Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 19

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 19
V/ ið höfðum mæit okkur mót klukkan / fimm en hún var tvær mínútur yfir ' þegar ég kom. Þorgils Óttar hafði mætt á slaginu og ég minntist þess þá að hann er frægur fyrir stundvísi. Hann er rólegur og íhugull, virðist fremur al- vörugefinn en þó stutt í bros þegar tilefni gefst. Við ræðum aö sjálfsögðu nokkuð um feril hans sem handboltamanns, ákvörðun hans um að taka þátt í stjórnmálum og komum inn á lífið og tilveruna. I lokin kemur í Ijós að hann á sér leyndan draum ... „Ég hef alist upp á heimili þar sem mikill áhugi er fyrir handbolta. Móðir mín, Sigrún Þorgilsdóttir, stundaði handbolta á sínum tíma og bróðir hennar, Birgir Þorgilsson ferðamála- stjóri, var líka á kafi í þessu. Keppti hann með- al annars með fyrsta landsliðinu í handbolta. Faðir minn var líka í handbolta á sínum yngri árum og systkini mín bæði og mágur eru í handbolta. Ég var ekki nema fimm ára gamall þegar ég fór að sækja leiki í höllinni með for- eldrum mínum. Þá hafði ég raunar meiri áhuga á að safna tómum flöskum til að selja,“ segir Þorgils Óttar og kímir þegar hann rifjar þetta upp. „Þá var ég oft lukkupolli FH-liðsins og fékk því að vera með strákunum í búningsklefunum fyrir og eftir kappleiki og leit auövitað á mig sem ómissandi mann í liðinu. Þaö kom því af sjálfu sér að ég fór að æfa handbolta í FH strax og ég hafði aldur til eöa níu ára gamall. Ég byrjaði þá þegar að spila sem línumaður og setti strax markið hátt í handbolta og einbeitti mér að því. Aðrar íþróttagreinar komust því ekki að og þó ég bæri það við að sparka fót- bolta þótti ég lélegur á því sviði. Þetta var á þeim árum sem Geir Hallsteinsson var upp á sitt besta og hann var mín fyrirmynd og félagar hans.“ BYRJAÐI 19 ÁRA í LANDSLIÐINU Það er því óhætt að segja að snemma hafi verið mörkuð sú braut sem Þorgils Óttar hefur hiklaust fylgt til þessa. Hann neitar því að foreldrarnir hafi ýtt honum út í handboltann og hann hafi látið tilleiðast. „Ég hef alltaf fengið mikinn stuðning hjá fjöl- skyldu minni á öllum mínum handboltaferli. En það var alls ekki svo að ég væri í þessu þeirra vegna eöa til að þóknast þeim. Ég hafði sjálfur brennandi áhuga á handboltanum og hef reynt að leggja mig allan fram til að ná sem bestum árangri því þetta var það sem ég vildi sjálfur," segir Þorgils Óttar ákveðinn. Reyndar kemur það oftarfram (samtali okk- ar að hann er maður sem fer sínar eigin leiðir, er sjálfstæöur og fylgir þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið. Kærir sig ekki um sýndar- mennsku. En við skulum halda áfram með handboltann. „Þegar ég var 18 ára byrjaði ég í meistara- flokki FH og þessi fyrsti vetur minn þar var jafn- framt sá síðasti sem Geir Hallsteinsson lék með liðinu. Hann var þjálfari liðsins næstu árin og þremur eöa fjórum árum seinna unnum við íslandsmótið og vorum íslandsmeistarartvö ár í röð. Um það leyti sem ég byrjaði komu ýmsir góðir inn í liðið, til dæmis Kristján Arason, Sveinn Bragason og Hans Guðmundsson. Það var svo árið eftir að ég kom í meistaraflokk sem ég byrjaði með landsliðinu, eða þegar ég var 19 ára, og hef síðan leilkið með því allt til þessa.