Vikan


Vikan - 22.03.1990, Side 62

Vikan - 22.03.1990, Side 62
5MA5AC5A illa kvenna, sem báru kistur mínar á höfð- inu, og þegar ég nálgaðist gistihúsið varð ég undrandi yfir því að sjá að ég var ekki eini gesturinn. Þjónninn, Guiseppe, gamall vinur minn, starfaði nú sem dyravörður, þjónn, vinnustúlka og bryti og gerði allt saman í senn. Hann sagði mér að amerísk- ur herramaður hefði þegar búið þar í þrjá mánuði. — Er hann listmálari eða rithöfúndur eða eitthvað því um líkt? spurði ég. — Nei, signore, hann er aðeins herra. Það er undarlegt, hugsaði ég með sjálf- um mér. Á þessum tíma koma ekki aðrir ókunnugir hingað en þýskir farfuglar, sveittir og rykugir með bakpoka, og þeir eru hér aðeins yfir nóttina. Ég gat ekki ímyndað mér að nokkur hefði löngun til þess að eyða þremur mánuðum hér, nema því aðeins hann væri í felum. Skyndilega fékk ég þá kynlegu hugmynd að ef til vill væri hann bankamaður sá sem dregið hafði sér lævíslega fé í London og strokið svo með allt saman eftir að hafa sett borg- ina á annan endann. Ég ímyndaði mér að þessi dularfulli ókunnugi maður væri sjálf- ur víxlarinn. Ég þekkti hann í sjón og ég bjóst við að ég kæmi honum alveg á óvart. — Þér hittið manninn niðri við strönd- ina, sagði Guiseppe þegar ég var um það bil að fara út. Hann borðar þar alltaf. Að vísu var hann þar ekki þegar ég kom. Ég spurði hvað væri til kvöldverðar og drakk síðan einn americano sem alls ekki var verri en venjulegur kokdillir. Nokkr- um mínútum síðar kom niður eftir maður sem gat ekki verið neitt annað en gestur á gistihúsinu. Ég varð fyrir vonbrigðum andartak þegar ég sá að hann var ekki strokumaður. Þetta var hár, miðaldra maður, dökkbrúnn á litarhátt eftir að hafa dvalist allt sumarið við Miðjarðarhaflð. Andlitsdrættir hans voru fíngerðir og hann hafði fremur lítið höfuð. Hann var óvenju- lega smekklegur í klæðaburði, klæddist rjómagulum silkifötum. Framúrskarandi fallegum. Hann var berhöfðaður og grátt hárið var klippt mjög snöggt, samt var það líflegt. Það var sérkennilegur þokki yfir lfamkomu hans allri. Hann leit í kringum sig, skimandi allt í kring á þau fimm eða sex borð sem voru þarna undir hvelfing- unni. Við þau sátu þorpsbúar og spiluðu á spil eða tefldu. Augnaráð hans staðnæmd- ist á mér, hann brosti vingjarnlega og gekk í áttina til mín. — Ég hef frétt að þér séuð nýkominn til gistihússins. Guiseppe hélt að þér mund- uð ekki taka það illa upp að ég kynnti mig sjálfur þar sem hann gat ekki komið með og kynnt okkur. Angrar það yður að setjast að snæðingi með algjörlega ókunnugum? — Alls ekki, gerið svo vel, fáið yður sæti. Hann sneri sér að stúlkunni sem lagt hafði á borð fyrir mig og sagði henni á fallegri og hljómskærri ítölsku að ég ætlaði að borða með honum. Hann leit á glasið mitt. — Ég hef fengið þá til þess að flytja svo- lítið gin og ffanskt Vermouth hingað. Mætti ég gefa yður einn martini? — Jú, þakka yður fyrir. — Hann veldur því að umhverfið verður svolítið fjarrænt og litbrigði staðarins sjást betur samanborið við það sem við eigum að venjast. Hann blandaði reyndar ákaflega ljúf- fengan drykk og við snæddum með auk- inni lyst reykta svínslærið og kryddsíldina, sem var forrétturinn. Gestgjafi minn var elskulegur í viðmóti og fjörugt tal hans var mjög þægilegt. — Ég bið yður að afsaka ef ég tala of mikið, sagði hann. — Þetta er í fyrsta skipti í þrjá mánuði sem ég fæ tækiferi til að tala ensku og ég býst ekki við að þér verðið hér lengi. Ég ætla því að nota þetta tæki- feri. — Þrír mánuðir í Positano er langur tími. — Ég hef leigt mér bát, ég fe mér bað í sjónum og fer á fiskveiðar. Ég les líka mikið, hef nóg af bókum og ef það er eitthvað sem ég get lánað yður mun ég gera það með ánægju. Ég gat ekki ímyndað mér að nokkur hefði löngun til þess að eyða þremur mánuðum hér, nema því aðeins að hann væri i felum... — Ég held að ég hafi nóg