Vikan - 22.03.1990, Page 68
vændiskona er myrt og líki hennar varp-
að í Hudson ána og það kemur í Ijós að
þetta morð líkist í flestu morði sem fram-
ið var í Saigon meðan stríðið í Víetnam
geisaði. Þar var ung söngkona í nætur-
klúbbi myrt. Þeir Janek og Greenburg
reyna nú að finna einhvern sem tengist
þessum tveimur morðum sem framin
voru með margra ára millibili í sitt hvorum
heimshluta.
Þekktir leikarar
Þeir sem fara með aðalhlutverk í Sams
konar morð eru þekktir leikarar. Richard
Crenna er líklega þekktastur hér fyrir
hlutverk sitt sem Trautman í Rambo
myndunum auk þess sem nefna má
myndir eins og Body Heat og Flamingo
Kid. Kate Capshaw muna allir síðan hún
lék á móti Harrison Ford í Indiana Jones
and the Temple of Doom og Cliff Gorman
lék meðal annars í All That Jazz og An
Unmarried Woman. Þessir ágætu leikar-
ar ættu því að vera nokkur trygging fyrir
því að þarna sé um að ræða gott efni og
víst er að Richard Crenna er ánægður
með handritið:
„Ég er mikill aðdáandi þess dularfulla
og þessi saga sem myndin byggist á
minnir um margt á Agötu Christie þar
sem áhugaverðar persónur birtast og
áhorfendur eru hvað eftir annað leiddir í
gildru."
Útvarp, sjónvarp, kvikmyndir
Richard Crenna byrjaði sinn feril í út-
varpsleikritum en færði sig svo yfir til
sjónvarpsstöðva þar sem hann lék meðal
annars í The Rape of Richard Beck og
fékk Emmy verðlaunin fyrir. Hann hefur
leikið í ýmsum kvikmyndum og má þar
nefna Wait Until Dark, Doctors Wives,
Body Heat, The Flamingo Kid og Rambo
myndirnar þrjár. Hann segist hafa tekið
að sér hlutverk í fyrstu Rambo myndinni
með mjög stuttum fyrirvara en haft mjög
gaman af að leika í þeim öllum. Þetta séu
ævintýramyndir og Rambo leysi hin erfið-
ustu vandamál á einfaldan hátt sem
gleðji áhorfendur mjög.
Hann segist njóta þess að leika mjög
ólík hlutverk og þegar nafn hans birtist í
auglýsingum fyrir kvikmyndir viti fólk ekki
hvort hann sé í hlutverki góða mannsins
eða illmennis, prests eða geðsjúklings.
Hins vegar segist hann gjarnan vilja leika
í rómantískri mynd og telur að það sé
kominn tími fyrir rómantík í sjónvarpi.
í tómstundum sínum leikur Richard
Crenna tennis og golf, annast viðhald á
húsi sínu eða rennir fyrir fisk. Og svo er
bara að koma sér þægilega fyrir við
skjáinn fimmtudagskvöldið 29. mars
klukkan 22.10 og horfa á fyrri hlutann af
Sams konar morð. Síðan að bíða í
óvissu þar til 5. apríl eftir seinni hlutanum
þar sem allt upplýsist að lokum. Endirinn
kemur auðvitað á óvart eins og vera ber
þegar góður krimmi er annars vegar, en
ekki orð um það meir.
Richard Crenna sem Janek og Kate Capshaw í hlutverki hinnar dularfullu Joann
Gates.
Gélur lcrimmi
Cliff Gorman í hlutverki Aarons Green-
berg.
Hörkuspennandi sakamálamynd
með þekktum úrvalsleikurum verður
sýnd á Stöð 2 í tveimur hlutum á
næstunni. Myndin nefnist „Sams
konar morð“ og er fyrri hlutinn á
dagskrá fimmtudagskvöldið 29.
mars en seinnihlutinn þann 5. apríl. í
aðalhlutverkum eru Richard Crenna,
Kate Capshaw og Cliff Gorman.
Crenna leikur foringja í lögregluliði
New York borgar sem heitir Frank Janek
og hefur komið yfirmanni sínum bak við
lás og slá eftir að sá varð uppvís að
morði á tveimur konum. Hann gerir boð
eftir Janek og segir honum að bræður
tveir í lögreglunni, Mario og Tony Cras-
elli, stundi ólöglegt brask. Janek fer að
glugga í málið ásamt aðstoðarmanni
sínum, Aaron Greenberg, sem leikinn er
af Cliff Gorman. Rannsóknin leiðir þá til
Joanna Gates en það er Kate Capshaw
sem fer með hlutverk hennar.
Fara nú ýmsir atburðir að gerast. Ung
SAMS KONAR MORÐ:
66 VIKAN ó. TBL. 1990