Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 46

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 46
Milljóndollarakvartettinn frá 1955 endurvakinn 1987. Hér er Roy Orbison kominn i stað Elvis Presley. NIXON, FYRRUM BANDARÍKJAFORSETI, UM JOHNNY CASH: „RÖDD AMERÍKU“ Saga söngvarans er með ólíkindum - og afar drungaleg á köflum Tíðar komur stórstjarna hafa sett svip sinn á skemmtanalífið undanfarna mánuði. Heimsfrægir hljómlistarmenn hafa litað langan og strangan vetur og veitir kannski ekki af þegar þjóðarsálin er heldur drungaleg og á köflum illa haldin af áhyggjum. Dr. Hook, Tammy Wynette og Boney M. komu og sungu sín fegurstu Ijóð og nú síðast Tom Jones við dágóðar undirtektir. Klappið eftir lokalag Tom Jones er varla dáið út þegar enn eitt stórmennið í dægur- menningunni boðar komu sína. Hann heitir Johnny Cash og mun ásamt fjöl- skyldu sinni og stórsveit hljóðfæraleikara halda tvenna hljómleika í Laugar- dalshöll dagana 7. og 8. júní. Um þessar mundir heldur kappinn upp á 35 ára starfsafmæli sem söngvari, sögumaður og lagahöfundur og fer víða í tilefni af því. Hingað kemur hann frá Bretlandi en þar hefur hann verið á hljómleika- ferðalagi undanfarið við geysigóða aðsókn. ohnny Cash er ótvírætt í hópi hinna stóru í dægurmenningu hins vestræna heims og ferill hans er með ólíkindum - langur w og litr kur. Hann kom fram á sjón- arsviðið um svipað leyti og Elvis Presley, söng inn á sínar fyrstu plötur 1954 og hef- ur haldið velli allar götur síðan. Hann hef- ur siglt í gegnum öldurót skemmtanaiðn- aðarins uppréttur og eftir eigin forskrift. Hann nýtur mikillar virðingar og ber vel nafnbótina „lifandi og goðsögn" í heima- landi sínu, allt til efstu þrepa þjóðfélags- stigans. Á afmæli hans í febrúar síðast- liðnum sendu fjórir síðustu Bandaríkja- forsetar honum heillaskeyti meö miklum hrósyrðum, skeyti sem hafa verið birt í flennistórum afmælisritum. Þar er hann meðal annars nefndur „rödd Ameríku". Rætur Johnny Cash liggja hins vegar ekki meöal þeirra æðstu og valdamestu. Þvert á móti er hann rödd hinna raddlausu í bandarísku þjóðlífi, talsmaður hinna ólánsömu og gæfusnauðu. Orð eins og réttlætiskennd, hetjudáð, heiðarleiki og staðfesta eiga vel við um ímynd Johnny Cash og á löngum ferli hefur hann ósjald- an sannað í verki hug sinn til þeirra sem minna mega sín. í Ijóðum hans og lögum er alls staðar að finna lífsspeki í ýmsum myndum og í sögum sem allir skilja. „Johnny hefur reynt margt um ævina, meira en margur annar og ekki alltaf verið barnanna bestur. Ofar öllu öðru er þó sjálfsvirðingin og virðing hans fyrir lífi annarra sem alls staðar kemur fram. Það gerir hann að meiri manni en okkur,“ segir náinn samstarfsmaður Johnny Cash gegnum tíðina. Faðir hans, Ray, hefur meðal annars þetta um hann að segja: „Hann gerði auðvitað margt í æsku sem hann hefði ekki átt að gera en hann laug aldrei, sagði alltaf satt - það er einhvers virði, ekki satt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.