Vikan - 22.03.1990, Page 24
Sigríður Unnur Jónsdóttir athugar rúm í herbergið sitt í versluninni Nýform í Hafnarfirði.
að fyrsta sem
blaðamanni lá á
hjarta var að vita
hvers vegna þau
væru að láta ferma sig. Það
stóð ekki á svörunum. „Við
erum að staðfesta skírnina
og ganga inn í kristinn
söfhuð,“ sögðu piltur og
stúlka nær einum rómi. Þar
sem þau voru ekki í nein-
um vafa um hvers vegna
þau væru að fermast lá
beinast við að spyrja hvort
þau færu oft í kirkju. „Nei,
það gerum við frekar
sjaldan," sögðu flest. „Það
er aðallega á jólunum,"
sagði einn pilturinn í hópn-
um og hinir hlógu ffekar
skömmustulega. Þá var
spurt hvort ekki stæði til að
bæta úr því þegar þau væru
búin að ffæðast meira um
kristindóminn hjá prestin-
um og staðfesta trú sína op-
inberlega. „Það getur vel
verið,“ sagði einn piltanna.
„Það veit ég ekki,“ sagði
annar. „Það verður bara að
koma í ljós,“ sögðu hin. „í
mesta lagi einu sinni í mán-
uði, jafhvel aðeins á fimm
mánaða lfesti.“ Þá langaði
blaðamann að fá að vita
hvort þau færu með bænir
og hvort þau gerðu það
reglulega. ,Já, stundum,“
sögðu tvær stúlkur. „Af og
til,“ sagði einn drengjanna
og hin virtust gera það
nokkuð reglulega.
Höfðu þessi tilvonandi
fermingarbörn verið við-
stödd fermingu áður? Öll
höfðu verið við fermingu
áður, fyrir utan þrjú sem
ekki höfðu verið við at-
höfhina en farið í veisluna.
Hvernig finnst hinum þessi
athöfh? „Okkur finnst hún
allt of þunglamaleg og við
myndum vilja stytta hana
til muna,“ sögðu flest.
Aðstandendur allra ferm-
ingarbarnanna ætla að
halda þeim veislu og töldu
flestir krakkanna að um
fimmtíu til sjötíu gestum
yrði boðið. Myndu þau
halda upp á ferminguna á
annan hátt en tíðkað er nú,
ef þau mættu ráða? „Það
væri hægt að gera margt
annað ef til væru nægir
peningar," sagði dökkhærð-
ur piltur í hópnum. „Ég
myndi vilja að allir krakk-
arnir, sem fermast saman,
færu til sólarlanda og þar
væri haldið stórt og mikið
teiti.“ Þetta leist krökkun-
um vel á og fannst frumleg
tillaga. „Hvers vegna getum
við ekki farið í ferðalag
saman eins og aðrir sem
fara í skólaferðalög?“ sagði
ein stúlknanna.
Hvað finnst ykkur um
áfengi í veislunni?
Allir voru sammála um
að vín passaði ekki í ferm-
ingarveislum og tvær stúlk-
ur sögðu að þær vildu alls
ekki hafa það í sinni veislu
vegna þess að það tilheyrði
ekki við þetta tileftii. Blaða-
maður sagði þá að vín væri
drukkið í kirkjunni þegar
gengið væri til altaris og
spurði hvort það breytti
engu um afstöðu þeirra til
áfengis í veislunni. Því var
svarað að bragði, að notkun
vínsins þá væri af allt öðr-
um toga en vanalega því
þar væri um táknræna at-
höfn að ræða og með því
var umræðan um þetta mál-
efni afgreidd.
Hvað finnst tilvonandi
fermingarbörnum um gjafir
af þessu tileftii?
Fyndist þeim rétt að
þeim væri sleppt? „Ég sé
ekkert að því að fermingar-
börnum séu gefnar gjafir,“
sagði einn piltanna. „Það er
ekkert athugaverðara en að
gefa jólagjafir og aðrar
gjafir," tóku þrjár stúlkn-
anna undir.
Hvað langar ykkur að
fa í fermingargjöf, til
dæmis frá þeim sem slá
saman eða foreldrum
ykkar, sem gefa ykkur
dýrari gjafir en aðrir?
Einn piltur í hópnum
sagði að hann hefði þegar
fengið fermingargjafirnar
frá foreldrum sínum. „Þau
gáfú mér skrifborð, kom-
móðu og hillur og munu
sennilega gefa mér eitt-
Stefán Ingi, Jóhannes Bragi og Sigríður Unnur fyrir utan Víð-
istaðakirkju í Hafnarfirði.
22 VIKAN 6. TBL.1990