“ Þess má geta að Þorgils Óttar verður 28 ára þann 17. maí, sama dag og þetta tölu- blað VikunnarJ<emur út. MIKIL BREYTING ÞEGAR BOGDAN TÓK VIÐ I níu ár er Þorgils Óttar búinn að vera í fremstu víglínu landsliðsins í handbolta og þótt liðið hafi á þessum árum oftast átt velgengni að fagna hafa skipst á skin og skúrir. Þjóðin hefur gert miklar kröfur til liðsins og nánast talið sjálf- sagt að það væri í röð bestu liða heims. En árangur liðsins er engin tilviljun og hefur ekki náðst fyrirhafnarlaust. Það ætti Þorgils Óttar að vita manna best. „Þetta breyttist mikið þegar Bogdan tók við sem þjálfari liðsins. Þá hófst þessi kerfisbolti, sem að vísu var kominn áður en Bogdan fylgdi honum eftir alla leið. Þetta voru allt önnur vinnu- brögð en menn áttu að venjast. Við fórum að æfa miklu meira og aginn var mun meiri en áður þekktist. Það var samt ekki svo að hann tæki þetta í einu stökki heldur jók hann við æfing- arnar jafnt og þétt. Áður en við vissum af vorum við farnir að æfa tvisvar á dag og brátt var svo komið að við vorum beinlinis orðnir háðir þessu fyrirkomulagi. Menn vissu ekki hvað þeir áttu af sér að gera ef ekki var æft kvölds og morgna. Þetta þykir sjálfsagt hjá at- vinnumannaliðum þar sem það er fullt starf að æfa og leika. Við vorum hins vegar áhuga- mannalið sem er allt annað mál. En þetta voru ungir strákar sem voru tilbúnir að fylgja þjálfar- anum og við fundum að hann var að gera rétt.“ LIÐSSTJÓRI HSÍ UM ÞORGILS „BESTI LÍNU- MAÐUR HEIMS“ „Þorgils Óttar var náttúrlega frábær hand- knattleiksmaður og þaö hefur verið sagt með réttu að hann hafi verið besti línumaður heims og jafnframt besti fyrirliðinn," sagði Guðjón Guðmundsson liðsstjóri HSÍ. „Hann hefur fastmótaðar skoðanir en er þó ekki einstrengingslegur. Er sjálfum sér sam- kvæmur en sanngjarn og samvinnuþýður. Við erum mjög þakklátir fyrir allt það sem hann gerði fyrir landsliðið og það er ómetanlegt að það var hægt að treysta Þorgils Óttari hundrað prósent öll þessi ár,“ sagði Guðjón. DUTTUM INN Á ÓLYMPÍULEIKANA Árangur erfiðisins fór brátt að koma í Ijós. Landsliðið hélt á ólympíuleikana í Los Angeles árið 1984. Það má hins vegar segja að liðið hafi ekki unnið sér rétt til þátttöku þar heldur kom þar til stórveldapólitík, en hún getur haft áhrif á hina ólíklegustu hluti, meira að segja tækifæri íslenska landsliðsins í handbolta. „Já, við duttum eiginlega inn í keppnina í Los Angeles. Sovétmenn mættu ekki til leiks til að mótmæla því að Bandaríkjamenn tóku ekki þátt í ÓL i Moskvu árið 1980 til að mótmæla innrásinni í Afganistan. Austurblokkin tók því ekki þátt í ólympíuleikunum í Los Angeles en við tókum sæti Sovétmanna í handboltanum. Við náðum mjög góðum árangri og vorum í sjötta sæti í keppninni. Síðan var það heims- meistarakeppnin [ Sviss árið 1986 þar sem austantjaldsliðin voru mætt til leiks á ný. Við spiluðum mjög vel og náðum sjötta sætinu aftur. Áfram var haldið og ekkert gefið eftir enda vorum við stoltir af því að vera í A flokki, sem sagt í hópi