Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 9

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 9
ég hafa farið nokkuð diplómatískt að en gallinn var sá að fólk sá töflurnar heima þannig að þetta var nokkuð hæpin pólitík. Ég hef sjaldan orðið fegnari en þegar þeirri útsendingu lauk. Maður hékk alltaf í þeirri von að það myndi einhver dómnefnd einhvers staðar í heiminum gefa þessu lagi eitt stig. Mér varð því miður ekki að þeirri ósk minni. Ég er sammála Valgeiri Guðjónssyni þegar hann sagði: „Það næstbesta fyrir utan að vinna er að fá ekkert stig.“ Þetta stigaleysi vakti mjög mikla athygli fjölmiðlamanna. Ég held að þeir Daníel og Valgeir hafi verið í viðtölum alla nótt- ina. Viðtölin birtust í öllum helstu tímaritum sem fjalla um tónlist. Má segja að það sama hafi gilt um alla evrópsku pressuna eins og hún lagði sig. Það vildu allir fá að vita hvað þeir væru að hugsa að flytja þetta lag í þessari keppni. Þetta hefur því þrátt fyrir allt verið ein besta kynning sem þeir gátu fengið fyrir utan að vinna. Eftir útsendinguna kom til min norski sjón- varpsþulurinn, sem hefur verið að kynna þessa keppni í tólf ár, og sagði: Hvor er Valli? Hvor er Valli? (Hvar er Valli?) Ég sagði: Við finnum hann bara. Jeg má snakke med ham, (Ég verð að tala við hann) sagði hann. Við fórum og fundum Valgeir Guðjónsson i mannhafinu. Þegar sá norski sá hann rauk hann til hans og sagði: Valli, Valli, velkommen i nullklubben. (Valli, Valli, velkominn í núllklúbbinn.) KALLAÐI DANÍEL SÖNGVARA FREÐFISKPINNA Þýski þulurinn, sem er mjög frægur í sínu heimalandi, kom einnig að máli við mig eftir keppnina og sagði að hann þyrfti að biðja mig afsökunar á einu máli. Þegar hann hafði verið að tala um vin okkar Daníel söngvara þá sagði hann í beinni útsendingu: „Jæja, kemur ís- lenski freðfiskpinninn minn, gegnfreðinn af anda“ og kallaði hann síðan alla útsendinguna fiskpinnann. Seinna hringdi hann I mig og bað mig að vinna að spurningaþáttum um ísland. Sagðist hann vilja bæta fyrir þann óleik sem hann hefði gert Islandi í söngvakeppninni og búa til þrjá spurningaþætti um fsland, þrjá klukkutíma í senn, í þrjá daga í þýska útvarp- inu til að fræða Þjóðverja um landið. Bað hann mig um að semja spurningarnar og vera dóm- ari. Flugleiðir ætluðu aö gefa vikuferð til (s- lands í verðlaun. Ég samþykkti það. í fyrsta þættinum segir hann: „Hér er kominn góður gestur...“ og kynnir mig. Segir síðan: „Það má segja þaö, Arthúr, að ég skuldi ís- lendingum svolítið síðan í söngvakeppninni, þar sem ég var alltaf að tala um freðfiskpinna. Á hinn bóginn fyrir þann sem vinnur þessa spurningakeppni er vikuferð til íslands með Flugleiðum og skilst mér að þetta sé eirimitt á fiskpinnauppskerutímanum." Ég tók bakföll f stólnum og hugsaði með mér: „Er þetta nú öll yfirbótin sem hann ætlar að gera? MARGAR FEGURSTU KONUR LANDSINS HJÁ SJÓNVARPINU - Hvernig finnst þér að vinna hjá íslenska sjónvarpinu? „Það hefur verið mjög gott. Þetta er einvala lið sem þarna vinnur og get ég ekki ímyndað mér skemmtilegri stað að vinna á. Þarna eru samankomnar flestar fegurstu konur íslensku þjóðarinnar. Mjög góður andi er hjá Sjónvarp- Arthúr og Jón Egill Bergþórsson pródúsent ræða efni og uppsetningu Litrófsþáttar. inu, alla vega í þeirri deild sem ég vinn hjá, inn- lendu dagskrárdeildinni. Fólk er mjög sam- heldið og samhent og yfirleitt mjög lífsglatt. Það er mikið af fólki sem vinnur við hvern þátt eins og Litróf sem ég hef séð um í vetur. Ég hef kynnst miklum snillingum á allt sem heitir myndmál og má þar nefna pródúsentinn minn, Jón Egil Bergþórsson. Hann er meðal þeirra sem mér þykir einna vænst um, ásamt þeirri konu sem hefur séð mér fyrir meiri tebirgöum og súkkulaðibollum en ég hef fengið á allri minni ævi. Það er mín hægri hönd, Helga Sigríður Haraldsdóttir skrifta. Einstök kona í sinni röð. Þegar maður er að tala um gott fólk má ekki gleyma vini mínum, herbergisfélaga og miklum öðlingsdreng, Hermanni Gunnars- syni. Það hefur verið mér ómæld ánægja og skemmtun að deila með honum kjörum þarna í húsinu í allan vetur. Hann er mjög hugsandi maður og við höfum fílósóferað mikið saman þennan tíma. Ég get ekki ímyndað mér öllu skemmtilegri herbergisfélaga. - Hvernig stóð á því að þú sást um Litrófs- þættina? „Það