Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 33

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 33
KVÖLDKLÆÐNAÐURINN er hvítar buxur úr þunnu efni, beinar og með rykktum streng. Skyrtan er hvít, með mjög skemmtilegum kraga sem hægt er að hafa á mismunandi vegu. Jakkinn, sem hún er í, er stuttur í mittið, dökkblár með hvítum doppum. Hann er einnig aðskorinn því hún er með mjög gott mitti sem hún ætti að láta bera á. Hún notar sokka og skó í sama lit til að fá lengingu. Hárið er tekið aftur og toppurinn hafður hár svo hún sýnist hærri. KVÖLDKLÆÐNAÐURINN er samsettur úr svörtum smóking, hvítri skyrtu og svörtum linda og slaufu til að gefa grenningu um miðju. Slaufan hjálpar til við að færa augnlínuna ofar. Úrin sem við notuðum voru: Movado með kvöld- og viðskiptaklæðnaðinum og Ebel með sportklæðnaðinum. SPORTKLÆÐNAÐURINN er buxnapils með hvítum og navy-bláum röndum sem gerir hana grennri um mjaðmir og læri. Peysan er svört og hvít og hálsmálið undirstrikar hálsinn sem er mjög fallegur. Hárið er slegið, i stíl við klæðnaðinn þvi sportklæðnaðurinn á að vera mjúkur, óheftur og mjög þægilegur. Ásdís notaði Rolex-úr við sport- og kvöldklæðnaðinn en Movado-úr við viðskiptaklæðnaðinn. VIÐSKIPTAKLÆÐNAÐURINN er dökkblá dragt með axlapúðum. Pilsið er aðskorið og nær niður á miðja kálfa vegna þess að þeir eru í breiðari kantinum. Sokkar og skór eru í sama lit svo að heildarlínan rofni ekki og stytti hana. Skyrtan er í pastelbleikum lit til að heildarsvipurinn verði allur mildur en það er mikilvægt i viðskiptum. Hárið er greitt niður til að draga augnlínuna að öxlunum og förðunin er í mildum tónum til að samsvara klæðnaðinum. Gleraugun eru til að undirstrika viðskiptalegt útlit. SPORTKLÆÐNAÐURINN er dökk vaxkennd úlpa og svartar gallabuxur og gefurlárétta línu. Bolurinn er flöskugrænn og fer mjög vel við Ijóst hörund og svart hár. Sagt er að það sé vinsælt hjá uppunum í Bretlandi að hengja svona úlpu aftan í bílana sína, aka upp i sveitþar til úlpan er orðin snjáð og skítug og spásséra síðan í henni um allt. Úrin, sem Gísli notaði, eru af sömu gerðum og Arnar notaði. Hárgreiðslan er að vanda í stíl við klæðnaðinn. VIÐSKIPTAKLÆÐNAÐURINN er dökkblár bleiserjakki, gráar buxur og hvít- og bláröndótt skyrta, ásamt mildu munstruðu bindi. Stakar buxur og jakki hæfa Gísla betur en jakkaföt vegna þess að lækka þarf augnlínuna að fótunum. Æskilegt væri að Gísli notaði slaufu í stað bindis, svo að augniínan færist ofar, en er þó ekki ráðlagt i viðskiptum þar sem það myndi skera sig úr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.