bestu handboltaliða heims. Á ólympíuleikunum í Seoul árið 1988 höfnuðum við hins vegar í áttunda sæti og duttum þar með niður í B flokk. Þetta þótti víst ekki nógu góð útkoma en engu að síður var þetta samt næstbesti árangur liðsins til þessa og keppni jafnan hörð meðal bestu liðanna." NÚ ER KOMIÐ NÓG Þegar hér var komið sögu hafði landsliöinu tekist að halda sér á toppnum árum saman með gífurlegri vinnu og atorku. Þjóöin krafðist sigra í hverjum landsleik og nú kom ekki ann- að til greina en að liðið ynni sig upp i A flokk á nýjan leik. Tækifærið kom í B keppninni í Frakklandi í fyrra, sællar minningar. „Við sigruðum í keppninni og það var sæt- asti sigurinn á öllum mínum ferli. Úrslitaleikur- inn við Pólverja er ógleymanlegur. Það var toppurinn. Alveg tvímælalaust. Sannleikurinn er samt sem áður sá að ég hafði hugsað mér að hætta eftir ólympíuleikana 1988 og svo var um fleiri. Við áhugamennirnir höfðum mjög lengi æft eins og um atvinnumenn væri að ræða. Geysimikill tími hafði farið í æfingar og keppnisferðir og þetta var því aðeins mögulegt fyrir okkur áhugamennina að vinnuveitendur okkar sýndu þessu jafnmikinn skilning og raun ber vitni. Það hefði verið rétt að gera breytingar á liðinu á þessum tfma og fá nýja leikmenn inn, það er að segja eftir ÓL1988. En Bogdan vildi að liðið héldi áfram og við fylgdum honum, enda ekki tími eða aðstæður til að gera miklar breytingar. Við héldum áfram til að Ijúka verk- inu og freista þess að halda sæti í A flokki í keppninni í Tékkóslóvakíu fyrr á þessu ári. Hugsunin var sú að byggja síðan upp lið fyrir keppni á ólympíuleikunum 1992 og keppnina í Svíþjóð árið eftir en síðan tæki liðið sjálfkrafa þátt í heimsmeistarakeppninni hér 1995 sem gestgjafar. En þetta reyndist okkur ofviða og við erum í B flokki eftir keppnina í Tékkó- slóvakíu eins og allir vita og þurfum því að halda áfram þar. Þessi úrslit komu mér ekki alveg á óvart.“ LÍFIÐ MEÐ STÓRUM STAF Þorgils Óttar tók við þjálfun meistaraflokks FH fyrir ári og lék einnig með liðinu í vetur. Árang- urinn er öllum kunnur sem á annað borð fylaj- ast eitthvað með handbolta því FH vann ís- landsmeistaratitilinn á dögunum. Þorgils Óttar mun þjálfa FH liðið áfram en hann segist nú vera hættur keppni. „Þetta er orðið nóg. Ég ætla ekki að sigla niður í öldudalinn sem leikmaður. Vil heldur hætta á réttum tíma. Ég met það svo að minn tími sé kominn." Við förum að ræða um árin hans í landslið- inu. Ég spyr hvað þessi tími skilji eftir. Hvort hann hafi lært eitthvað á þátttöku sinni í hand- boltanum og hvort menn þurfi ekki að vera miklir skaphundar til að standa í svo hörðum slag árum saman. Hvort ekki komi upp afbrýði- semi milli leikmanna og sitthvað fleira tíni ég til eins og vera ber af manni sem þekkir íþróttir aðeins af sjónvarpsskjánum eða úr útvarps- tækinu. Þorgils Óttar veltir þessu fyrir sér um leið og hann svarar. „Þetta hefur verið strangur skóli í sérstak- lega góðum félagsskap. Ég hef lært að vinna undir álagi og aga. Þetta hefur reynt á skap- 10. TBL. 1990 VIKAN 19 VIÐTAL: SÆMUNDUR GUÐVINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.