Vikan


Vikan - 22.03.1990, Page 63

Vikan - 22.03.1990, Page 63
mér að hún hefði verið vön að lesa Time á hverju kvöldi eftir að mennirnir í tjald- búðunum voru farnir að sofa. — Sei, sei. — Aftur á móti lærði „Einnar-kúlu Mike“ fyrst að skrifa nafhið sitt, þegar hann þurfti nauðsynlega að skrifa undir ávísun. Við gengum upp brattann áleiðis að gistihúsinu. Áður en við skildum afréðum við að taka með okkur morgunverð næsta dag og róa yfir í vík eina sem vinur minn hafði uppgötvað. Við áttum dásamlegan dag. Við fórum í hressandi bað, lásum, borðuðum, sváfum og töluðum saman. Næsta morgun, eftir árbít, minnti ég Barnaby á loforð sitt að sýna mér bækur sínar. — Komið með mér. Ég fór með honum upp í svefnherbergið hans. Þjónninn var að búa um rúmið. Það fyrsta sem ég kom auga á var mynd í íburðarmiklum ramma — af hinni ffægu frú Barnaby. Vinur minn kom líka auga á hana og varð fölur af bræði. — Asninn þinn, Guiseppe, hvers vegna hefur þú tekið myndina mína upp úr tösk- unni minni? Hvers vegna heldurðu, að ég hafi geymt hana niðri í tösku? — Ég veit það ekki, signore. Það var vegna þess sem ég stillti myndinni á borðið. Ég hélt að signore mæti það mikils að hafa mynd af sinni signoru á borðinu. Ég varð mjög undrandi. — Er ffú Barnaby eiginkona yðar? spurði ég. - Já. — Hamingjan góða! Eruð þér „Einnar- kúlu Mike“? — Lít ég þannig út? Ég fór að hlæja. — Nei, satt að segja. — Nei, ég hef aldrei slegið holu niður í harðan jarðveginn með berum hnúunum. Andartak horfðum við hvor á annan, þögulir. — Hún fyrirgefur mér aldrei, andvarp- aði hann. Hún vildi að ég lifði undir fölsku nafni og hún varð hræðilega stygg við þeg- ar ég vildi það ekki. Hún sagði að það væri nógu erfltt að fela sig í þrjá mánuði í Pos- itano en mér yrði það enn bölvanlegra ef ég notaði annað en mitt eigið nafn. Hann þagnaði andartak en sagði síðan: - Ég skír- skota tii miskunnsemi yðar. Ég reiði mig á að þér séuð svo hugumstór að skýra ekki ffá þessu leyndarmáli sem þér hafið kom- ist að af einskærri tilviljun. — Ég skal vera þögull sem gröfln en ég skil þetta satt að segja ekki. Hvað á þetta allt saman að þýða? — Ég er læknir. Síðustu þrjátíu árin höf- um við, ég og eiginkona mín, búið í Penn- sylvaníu. Ég veit ekki hvort ég hef komið yður nokkuð ruddalega fyrir sjónir en hinu get ég bætt við, að eiginkona mín er mjög siðfáguð kona. Frændi hennar dó og hún erfði miklar eignir eftir hann. Það er satt, kona mín er mjög svo auðug kona. Hún hefur lesið margar enskar skáldsögur og einasta ósk hennar var að komast inn í samkvæmislífið í London á þeim tíma sem 5MÁ5AC5A það væri og skemmta sér konuglega með öllu því sem hún hafði lesið um í bókun- um. Það voru peningarnir hennar en ekki horfurnar á þessu sem freistuðu mín og ég var mjög glaður yfir að óskir hennar upp- fýlltust. Við sigldum í apríl í fyrra og af einskærri tilviljun voru ungu hertoga- hjónin af Herford um borð. - Ég veit það. Það voru þau sem fyrst uppgötvuðu ffú Barnaby. Þau voru alveg yfir sig hrifin af henni. Þau hafa eins og blaðafulltrúar komið því þannig fyrir að hún er umkringd her manna. — Ég var veikur þegar við sigldum. Ég var með kýli og varð að halda mig í koj- unni svo að eiginkona mín þurfti að verð sér úti um félagsskap. Af tilviljun stóð þilfarsstóll hertogaynjunnar við hliðina á hennar og af athugasemd nokkurri, sem hún heyrði, skildi hún að hinn enski há- aðall lét sig stéttaskiptinguna í þjóðfélag- inu ekki eins miklu skipta og maður hafði vænst. Eiginkona mín er orðheppin og orðhvöt lítil kona. Hún sagði við mig að ef maður ætti forföður sem undirskrifað hefði Magna Carta væri maður kannski ekkert ógurlega hrifinn af að eiga kunn- ingja sem selt hefðu skunkaskinn eða stýrt fljótaskipi. Kona mín hefur alveg sérstaka kímnigáfú. Hún fór að tala við hertogaynj- una og sagði henni skrítlu úr villta vestr- inu og til þess að lífga svolítið upp á sög- una sagði hún frá henni eins og hún sjálf hefði verið mitt í atburðarásinni. Sagan féll í mjög góðan jarðveg og hertogaynjan bað um eina skrítlu til. Kona mín hætti sér