Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 27

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 27
gat semsé ekki talað! Þau höfðu gengið til lækna og sál- fræðinga en enginn vissi hvers vegna þetta var. Drengurinn hafði áhuga á fyrri lífum og vildi gjarna vita hvort ástæðan lægi þar. f fyrstu tvö skiptin gerðist ekkert sérstakt. Þó fannst mér áhugavert að tal- andi hans var fullkominn með- an hann var dáleiddur og það jafnvel þó ég spyrði hann beinna spurninga. I þriðja skiptið sagði hann mér að hann hefði verið bandarískur flugmaður í síðasta stríði og dáið vegna pyntinga eftir yfir- heyrslur í fangabúðum nas- ista. Hann sagði mér líka nafn, tign og númer hermanns í bandaríska flughernum. Faðir hans talaði við bandaríska sendiráðið í London og það stóð heima að á skrám þar var getið flugmanns sem hafði verið 32 ára í síðasta stríði og að óvitað væri um afdrif þessa manns. Hann var skráður sem týndur og reiknað með að hann væri látinn. En nafn hans, tign hans og númer komu heim og saman við þau sem pilturinn gaf upp. Hann gat ekki hafa spunnið þetta upp. Þetta var ekki frægur maður - auðvitað vissu for- eldrar hans og fjölskylda núm- erið hans en annars enginn í heiminum. Þetta fannst mér skýra hvers vegna háls hans lokaðist undir þessum kring- umstæðum, því það var á þann hátt sem hann dó. Eftir þetta urðum við að vinna með hann í dáleiðslu um hríð og þó hann sé miklu betri en hann var þá efa ég að hann læknist nokkurn tíma alger- lega af þessu. Annars er það mikilvægasta varðandi ferð aftur í fyrra líf að það skyldi enginn reyna sem ekki veit hvað hann er að gera - og þetta má enginn reyna einn. Maður þarf á einhverjum að halda fari svo að eitthvað óþægilegt komi fram í minnið. Það getur verið mjög hættu- legt. DRÚÍDI í FYRRA LÍFI Sjálf komst Ursula að því að hún var drúídi í fyrra lífi en drúídar voru prestastétt meðal forn-Kelta í Gallíu, Bretlandi og á írlandi. Þeir voru spá- menn og skáld og í fornum velskum sögnum eru þeir einnig galdramenn. Hún man eftir sér þarna sem 13 ára stúlku og minnist þess að allar þeirra trúarbragöaiðkanir áttu sér stað í tunglskini. Þaö er því ekki ólíklegt að tengslin við fyrri líf hafi hermt Ursulu aftur til baka næstum alla leið til Wales því fyrir nokkrum árum flutti hún frá London til Glouc- estershire. Hún nefnir að undanfarin ár hafi mikið af fólki úr starfsgreinum skyldum hennar flutt í þennan lands- hluta og Suður-Wales. Heimili Ursulu er ekki langt frá Stonehenge og Glaston- bury í Somerset. i Glaston- bury eru rústir eins elsta munkaklausturs í Englandi og þar er þyrnitré sem sagt er vera sprottið upp af einum þyrnanna úr þyrnikórónu Krists. Hvort sem það er nú satt eða ekki þá er þetta tré ótrúlega sterkt, þó öll önnurtré í kringum það deyi og falli þá stendur þetta tré alltaf, sama hvernig viðrar. Til Glastonbury kemur fólk í eins konar píla- grímsferðir og Ursula segir að þó búið sé að gera staðinn að eins konar söluvöru, því alltaf komi óæskilegir aðilar inn með þeim æskilegu á svona stöð- um, þá sé eitthvað mjög sér- stakt við þennan stað og greinilega séu þar miklir kraftar. Glastonbury er nokk- urs konar endastöð legulína, en þar sem tvær legulinur skerast voru steinahringir á borð við Stonehenge settir upp. Einnig er sagt að Came- lot, kastali Artúsar konungs, hafi staðið í Glastonbury. Það var Artús sem vildi byggja land þar sem „ofbeldi teldist ekki styrkur og samúð teldist ekki veiklyndi“ og í landi Artúsar var allt fullkomið og sömuleiðis við hringborðið innan veggja Camelot. HJÁLPA FÓLKI TIL AÐ HJÁLPA SÉR SJÁLFT Viö spyrjum Ursulu að lok- um hvað sé megininntakið i kennslu hennar: Mér finnst ég aöallega vera að hjálpa fólki til að hjáipa sér sjálft. Ég er enginn töframaður og ég geri ekkert við fólk. Það gerir það sjálft. Ég vísa bara veginn. Og þetta finnst mér mikilvægt því ég er ekki að gefa pillu og segja: „Taktu þetta og þá batnar þér!“ Það sem ég fæ mest útúr er að sjá fólk breytast og vita að það er því sjálfu að þakka. Ég er á móti því að fólk leggi allt sitt traust á steina eða gúrúa eða hvað sem er annað sem stendur utan við það sjálft, en ég held að hvaða ákvörðun sem við tökum geti kristallinn magnað og gert áhrifameiri. Það álít ég vera þeirra aðalafl. SUMARTILBOÐ 20“ kr. 44.800 stgr. 14“ kr. 29.880 stgr. ★ Úvals sjónvarpstæki á frábæru verði. ★ Fjarstýring. ★ Monitor útlit. iftMSffr $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VK> MIKLAGARÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.