Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 22

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 22
ÆVINTYRIIBRUDARSÆNGINNI Þ að hlýtur að hafa verið baunasúp- an, sem ég sofnaði af, herra dóm- ari. - Nú, ekki sofnar maður af baunasúpu. - Það var, sko, eitthvað skrítið meö þessa súpu. - Þér voruð með þrjátíu krónur í vasanum, þegar þér fóruð inn í veitingahúsið að því er þér segið. Og svo borðuðuð þér súpu og feng- uð reikning upp á tuttugu og sjö krónur. - Já, ég drakk svolítið af öli með henni. - Það hlýtur að hafa verið töluvert meira af öli en baunasúpu. - Nokkrar merkur urðu það reyndar, en ekkert sosum umtalsvert, - en svo var það náttúrlega baunasúpan, já. Dómarinn skotrar augunum vantrúaður yfir gleraugun og lítur á Kalla Klump, hnellinn og þéttan á velli. Aldrei hefur Kalli nú verið talinn neitt kvennagull, en þó lítur hann út fyrir að hafa strítt í einhverju óvenjuströngu núna, þar sem hann stendur fyrir bæjarréttinum í Osló, yfirgefinn af guði og mönnum, buxnabrotum, hálsbindi og hnöppum hér og þar. - Þér voruð ekki að fela yður í versluninni af ásettu ráði - eða hvað? Kalli Klumpur lyftir þessu rokna handabaki sínu og strýkur því yfir nefið á sér, eins og hann er vanur að gera, þegar aðrir segja eitthvað, sem er honum svo lítt að skapi að honum finnst hann verða að láta svo lítið aö svara því með óhrekjandi staöreyndum. - Ég skal nú segja yður aldeilis eins og þaö var, herra dómari. Já, ég var búinn að borða þessa baunasúpu og kominn út á götu. Það var kalt og ónotalegt, - æi-já. Ég var svona til fara eins og þér sjáið mig núna, í jakka og buxum, og fyrir framan einn gluggann á klæða- versluninni fannst mér ég mega til með að doka við því að þar var stóreflis-auglýsing og hún var svona: Nú eru góð ráð dýr. Saumið yður Kasmír- frakka. Öllu dýrari yfirhöfn getið þér ekki fengið. - Þarna stóð ég, og það var ekki til sá hlutur (veröldinni, sem ég þarfnaðist meira en frakki. Það var eitthvað skrítið með þessa auglýsingu, herra dómari, það var eins og hún drægi mig inn í búðina. Ég mátti til með að sjá þennan dýra frakka. - En þér höfðuð þó ekki nema þrjár krónur á yður. - Hárrétt, herra dómari. Og þess vegna hugsaði ég svona með mér, að það er akkúrat sama, hvort ég fer inn að skoða dýran frakka eða ódýran frakka - ég hef ekki efni á að kaupa neinn, hvort sem er. - En hvers vegna áttuð þér þá að vera að líta á frakka yfirleitt? - Þegar maður röltir svona hálfskjálfandi og lætur sig dreyma um eitthvað hlýtt til að hylja sig í - ja, þá er maður nú veikur fyrir aö langa til að labba inní verslunina og líta nánar á það, kannski að halda á því í hendinni. - Fenguð þér þá að handfjatla frakkann? - Nei, það voru svo margir fyrir framan búð- arborðið, en fáir fyrir innan það að ég komst aldrei að. Og meðan ég stóð þarna þá fór baunasúpan að verka á mig og þá fór ég á bak 22 VIKAN 10. TBL. 1990 við hengi með einhverjum fötum og tyllti mér til að hvíla mig obbolítið. Og þar sofnaði ég. - Og svo? - Já, og þegar ég vaknaði aftur, var ég al- einn. Svo gekk ég þarna um og skoðaði margt fínt og fágætt, og þá sagði ég svona við sjálfan mig: „Nú hafa forlögin lagt fyrir þig harða raun, Kalli?“ sagði ég. „Nú gætirðu labbað rakleitt út með allt, sem hjarta þitt girnist, og farið í allt nýtt frá hvirfli til ilja og miklu meira. En nú skaltu sýna, að þú sért karl, sem kann aö mæta freistingum," sagði ég, -„svoleiðis aö ef þú hittir nokkurn tíma lögregluþjón eða dóm- ara eða aðra, sem halda Ijótt um þig, - að þá geturðu bara horfst í augu við þá og sagt þeim frá öllu, sem þú hefðir getað stolið en tókst ekki.