lengra út á þennan hála ís. Sólarhring seinna komu hertogahjónin til hennar og ætluðu bókstaflega að gleypa hana. Af og til kom hún niður í káetuna til mín og sagði mér frá velgengni sinni. Ég hló í minni hjartans einfeldni, ég var að springa af hlátri. Þar sem ég hafði ekki ann- að að gera sendi ég í bókasafnið eftir rit- safhi Bret Hartes og þaðan tók ég nokkrar sögur sem ég svo sagði henni. Skyndilega rifjaðist þetta upp fyrir mér. - Við vorum einmitt sammála um að hún væri næstum því eins góð og Bret Hartes, sagði ég. — Ég skemmti mér konunglega við um- hugsunina, hvernig þessír vinir konu minnar mundu standa líkt og þvörur á leiðarenda, þegar ég kæmi og segði þeim sannleikann. En ég hafði reiknað dæmið skakkt. Daginn áður en við komum til Southampton sagði hún mér að hertoga- hjónin af Herford ætluðu að halda veislu fýrir hana. Hertogaynjan vildi óð og upp- væg kynna hana fyrir alls konar dásamlegu fólki. Þetta var einstakt tækifæri en nær- vera mín mundi auðvitað eyðileggja allt saman. Hún játaði að vegna þessara kring- umstæðna yrði ég að látast vera allt annar en ég var í raun og veru. Ég vissi ekki enn að hún hafði gert mig að „Einnar-kúlu Mike“ en ég hafði lúmskan grun um að hún hefði gleymt að segja frá því að eigin- maður hennar var um borð. í stuttu máli sagt, hún bað mig að fara til Parísar og vera þar í nokkrar vikur uns hún hefði komið sér nógu vel fýrir. Ég hafði engin orð þar um. Auk þess hafði ég meiri löngun til þess að lesa og vinna svolítið á Sorbonne heldur en fara í veislur í Mayfair, svo að ég lét hana fara aleina frá Southampton og fór sjálfur frá borði í Cherbourg. En þegar ég hafði verið tíu daga í París kom hún með flugvél að heimsækja mig. Hún sagði að velgengni hennar hefði farið ffam úr glæst- ustu vonum hennar — þetta væri tíu sinn- um dásamlegra en í skáldsögunum. Ef ég birtist skyndilega á sjónarsviðinu myndi það eyðileggja allt. Gott og vel, sagði ég, þá verð ég í París. En það vildi hún ekki hafa. Hún sagði að hún fengi aldrei augna- bliks ró, svo lengi sem ég væri ekki lengra burtu en að einhver gæti rekist á mig sem þekkti mig. Ég stakk upp á Vín eða Róm. En það dugði ekki heldur og endalokin urðu þau að ég fór hingað og hér hef ég leynst í þrjá óendanlega mánuði, eins og hver annar glæpamaður. — Svo að þér haflð þá aldrei skotið tvo spilara, annan með hægri og hinn með vinstri hendi? — Maður minn, ég hef aldrei á ævinni hleypt skoti af byssu. — Og svo var það þegar mexíkönsku glæpamennirnir réðust á bjálkakofa yðar og kona yðar hlóð byssurnar fyrir yður og þér veittuð viðnám í þrjá daga, þangað til hersveitir sambandsríkjanna komu á vettvang. Hr. Barnaby brosti kaldranalega. - Þessa hef ég ekki heyrt áður. Er hún ekki einum of ýkt? — Of ýkt? Hún er alveg eins góð og hver önnur kvikmynd úr villta vestrinu. - Ef mér leyfist að geta hefur kona mín örugglega fengið hugmyndina úr þeim. — En þvottabalinn. Og allt um það hvernig hún þvoði föt gullgrafaranna. Þér hafið ekki hugmynd um að með þeirri sögu fékk hún okkur bókstaflega til að rifna af hlátri. Já, hún sigldi beinlínis inn í samkvæmislífið í London á þvottabalan- um. Ég fór að hlæja. — Hún hefur haft okkur að hræðilegum fíflum, sagði ég. — Og hún hefur gert mig að mesta bján- anum. Það vil ég biðja yður að hafa í huga, sagði hr. Barnaby. — Hún er dásamleg kona og þér megið vera hreykinn af henni. Ég hef alltaf sagt að hún væri ómetanleg. Hún skildi hve Eng- lendingar eru rómantískir í sér og hún veitti okkur ánægju sem við gleymum ekki. Umfram allt mun ég ekki koma upp um hana. — Það er nú allt saman gott og blessað, herra minn. London hefur ef til vill eignast dásamlega samkvæmiskonu en ég held að ég hafi misst ágæta eiginkonu. - Fyrir „Einnar-kúlu Mike“ er aðeins einn staður — hin víðáttumikla slétta. Kæri hr. Barnaby, aðeins ein leið er yður fær. Þér verðið að halda áfram að vera í felum. — Já, þakka yður fyrir. Það var ekki laust við að mér fyndist kenna svolítillar beiskju í svari hans. □ 6.TBL 1990 VIKAN 61

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.