. — Það hefur komið fram að þú ert Reyk- víkingur, en hverra manna? Móðir mín heitir María Guðmundsdótt- ir og er Reykvíkingur en að hálfu leyti ætt- uð vestan úr Bolungarvík og að hálfu leyti úr Kjós. Faðir minn heitir Sigurgeir Bjarni Guðmundsson. Hann er líka Reykvíkingur en á ættir að rekja til ísafjarðar. Margir kannast vafalaust við þau bæði úr íþrótta- hreyfingunni. — Og að lokum snúum við okkur aftur að fiskinum. Hver verður þróunin í ffarn- tíðinni þegar við göngum inn í stærri efha- hagsbandalög? Verða viðskiptin með fersk- an fisk þá ekki greiðari og mun ferski fisk- urinn ekki standa fyrir sínu? Ég hef trú á að jákvæð þróun verði í við- skiptum með ferskan fisk í ffamtíðinni: Það sem er erfiðast eru háir tollar og há flutningsgjöld. Það er útlit fyrir að þetta gangi allt greiðar í ffamtíðinni ef fiskveiðar og fiskvinnsla eykst. Flutningskostnaður er enn mjög hár. Núna þurfum við að flytja fiskinn fýrst til Englands og síðan til Frakk- lands og það er mjög dýrt. Þetta er þannig enn of dýrt og erfitt en ég vona að í fram- tíðinni verði flutningarnir ódýrari og hag- kvæmari og gangi greiðar fyrir sig. — Er fiskur dýrari út úr búð í Frakklandi en til dæmis nautakjöt og kjúklingar? Ég held það sé mjög svipað. Annars fer það auðvitað eftir því um hvaða fiskteg- und er að ræða. Matur er reyndar yfirleitt ekki mjög dýr í Frakklandi. — Hvaða hugmyndir hafa Frakkar um fisk sem mat? Hann er fýrst og frernst talinn hollur og svo þykir þeim hann líka góður. Svo eru Frakkar kaþólsk þjóð að mestu leyti og mikil venja að fólk borði fisk á föstudögum en ekki kjöt. Það er að minnsta kosti þann- ig á mjög mörgum heimilum. Með þessum orðum þökkum við Rann- veigu Sigurgeirsdóttur fýrir spjallið og óskum henni góðs gengis á framabrautinni í fiskviðskiptum í ffamtíðinni. ■ Um frönsku karl- mennina? Ég sé nú ekki, held ég, úrvalið af þeim þarna. Það eru helst sjómennirnir sem ég sé. Kannski þyrfti ég að fara oftar til Parísar til að hitta úrvalið. ■ í Boulogne er svipað andrúmsloft og ég get ímyndað mér að sé í íslensku sjávarþorpi. Borgin verkar ekki stœrri á mig en það. ■ Frakkar eru mjög hláturmildir og örir, en fljótir að skipta skapi. Þeir refsa ansi mikið og öskra þá frekar en að rœða málin. Þeir eru mjög skapmiklir margir hverjir. ■ Ég hef trú á að jákvœð þróun verði í viðskiptum með ferskan fisk í framtíðinni. Það sem er erfiðast eru háir tollar og há flutnings- gjöld. Það er útlit fyrir að þetta gangi allt greiðar í framtíðinni ef fiskveiðar og fiskvinnsla eykst. 6. TBL. 1990 VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.