“ Svo fór ég út úr búðinni, herra dómari - það gerði ég og það er besta sönnunin fyrir þvf að ég hafi engu ætlað aö stela, ekki einu sinni fína frakkanum. - En þegar þér fóruð, skilduð þér samt dyrnar eftir ólæstar. - Já, ég opnaði sko, dyrnar og stóð þarna í kuldanum og kolsvartri vetrarnóttinni og þá kom það svona yfir mig að ef ég skellti í lás á eftir mér - ja, þá, sko, væri það nærri því eins og að útloka sig úr sjálfri paradís. - Svo þér ætluðuð yður að koma aftur, var ekki svo? - Ætlaði? Ég ætlaði mér sosum ekki neitt, herra dómari, ég bara gekk út í vetrarnóttina. Og þá hittist svo skrítilega á að ég hafði ekki gengið lengi þegar ég kom auga á mann með böggul sem var þriggja metra langur og mjór eins og prik. Maðurinn var í svoleiðis ásig- komulagi að gatan varö af og til of lítil fyrir þennan voða langa böggul - rak hann, sko, í veggi og glugga. Maðurinn var að elta kvenmann, og þegar ég kom nær, sá ég, að konan var engin önnur en frú Soffía Rósen- kvist. - Þér hafið þá þekkt þessa konu? - Hún frú Soffía Rósenkvist er dama, herra dómari. Hvort ég þekki hana? Við vorum harð- trúlofuð fyrir stríð, en svo fór hún sína leið og ég mína. Hún giftist karlvargi og komst í forlfk- unarbækurnar, en ég braskaði einn út af fyrir mig og komst í bækur lögreglunnar. „Ert þetta þú, Soffía?" sagði ég. „En Kalli þó,“ sagði hún. „Nú kemurðu þó eins og þú sért kallaður, Kalli, því að þessi náungi er með þriggja metra langar þakrennur í pappír fer að verða nokkuð nærgöngull." „Eru það þakrennur, sem hann er með í bögglinum, Soffía?" „Já, hann á heima í Skíða og gerði sér ferð til bæjarins á gildaskála, þar sem hann var aö halda upp á bæjarferöina en nú ræður hann ekki við að stjórna rennunum lengur. Hann fer að mölva gluggana með þeim.“ - Mér tókst að koma frú Soffíu Rósenkvist fyrir nokkur götuhorn, svo að við losnuð- um við manninn og við Soffía höfðum um svo margt að spjalla síðan seinast og loksins fór- um við inn á gildaskála. - En þér voruð ekki með nema þrjár krónur? - Akkúrat, en frú Soffía vildi endilega borga. Hún var nefnilega gift svo ríkum manni. - Var? Eru þau skilin? - Já, hún kann nefnilega aö fara með pen- inga og eftir því sem ég hef frétt, þá brúkaði hún svo mikið af þeim að maðurinn fór á hvín- andi hausinn og er núna bara ekki skítsvirði. Og í gjaldþrotinu fór hjónabandið líka í hund- ana. Nema við settumst þarna inn og einhverj- ar flöskur voru bornar á borð. Við höfðum svo margt aö spjalla við Soffía um gamla daga og hvernig seinna fór fyrir henni og svo spurði hún mig: - „Og gerir þú þá nokkuð núna, Kalli?“ „Ég,“ segi ég, „ég er svona yfirnæturvörður hjá stóru fyrirtæki, það held ég nú.“ - En hvers vegna sögðuð þér það, þetta var þó ekki satt? - Nei, það getur verið, herra dómari. En þegar maöur hittir eina kærustuna frá fyrri dögum, ekki síst aðra eins dömu og Soffía er, iangar mann gjarnan til að hún fái hugmynd um að maður hafi einhverja köllun í lífinu eða svoleiðis. Rétt í þessu þá slökkva þeir Ijósið og við urðum að fara og þá vildi svo til að ég segi svona að við gætum tekið með okkur eins og tvær flöskur og haldið áfram samræðunum yfir í vöruhúsinu. - Hugsaðist yður ekki að þér væruð að leiða hana út i ólöglegt athæfi? - Mér fannst það alls ekki svo athugavert. Ég hafði sofnað í þessari búð, og dyrnar voru ólæstar, og eins og kalt var úti var betra að sitja inni og spjalla saman. - En það varð nú eitthvað meira en spjall. - Já, þegar við komum inn og gengum gegnum þessa miklu verslun, varð Soffía dá- lítið óstýrilát og þegar hún sá allt þetta fínirf, langaði hana til að hreyfa ögn upp á sér. „Heyrðu Kalli," sagði hún, þegar við fórum um einhverja kjóladeild. „Kannski ég mætti máta á mig Parísarkjólinn þann arna?“ segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.