Vikan


Vikan - 22.03.1990, Side 29

Vikan - 22.03.1990, Side 29
DALEIÐ5LA fremur en annarri meðferðartækni á sviði sállækninga. Oft er æskilegt að beita við- talstækni án þess að dáleiðslu sé þörf. Einnig er hugsanlegt að beita dáleiðslunni einvörðungu eða að hluta, í tengslum við aðra sálffæðimeðferð. Hvert sækja menn nám í dáleiðslu? — í evrópskum háskólum er dáleiðsla ekki sérstakt fag ef undan er skilinn há- skólinn í Veróna á Ítalíu. Þar hefur verið stofnað til prófessorsembættis í dáleiðslu. Sums staðar annars staðar er hún tvinnuð inn í nám í læknisfræði og sálfræði. Til að öðlast markvissa þjálfun og kunnáttu í dá- leiðslu hafa menn því þurft að sækja nám- skeið á vegum ýmissa viðurkenndra sam- banda er taka að sér að mennta fólk á þessu sviði. Stærstu hóparnir, sem hagnýta sér þessa þjálfun, eru læknar, geðlæknar, sálfræðing- ar, tannlæknar, meðferðarþjálfaðir félags- ráðgjafar og sjúkraþjálfarar. Þróun dá- leiðslunnar er víða mun lengra komin en hér á landi. í Svíþjóð er nám í dáleiðslu til að mynda mjög vel skipulagt. Hverjir mega stunda dáleiðslu hér á landi? — Á íslandi eru engin lög til um dá- leiðslu. Hér gilda aðeins almennar siða- reglur innan ákveðinna stétta, eins og sál- fræðinga. Víða erlendis eru engar réttar- reglur til á þessu sviði. Má sem dæmi nefha England en þar er dáleiðsla mjög mikið notuð. Hins vegar er vitaskuld óheimilt að auglýsa sig sem sérfræðing á einhverju sviði ef maður er það ekki. Hvenær skilar dáleiðsla árangri? — Það er misjafnt hvað dáleiðslumeð- ferð er skjótvirk. Árangur hennar er undir mörgu kominn: Hversu flókið vandamálið er, skjólstæðingnum sjálfum, samvinnu hans og dáleiðanda og ekki síst hvernig meðferðinni er háttað. Miðað við önnur meðferðarform er dáleiðsla yflrleitt fljót- virkari, hvað sem varanlegum árangri líður. í sumum tilvikum næst varanlegur árangur á skömmum tíma. í öðrum hverfa vandkvæði einstaklingsins aðeins tíma- bundið en gera vart við sig á ný. Ávallt er hætta á því að skjólstæðingurinn rati í kringumstæður er ýfa upp gömul sár og framkalla aftur þau vandamál er glímt var við í upphafi með dáleiðslunni. Dáleiðslan er ekki ffemur en önnur meðferð óyggj- andi lausn á vandkvæðum manna. Hún er ekki galdratæki eins og trú manna var á miðöldum. Hlutverk dáleiðandans er fýrst og fremst að gera menn betur í stakk búna til að mæta erfiðleikum. Með dáleiðslu er reynt að virkja getu, þrek og aðra þá eigin- leika sem einstaklingurinn býr yfir. Til- gangur dáleiðslunnar er að fá hann til að leysa vandamálin sjálfur; gefa honum kost á að uppgötva að hann sé fær um að ráða við ýmislegt í sínu lífi sem hann hélt að hann hefði enga stjórn á. Út frá hugmyndafræði dáleiðslunnar býr sérhver einstaklingur yfir meiri þekkingar- forða og hæfhi en hann er meðvitaður um. Það er til að mynda alþekkt að fólk, sem hefur innbyrt mikla þekkingu, geti eigi nýtt sér hana þegar þörf er á, til dæmis á prófi, sakir spennu. Hér er meðvitundin um mikilvægi árangurs þrándur í götu. Ef unnt er að hjálpa einstaklingi að