Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 31

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 31
ekkert blóö, svo þumalinn aftur á hnappinn og þarna er hann, morðinginn í regnkápunni að stinga þessa rauðhærðu í rjóðrinu. Þetta er ágætt morð, sáum það líka í síðustu viku, en nú er hún dauð, þrykkja, þarna er Bruce Lee að garga og sparka og nú eru allir fallnir, þrykkja aftur, á sjöundu rás er verið að kyrkja einhverja Ijóshærða, það er lítið varið í þessa kyrkingu, hún brýst næstum ekkert um, aftur á hnappinn og guði sé lof og þökk, er hún ekki þarna, laglega bílaauglýsingin með þessari kínversku sem tryllir niður hamrana eftir ein- stígi fyrir lamadýr, þetta er dásamlegt efni og maður veit að strax á eftir kemur önnur heil saga sem stendur aðeins í 30 sekúndur og manni nær ekki að leiðast á meðan. LOFA SKAL DAGSKRÁNA AÐ KVELDI Berlusconi, sem ég er nú búin að búa til smádjöful úr þótt maðurinn sé bara að vinna fyrir sér, tók gagnrýnina alvarlega. Það gerði hann ekki aðeins sem hluta af nýja menningar- gervinu heldur líka sem afleiðingu af mót- mælafundi sem haldinn var um líkt leyti og fundurinn í sjónvarpssalnum hans sjálfs. Þar undirrituðu tugir landsfrægra manna og nokkrir heimsfrægir, allir starfandi við kvikmyndagerð og sjónvarp, mótmælaskjal gegn ofneyslu auglýsinga og hvernig þeim var af tillitsleysi hent inn í feril efnisins. Þeirra á meðal voru Fellini, Storaro (hann fær stundum óskara fyrir kvikmyndatöku, með- al annars Síðasta keisarann) og Michaelkov. Það má berjast í báðum herbúðum. Hveiti- lengjuframleiðandinn Barilla - en það pasta er minnst jafnheimsfrægt og Fellini - hefur látið gera lengstu, fegurstu og dýrustu auglýsingar sem gerðar hafa verið fyrir sjónvarp á Ítalíu. Af hverju voru þær svona vandaðar? Af þvf að þær voru meðal annars gerðar af Fellini, Storaro og Michaelkov. Berlusconi, sem er ætíö grunaður um margt, meðal annars á hann að hafa verið meðlimur í hinni alræmdu stúku P2 (Hvað get ég gert að því þó einhver hafi skrifað í bókhaldið: Berl- usconi, greitt félagsgjald, 5 milljónir? Ég þekki þessa menn ekki), er um þessar mundir grun- aður um að hafa farið út í pólitík bakdyrameg- in. Það er, hann átti þessar þrjár sjónvarpsrásir og hafði meö þeim greiðan aðgang að hug þjóðarinnar. Þegar hann keyþti sér svo útgáfu- fyrirtæki og með því annan aðgöngumiða að hugum manna í gegnum tvö dagblöð og tvö tímarit, þá var rfkisstjórninni nóg boðið. Hver er það sem stjórnar hér? sá maður skrifað á andlit þingmanna þegar þeir settust og sömdu anti-trust lögin, þau fyrstu á Ítalíu. I flestum rfkjum Evrópu voru fyrir lög um hversu mikil umsvif einstaklingar mega hafa á fjöl- miðlasviðinu og þessi lög eru gerð til að vald það sem felst í fjölmiðli færist ekki allt á fáar eða eina hendi. Þá var Berlusconi þegar búinn að fækka auglýsingum á rásunum sínum. Framfarirnar voru ekki aðeins fólgnar í færri auglýsingum heldur einnig í því að nú var þeim stungið inn þar sem ferill kvikmyndarinnar skiptist af sjálfu sér. Nú þurfti maður ekki lengur að afplána 25% tímans í auglýsingar því nú, eins