Vikan - 22.03.1990, Side 66
MANNAMOT
A Stórhljómsveitin í léttri sveiflu, en þá stundina var hún skipuð eftiríarandi: F.h. Sigurður Halldórsson, sem kom alla leið £rá
London til að geta leikið undir á bassann sinn, Gerður Gunnarsdóttir, flðluleikari, Kristín Mjöll á fagott, Ásgeir Böðvarsson,
söngvari sem reyndar er starfandi læknir í Amsterdam og Ingunn Sturludóttir söngkona, sem stundar söngnám í Hollandi.
ÞORRI BLÓTAÐUR í AMSTERDAM:
Súrmatur snæddur undir leik
íslenskrar stórhljómsveitar
TEXTI: JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR
MYNDIR: HJALTI JÓN SVEINSSON
Það var heldur betur glatt á hjalla
hjá íslendingafélaginu í Amsterdam,
þegar langflestir meðlimir þess blót-
uðu þorra að gömlum og góðum ís-
lenskum sið á dögunum. Eins og
endranær var vel mætt til leiks og
komu vel á annað hundrað landa
íslensku krakkarnir tóku nokkur létt
dansspor meðan á borðhaldi stóð.
saman til að snæða súrmatinn, hákarl-
inn og hangikjötið, svo ekki sé
minnst á brennivínið sem borið var
fram með hákarlinum. Mátti víða
heyra velþóknunarstunur og
andvörp, þegar stungið var úr
staupunum.
Þorrablótið var haldið í húsnæði sem
virtist nokkuð úr alfaraleið. Að minnsta
kosti lenti leigubílstjórinn í ógöngum,
þegar hann freistaði þess að koma blaða-
mönnum á áfangastað. En allt hafðist þetta
og reyndist húsnæðið ágætlega rúmgott,
enda veitti ekki af.
Það var Jón Kristinsson arkitekt, for-
maður íslendingafélagsins, sem setti hátíð-
ina með nokkrum vel vöidum orðum.
Fleiri stigu í ræðustól og ávörpuðu sam-
komuna einarðlega, eins og vera ber á
þorra. Síðan tóku við skemmtiatriði af
ýmsum toga. Til dæmis sýndu nokkur vösk
og lipur börn dans við flrnagóðar undir-
tektir. Stelpurnar bættu um betur seinna
meir, og skelltu sér upp á sviðið og sungu.
Þannig rak hvert skemmtiatriðið annað,
þar til birta tók af nýjum degi. Þá létu
hressir íslendingar loks staðar numið og
fóru að tygja sig til heimferðar. Má búast
við að ættjarðarlögin hljómi í huga margra
allt ffam á vor, svo hressiiega var tekið
undir. Átti það ekki aðeins við um gesti þá
sem vaxnir voru úr grasi, heldur einnig
hina yngri, sem létu sitt ekki eftir liggja.
Var raunar eftirtektarvert hve litlu krakk-
arnir kunnu mikið af „gömlu“ lögunum.
Nýlenda hljómlistarmanna
Það sem setti annars svip sinn á þetta
þorrablót, var hin mikla og góða músík
sem þar er ffarnin. Má segja að allt kvöldið
hafi verið eitt allsherjar tónleikahald, með
örfáum undantekningum. Ástæða þessa er
sú, að fjölmargir íslendingar eru við tón-
listarnám í Hollandi og þá einkum í Amst-
erdam. Þessi fríði flokkur kom svo saman
á þorrablótinu, auðsjáanlega staðráðinn í
að skemmta landanum og auðvitað sjálfúm
sér eins og kostur væri. Voru því flutt dæg-
urverkin stór og smá með sannkallaðri
stórhljómsveitarsveiflu. Það verður að
segjast eins og er, að þessi músík gerði
þorramatinn enn gómsætari en hann hefði
ella orðið.
Og það var ekki nóg með að leikið væri
af flngrum ffam meðan á borðhaldi stóð.
Hljómsveitin lét sig ekki muna um að leika
fýrir dansi á eífir, eða þar til yflr lauk. En
það þurfti enginn að hafa áhyggjur af því
að hljómlistarmennirnir ofkeyrðu sig á
sviðinu, þótt „konscrtinn" stæði yfir í 6-8
tíma. Mannaskipti á sviðinu voru nefnilega
tíð og einn kom þá annar fór. Þannig var
verið að skipta um fólk í hljómsveitinni
allt kvöldið, og aldrei virtist verða lát á
64 VIKAN 6. TBL. 1990
L .. .