var vegna þess að Sveinn Einarsson hringdi í mig út til Þýskalands og bað mig að annast lista- og menningarþætti í Sjónvarpinu. Var það meðal annars vegna þess að á Ríkis- útvarpinu hafði ég unnið töluvert aö bók- menntaþáttum og þáttum sem fjölluðu um listalíf í útlöndum. Hann fékk því þá hugmynd að ég væri kjörinn til að sjá um þáttinn. Litrófs- heitið er komið frá mér en efni þáttanna hafði verið ákveðið áður. Þegar á reyndi mótaðist þátturinn hins vegar mikið af mér og Jóni Agli. Útfærslan hefur þó öll verið hans. Ég hafði haft áhyggjur af því þegar ég kom til landsins að ekki tækist að fylla þessa þætti því ég hafði ekki hugboð um hversu mikið var að gerast í þessum efnum hér á landi. Raunin varð því allt önnur. Við urðum að hafna miklu meira efni en okkur var kært og hefðum í rauninni þurft að hafa þennan þátt vikulega ef vel hefði átt að vera. Það er alveg óendanleg gróska ( öllu sem heitir listir og menningarmál á íslandi. Mig langar til að koma því að vegna um- fjöllunar vissra blaðagagnrýnenda um þennan þátt að hún hefur oft á tíðum verið byggð á gegndarlausri vanþekkingu þessara aðila á möguleikum þessa miðils. Þeir átta sig ekki á því að sjónvarp og útvarp eru mjög ólíkir miðlar. Sjónvarp er mjög þungt í vöfum og maður hleypur ekki á staðinn með myndavélar eins og gert er með hljóðnemann í útvarpi. Einnig þarf að binda sig við bása tímans í myndverinu. Stundum var hringt I mig daginn fyrir útsendingu og sagt: „Heyrðu, það er mjög athyglisverð sýning í gangi. Hún verður endi- lega að koma í þættinum hjá þér á morgun." Fólk áttar sig ekki á því að það er margra daga vinna að setja saman þátt af þessu tagi. Öllum upptökum er lokið tveimur vikum áður en þátt- urinn fer í loftið. Mér heyrðist á einum fjölmiðlagagnrýnanda í útvarpi á dögunum að hann vildi að ég gengi í skrokk á viðmælendum mínum. Þar sem ég er ekki mikill niðurrifsmaður á ég erfitt með að vera mjög neikvæður og hef mikla tilhneigingu að hampa því jákvæða í fari þeirra listamanna sem ég fjalla um. Ég gef þó að sjálfsögðu eng- um neitt sem hann hefur ekki unnið fyrir.“ - Hvað geturðu sagt okkur um umræðu- þættina þína sem hafa oröið Spaugstofu- mönnum að efniviði? „Mig hefur alltaf langað til að taka fyrir lífs- spekileg efni í sjónvarpi, án þess að vera að etja fólki saman, og sjá hver lumbrar best með orðunum á hinum, að amerískum hætti þar sem ekkert púður þykir í öðru en að þátturinn leysist upp í slagsmál í lokin. Fyrsti þátturinn minn var um lífsgæðakapp- hlaupið og var maraþonþáttur. Hann var mjög erfiður þar sem ég þurfti allt í senn að stjórna uniræðunni, taka á móti spurningum frá áhorf- endum og fylgjast með ábendingum frá tækni- mönnum. Ég var mjög þreyttur eftir þann þátt. Yfirleitt hitti ég þátttakendur, legg línurnar og fer yfir efnið með þeim. Ég hef engar spurning- ar skrifaðar hjá mér í umræðunum því mér þykja þættir þar sem stjórnandinn hefur þær í því formi frekar þvingaðir. Ég var fyrst farinn að læra listina þegar starfi mínu lauk hjá Sjón- varpinu. En ég vona að ég komi heim næsta vetur og geti fengist við svipuð verkefni." FALIN MYNDAVÉL Á ÁRSHÁTÍÐ SJÓNVARPSINS - Er einhver ástæða fyrir því að þú klæðist þessum litskrúðugu vestum? „Ég hef alltaf haft gaman af svolítið sérstök- um klæðnaði. Þegar ég var í Þýskalandi síð- asta sumar voru þessi vesti að komast í tísku hjá ákveðnum hópum og tók ég nokkur með mér heim. Ég bar þessi klæði undir sjónvarps- menn og spurði hvort ég gæti með góðu móti verið í þeim fyrir framan myndavélarnar. Það féll í góðan jarðveg. Seinna fóru ýmsir að ganga í svona vestum, bæði sjónvarpsþulur og aðrir. Þaö varð mér til ómældrar ánægju. Ég átti ekki von á að þessi vesti myndu vekja eins mikla athygli og raun bar vitni og allra síst að ég sæi sjálfan mig í þeim, leikinn af öðrum manni. Á árshátíð Sjónvarpsins er vaninn að sýna misheppnaðar upptökur og uppákomur frá liðnu ári. Á síðustu árshátíð var sýnd upptaka nokkur, mér til mikillar skelfingar. Vinir mínir í stúdíóinu höfðu fyrir upptöku á einhverjum Lit- rófsþættinum farið að tala við mig um þessi vesti. Og ég út frá því haldið langa og mergj- aða tölu um gæði þeirra og kosti, án þess að hafa hugboð um að myndavélarnar væru í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.