Vikan - 22.03.1990, Qupperneq 20
\
Lambakótilettur
í soyasósu
Fyrir 2
Höfundar: Ásgeir Erlingsson
Jóhann Jacobsson
Kjöt
HRÁEFNI:
AÐFERÐ:
8 lambakótilettur
1/2 dl soyasósa, eða eftir smekk
2 dl rjómi
hrísgrjón, krydduð
Helstu áhöld: Panna, hnífur,
bretti
Ódýr H Auðveldur Ixi Heitur la
Kaldur □ Má frysta □ Annað:
■ Mesta fitan fjarlægð af kótilettunum og þær snyrtar til. Síðan eru þær
steiktar á pönnu. Teknar af pönnunni og geymdar á heitum stað.
■ Rjómanum er hellt á pönnuna og hann soðinn niður um helming.
■ Soyasósu er bætt út í, eftir smekk og blandan látin sjóða við vægan hita
í smá stund. Bragðbætt með salti og pipar eftir smekk.
■ Ath. gott er að setja lambakjötssoð út í sósuna ef það er til.
■ Sósunni hellt á tvo heita diska og kótilettunum raðað ofan á. Borið fram
með soðnum hrísgrjónum sem krydduð eru eftir smekk.
Rjóminn sem fæst á íslandi er oft ekki nógu góður og því er ekki alltaf hægt
§ að sjóða hann niður. Þess vegna þarf stundum að þykkja sósuna með
$ maizena.
LL
LU
_l
Œ
o
—i
X
w
o
z
o
<
2
Fiskisúpa
Fyrir 6-8
Höfundar: Ásgeir Erlingsson
Jóhann Jacobsson
Súpa
HRÁEFNI:
AÐFERÐ:
1 bolli laukur, saxaður
V3 bolli hvítvín
2 bollar sellerí og gulrætur, julienne
1 I fiskisoð
Vi bolli rjómi
1 msk karrí
smjör
4—5 eggjarauður
Helstu áhöld: Pottur, pískari, skál,
bretti, hnífur
Ódýr □ Erfiður □ Heitur Sl
Kaldur □ Má frysta □ Annað:
■ Laukurinn er hitaður í smjöri á pönnu. Þá er fiskisoðinu hellt út í ásamt
sellerí og gulrótum sem skornar eru í þunnar ræmur (julienne) og soðið í
10 mínútur. Hvítvíninu bætt í og suðan látin koma aftur upp.
■ Tekið af hitanum og eggjarauður, sem búið er að blanda karríi og rjóma
saman við (nota má fleiri eða færri eggjarauður eftir smekk), pískaðar sam-
an við. Hitað alveg að suðu, en gæta verður þess að súpan má alls ekki
sjóða eftir að eggjarauðurnar koma út í, því þá skilur hún sig.
■ Gott að krydda með karrí og svörtum pipar.
■ Ef vill má setja fiskbita í súpuna og þá eftir smekk.
CE
O
~3
X
w
z
o
<
2