Vikan


Vikan - 22.03.1990, Qupperneq 44

Vikan - 22.03.1990, Qupperneq 44
KVIKMYMDIR Með Dennis Hoppeer í kvikmyndinni „Hoosiers“. Gene Hackman var ásamt bekkjarbróð- ur sínum, Dustin Hoffman, tilnefnd- ur „sá leikari sem ólíklegastur væri til afreka" af Pasadena Playhouse, þar sem hann sótti tíma í leiklist á miðjum sjötta áratugnum. Núna, liðlega 30 árum og ótal hlutverkum síðar, benda kvikmyndarýnendur á hann sem dæmi um hinn fullkomna ameríska leikara, leikara sem nálgist næstum öll sín hlutverk af slíkum skilningi að hann á jafhauðvelt með að túlka stál- iðnaðarmann sem eitilharðan athafnamann. Fyrir átján árum, á meðan Hackman var að undirbúa sig fyrir aðalhlutverkið í The French Connection, sögu Will- Margar myndir sem Gene Hackman hefur leikið í hefur hann ekki nennt að horfa á sjálfur. iam Friedkin, var honum lýst í tímariti nokkru sem....stórum bangsa, náunga sem enn not- aði unglingamálfar." Ætla mætti að Hackman hefði breyst með árunum. Er hann fékk óskarinn fyrir túlk- un sína á hinum hrjúfa og orð- ljóta Popeye Doyle í The French Connection varð hann viðurkennd kvikmyndastjarna. Ef nafh hans var að flnna við miðasöluopin streymdu pen- ingar til kvikmyndaíyrirtækj- anna — og það vissi hann. Hann fór að krefjast sjö tölustafa upphæðar fyrir hverja mynd. í slúðurdálkunum var sagt að hann væri orðinn eins ákafur og Garbo að halda einkalífl sínu leyndu. Sagt var að Holly- wood væri búin að eyðileggja bangsann. „Ég er engin súperstjarna" - segir hinn hógvœri Gene Hackman KRISTINN JÓNSSON ÞÝDDI Síst af öllu kemur þó Holly- wood upp í hugann þegar menn hitta Hackman. Hann er með dálitla ístru og er óðum að fá skalla. Sé honum óskað til hamingju með myndirnar fimm, sem hann lék aðalhlut- verkið í á síðasta ári, ypptir hann öxlum og segir: „Nú, ja hérna, takk. Þetta er einstak- lega fallega sagt.“ Sló seint í gegn Sú staðreynd að Hackman gerir sér far um að vera lítillát- ur — að hann er til í að taka að sér lítil hlutverk ef um góð verk er að ræða (í mynd Warr- en Betty, Reds, lék hann rit- stjóra) — stafar ef til vill af því að hann sló seint í gegn. Hann var fertugur þegar The French Connection, var gerð. Hann rifjar upp kvöldið sem breytti lífi hans, þegar hann fékk óskarsverðlaunin. „Ég var mjög taugaóstyrkur þegar ég tók á móti verðlaununum," ját- ar hann. „Ég man ekki einu sinni hvað ég sagði." Jafhvel núna neitar Hack- man að viðurkenna þá stað- reynd að það hafi verið leikur hans sem gerði The French Connection að sígildu verki. „Ég tel í raun og veru að það sé ekki svo mjög mér að þakka hve vel tókst til þar,“ segir hann. „Þetta var verk leikstjór- ans. Það hefði hver sem er skil- að þessu hlutverki vel.“ Ein af ástæðunum fyrir vel- gengni þessarar kvikmyndar var hversu vel Hackman setti sig inn í starf og líf lögreglunn- ar í New York-borg. En núna, fullyrðir hann, er þetta öðru- vísi. „í rauninni kafa ég ekki mjög djúpt í hlutverk mín,“ segir hann. „Það er ekki mín aðferð. Ég reyni ekki að verða einhver annar. Ég reyni að vera ég sjálfur. Robert De Niro tekur hlutverk sín mjög alvar- lega og hann varð nokkuð góð- ur boxari þegar hann æfði fyrir Raging Bull. Meryl Streep, sem ég tel vera bestu núlifandi leikkonuna, er þannig líka. Eitt af því sem veldur vand- ræðum þegar maður er orðinn frægur er að það er erfiðara að rannsaka mannlífið af því að fólkið, sem ég ætla að skoða, er að fylgjast með mér. Líf mitt snýst reyndar um slíkar mann- lífsrannsóknir. Þær verða að ástríðu. Það er heillandi að fylgjast með hegðun fólks og að veita táknmáli líkamans at- hygli, hvað það er sem fólk reynir að segja með litlum hreyfingum. Ég er stundum með hatt og sólgleraugu til þess að geta gert þetta. En það er svo skrýtið að fólk er farið að þekkja baksvip minn. Ég geri ráð fyrir að ég sé búinn að leika í svo mörgum myndum að ég þekkist frá öllum sjónar- hornum." „Gerði úr mér stjörnu" Hackman snýr samtalinu aft- ur að frammistöðu sinni sem Popeye Doyle. „Ég verð að viðurkenna að The French Connection h'afði dásamleg áhrif. Hún gerði úr mér stjömu. Ég veit fólk trúir ekki hversu háar fjárhæðir mér voru boðnar aðeins vegna þess að ég var óskarsverðlauna- hafi.“ Það hafði slæmar afleiðingar fyrir Hackman að hann tók að sér hlutverk vegna pening- anna. Dæmi um slíkt er mynd- in Lucky Lady, gerð árið 1975, þar sem hann lék með Burt Reynolds og Lizu Minelli. Hann fékk 1.250.000 dollara, sem var himinhá upphæð í þá daga, fyrir að koma fram í henni. Frh. á næstu opnu 42 VIKAN 6. TBL. 199íl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.