koma vitneskju sinni óhindrað upp á yfirborð hins meðvitaða þáttar, til dæmis með hjálp dáleiðslu, er lagður grunnur að frekari árangri. í lok meðferðar hefur einstakling- ur oft öðlast aðrar viðmiðanir og lítur öðr- um augum á þann vanda sem glímt er við. Þegar hann hefúr öðlast trú á að unnt sé að leysa vandkvæðin tel ég að árangur hafi náðst. ■ Dáleiðsla er alda- gamalt fyrirbrigði. Fundist hafa sagnir um dáleiðslu hjá Persum, Egyptum og Grikkjum til forna. Þá eru til heimildir um beitingu dáleiðslu á miðöldum. Var dáleiðslan þá oft tengd trúarbrögðum eða göldrum. Nú hafa verið gefiiar út bækur eftir fræga sálfræðinga um sjálfsdáleiðslu og námskeið verið haldin um þau efiii. Þar er mönnum gert kleift að dáleiða sjálfa sig án mikils tilkostn- aðar. Hver er framtið hinnar hefð- bundnu dáleiðslu undir handleiðslu sérfiræðinga? — Svokölluð sjálfsdáleiðsla er miklu nýrra fyrirbæri en hin hefðbundna dá- leiðsla. Til að hægt sé að hafa gagn af slíkri dáleiðslu er að mínum dómi nauðsynlegt að hljóta nokkra þjálfun eða tilsögn í hvernig eigi að nýta sér hana. Ég tel að mun þrengri hópur geti nýtt sér hana en hina hefðbundnu þar eð vissar mótsagnir eru tengdar henni. Lykillinn að dáleiðslu er að fá meðvitundina til að draga sig í hlé og auka styrk og næmi undirmeðvitundar- innar. Þar af leiðandi þarf hinn meðvitaði þáttur að slaka sem mest á. í sjálfsdáleiðslu þarf sá sem beitir henni að gera hvort tveggja að stýra henni og vera móttakandi. Slíkt getur orkað trufl- andi. Ég tel að sjálfsdáleiðslu megi einkum nota í slökunartilgangi. Þá er sá möguleiki fyrir hendi að viðkomandi tali sjálfur ákveðinn texta inn á kassettu til hlustunar. Með þeim hætti getur hann til dæmis inn- prentað sér jákvæða hugsun og dáleitt sig, þó með takmörkuðum hætti. Slík aðferð getur vissulega gegnt forvarnarstarfsemi. Hún ein nægir þó oft ekki. Á það meðal annars við er dáleiðandi þarf að grípa inn í dáleiðsluna óvænt með einum eða öðr- um hætti. Þegar glímt er við flókin vanda- mál þarf sífellt að taka tillit til nýrra um- kvartana og þróunar andlegrar líðanar sjúklingsins. Er þá þörf faglegra vinnu- bragða. í röksemdum þessum má þó finna mótsagnir. Fyrir það fýrsta er öll dáleiðsla að vissu leyti sjálfsdáleiðsla. Ekki er unnt að dáleiða einstakling án vilja og eftirgjafar hans. Þá getur dáleiðandinn, til dæmis rödd hans, orkað truflandi á sefhæmi við- komandi einstaklings. Dáleiðir þú sjálfan þig? - Ég geri það ekki að staðaldri í þeim skilningi að unnt sé að tala um markvissa dáleiðslu. Hins vegar á ég auðvelt með að komast í „trans-ástand" og finnst mér það geta verið afslappandi. □ ■ Undirmeðvitundin hagnýtir skilaboð á virkari hátt og langtum fyrr en menn héldu. ■ Til mín kemur fólk úr öllum stéttum með vandamál af ýmsu tagi. í tímans rás hefur fólk komið til mín með sífellt fjölskrúðugri vandamál. ■ Á íslandi eru engin lög til um dáleiðslu. Hér gilda aðeins almennar siðareglur innan ákveð- inna stétta, eins og sálfræðinga.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.