að lesa. En mér þætti gaman að sjá hvað þér hafið af bókum. Það er alltaf skemmtilegt að skoða annarra manna bækur. Hann leit hvasst á mig og drap tittlinga. — Það segir mér líka mikið um yður, muldraði hann. Þegar við höfðum lokið við að borða héldum við áffam samtali okkar. Hinn ó- kunni var víðlesinn og hafði áhuga á mörg- um mismunandi málefhum. Hann talaði af þekkingu um málaralist svo að ég hélt að hann væri gagnrýnandi eða listaverkasali. En þegar í ljós kom að hann hafði lesið Svetoníus nýlega réð ég af öllu að hann kenndi við háskóla. Ég spurði hann að heiti. — Barnaby, svaraði hann. — Þetta nafn vakti fyrir skömmu mikla athygli. — Nú, já. — Hafið þér ekki heyrt um hina dáðu ffú Barnaby? Hún er landi yðar. — Ég verð að játa að ég hef séð nafn hennar í blöðunum upp á síðkastið. Þekk- ið þér hana? — Já, mjög vel. Hún hélt margar stór- kostlegar veislur fýrir skömmu og ég fór þangað í hvert skipti sem hún bað mig um það. Það gerðu allir. Hún er stórkostleg kona. Hún kom til London til þess að taka þátt í samkvæmislífinu. Það veit trúa mín að hún gerði það líka. — Mér skilst að hún sé auðug? — Ótrúlega, held ég, en það eitt hefúr ekki orsakað velgengni hennar. Það er nóg af amerískum konum sem eiga peninga. Frú Barnaby er samkvæmismanneskja ein- göngu af því að hún hefúr þann persónu- leika til að bera. Hún verður aldrei annað, hvað svo sem hún er í rauninni. Hún er al- veg eðlileg sem slík. Hún er óviðjafhanleg. Þér þekkið að sjálfsögðu sögu hennar? Vinur minn brosti. — Frú Barnaby er ef til vill mjög ffæg samkvæmismanneskja í London en svo langt sem ég man er hún algerlega óþekkt í Ameríku. Ég brosti líka en aðeins með sjálfum mér. Ég gat auðveldlega ímyndað mér hve léttlyndi þessarar stórkostlegu konu og hispurslaus hreinskilni hennar hefði feng- ið á hann. — Ég skal segja yður ffá henni. Eigin- maður hennar virðist vera einhvers konar óslípaður demantur. Hann er stór og samanrekinn náungi segir hún. Hann getur slegið stóra holu í harðan jarðveg með berum hnúunum. í Arisona gengur hann undir nafhinu „Einnar-kúlu Mike“. — Hamingjan góða! Hvers vegna? — Jú, eitt sinn fýrir mörgum árum drap hann tvo menn með sömu byssukúlunni. Hún segir, að hann sé enn besta skyttan vestan Klettafjalla. Hann er nú gullgrafari en hann hefur verið kúasmali, vopna- smyglari og guð veit hvað, á sínum tíma. — Ósvikinn maður að vestan, sagði pró- fessorinn og mér virtist hann vera dálítið bitur í röddinni. — Dálítill ævintýramaður held ég. Frú Barnaby kann urmul af sögum um hann. Auðvitað hafa allir beðið hana um að fá hann til þess að koma til London en hún segir að hann vilji ekki yfirgefa víðáttu- miklu slétturnar. Hann fann olíu fyrir nokkrum árum og nú veður hann í pening- um. Hann hlýtur að vera stórkostlegur maður. Ég hef verið viðstaddur í sam- kvæmi hjá henni þegar allt fólkið stóð á öndinni af spenningi yfir sögum þeim sem frúin sagði af þeim þegar þau löptu dauð- ann úr skel og sátu að dýrum kræsingum. Það er ótrúlega spennandi að sjá þessa gráhærðu konu — enda þótt hún sé langt frá því að vera fögur, samt sem áður vel klædd og með dásamlegar perlur - og heyra hana segja frá því hvernig hún þvoði áhöld gullgrafaranna og hvernig hún bjó til mat í tjaldbúðunum. Konur ykkar Ameríkumanna hafa alveg sérstakan að- lögunarhæfileika sem er blátt áffam hríf- andi. Þegar maður sér frú Barnaby sitja við borðsendann er hún alveg eins og heima hjá sér innan um prinsa og sendiherra, ráðherra og hertoga frá hinu og þessu hér- aði. Það er þess vegna ekki laust við að manni þyki ótrúlegt að hún hafi fyrir að- eins fáum árum búið til mat fýrir tugi af gullgröfurum. — Er hún læs og skrifandi? — Ég er næstum viss um að boðskortin hennar eru skrifuð af einkaritara en hún er alls ekki fáffóð af konu að vera. Hún sagði 60 VIKAN 6. TBL. 1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.