Vikan


Vikan - 22.03.1990, Page 35

Vikan - 22.03.1990, Page 35
sýningu að kvöldlagi og þar fór fólk úr hárgreiðslu- og hárskurðarfaginu á kost- um í atriðum þar sem danslist réð miklu og ófrýnilegar verur gerðar af meölimum í förðunarfélaginu svifu um sviö og salinn. Allt of fáir hafa getað nýtt sér hæfileika förðunarfólksins en nokkuð margir hafa kynnt sér þess list erlendis. Það var samt hárið sem flestir komu til að sjá. Þarna var tískulína framtíðarinnar, sem nemar jafnt sem útlærðir útfærðu hver á sinn máta. Svo litu menn augum allsendis kostulega útúrdúra frístæl- keppninnar. Þær greiðslur sýndu vel hug- myndaauðgi íslensks fagfólks sem hefur hendur í hári okkar - oftast á staðlaðan hátt, nema gagnvart þeim sem þora að reyna nýjungar. Fjöldi fólks, sem prófar það nýjasta, eykst með hverju árinu og því blómstrar geta starfsfólks á hár- greiðslustofum og rakarastofum viðar en í tískulínukeppni eða á frístælmótum. Terah Weeks kom hingað á vegum Se- bastian i Bandaríkjunum, sem er fram- arlega i flokki varðandi allar nýjungar i hártískunni, ekki síst hjá unga fólkinu. Vaggan vakti athygli á þessum kolli. Hugmyndaflugið skortiu ekki og deginum Ijósara að íslenskt hárgreið- slufólk er ekki við eina fjölina fellt. Dansarnir í atriði Intercouiffure voru frá Dansstúdíó Sóleyjar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.