og hann aug- lýsti sjálfur, voru aðeins tveir auglýsingatímar í hverjum hluta myndarinnar. Þetta reyndist orðaleikur. Ótrúlega margar myndir sem skipt- ust í fleiri en tvo hluta. Og í hléunum á milli hlutanna var bara svo bersýnilega ætlast til þess að væru auglýsingar. Og beint á undan og strax á eftir. Auglýsingatímarnir fjórir urðu því sjö í 90 mínútna mynd en tíu í tveggja tíma mynd. En þetta var alls ekki slæmt, miðað við það sem áður var. Eða hæfilegt til að stunda það sem maður hafði alltaf stundað meðfram menningarneyslunni, svo sem tehitun, klós- ettskrepp og almenningstengsl innan fjölskyld- unnar. Þar sem þingið sat og klippti og snyrti utan af umsvifum Berlusconis datt þeim í hug að það væri alveg eins gott að koma honum alla leið á kné í leiðinni. Þeir bönnuðu honum ekki aðeins að eiga dagblöð, þeir settu líka þak á auglýs- ingar í sjónvarpi. Öllum sjónvörpum. Þetta gerði ríkisrásunum lítiö. Þær inn- heimta afnotagjald sem er um sex þúsund krónur á ári hvort sem eitt eða fleiri tæki eru á heimilinu. En Berlusconi fjármagnar rekstur sinna stöðva alfarið með auglýsingatekjum. í blaðaviðtali sagði hann að þessi ákvörðun þingsins ætti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðing- ar. Minna fjármagn þýddi rýrnun á gæðum efnis. Jafnframt neyddist hann til að hækka verð á auglýsingatímanum, sem gerði „fram- leiðendum ókleift að eiga tjáskipti við neytend- ur“. Með þessu gaf hann í skyn að allsherjar- kreppa í iðnaði væri meðal afleiðinganna. Berlusconi endaði á að segja að hann ætti sex þúsund kvikmyndatitla á lager og nú hefði viðskiptaverðmæti þessara mynda verið eyði- lagt fyrir honum. Þetta væri eins og þingið skryppi í Fiatverksmiðjurnar og heimtaði að þeir hentu sex milljónum bílvéla. Sökum sjálfsbjargarviðleitni flokkanna ákvað svo þingið að geyma lagafrumvarpið um viðskipta- og stjórnmálamorðið á Berlusconi fram yfir kosningar til að styggja ekki atkvæðin sín. Þau munu flest vera sjónvarpssjúklingar. En líklega hafa ástvinir bíómyndarinnar og andstæðingar auglýsingarinnar unnið stríðið. Þeir hafa bara tapað öllum orrustunum. Því í lokin verður ekki barist með fagurfræði eða andlega hollustu að markmiði heldur til að eyðileggja veldi Berlusconis. Og við losnuðum ekki aðeins við aö horfa á auglýsingar. Við losnum örugglega líka við að sjá þessa sex þúsund titla. □ ■ Auglýsingin er œvaforn, örugglega jafngömul og vöruskiptin (leirkerin mín eru betri en leirkerin hans). í upphafi þjónaði hún tvennum tilgangi, að upplýsa neytandann og fö hann til að nölgast ökveðna vöru á ákveðnum stað. ■ Fulltrúi neytendasamtaka sagði að auglýsingar vœru tœlandi þegar þœr œttu að vera upplýsandi, að viðskiptavinurinn vœri lokkaður til að kaupa vöruna í stað þess að sannfœra hann vitsmuna- lega um gœði hennar. ■ Þá risu upp gjörvulegir kappar. Sá fyrri bar auglýsinguna saman við nauðgun og sagði: Þegar ekki er hœgt að komast hjá ofbeldi á maður að slaka á og njóta þess. ■ Auglýsingatímarnir fjórir urðu því sjö í 90 mínútna mynd en tíu í tveggja tíma mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.