Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 14

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 14
TVÍBURINN ÁSBJÖRN MORTHENS EG HEF EKKI HUGMYND UM HVEREGER... Tvíburinn Ásbjörn Morthens er fæddur 6.6. 1956. Hann er rísandi krabbi og með Venus eða listaplánetuna í krabba, tungl í nauti, Merkúr í tvíbura og Mars í fiskum sem er staða sem fjölmargt lista- og leikhúsfólk hefur og má þar nefna Bob Dylan, Megas, Vincent Van Gogh og Vigdísi Finnbogadóttur. Um tungl í nauti er sagt að viðkomandi ein- staklingur hneigist til viðkvæmni og leiti að ör- uggum og langvarandi samböndum. Tilfinning- ar þeirra eru stöðugar en þeir eru afar þrjóskir og ákveðnir. Þeim er ráðlagt að reyna að víkka sjóndeildarhring sinn og að taka stundum áhættu! Venus og rísandi í krabba bendir til djúpra tilfinninga og sterkra fjölskyldubanda. Þó þetta fólk taki ástina mjög alvarlega á það þó líklega auðvelt með að komast yfir vonbrigði. Fólk með Venus í krabba er skapgott og þess vegna yfirleitt vinsælt. Merkúr, pláneta hugans, er í sínu eigin merki í tvíbura, og þetta er þar af leiðandi sterk staða fyrir andlegt atgervi. Fólk með þessa stöðu er fljótt að hugsa og vegna þess að það dáir rökhugsun getur það orðið frábærir kenn- arar, skáld, blaðamenn og lögmenn. Fólk með sterkan Merkúr getur einnig verið mjög lagið í höndunum og þegar Merkúr einbeitir sér að röddinni kemur þar stórkostlegur söngvari eða leikari. Fólk með þessa stöðu hefur tilhneig- ingu til aö lifa um of á greindarplaninu, slík áhersla er lögð á hugann á kostnað alls annars. Þó vegur þarna upp á móti að þegar Merkúr er í góðri afstöðu standa fáir hugsuðir honum á sporði. Mars (framkvæmdaorka) í fiskum í 10. húsi er sérkennileg staða að því leyti að þarna kemst Mars eins nálægt því að vera hlutlaus og mögulegt er. Mars er eldur og dýnamík; Fiskarnir vatnskenndir, sálrænir og sveigjan- legir. Yfirleitt þýðir þessi staða því einhverja erfiðleika við að koma áætlunum í framkvæmd. Þó margir með Mars í fiskum njóti mikillar veraldlegrar velgengni er þetta veik staða og má kannski segja að það fólk nái markmiði sínu vegna styrks annarra þátta f kortinu eða vegna þess að það er fulltrúar til- finninga annarra (leikarar) en ekki sinna eigin. Meðal þekktra aðila með Mars í fiskum eru auk þeirra sem að ofan eru taldir rithöfundarnir John Steinbeck og Gertrude Stein og leikkon- an Elizabeth Taylor. Tfunda húsið er þjóð- félagshúsið og þar er einkennandi að oft beitir Neptúnus í 10. húsi sér í listum, hjálparstörfum og andlegum málum. Þetta fólk fer yfirleitt ekki af stað og breytir heiminum, heldur breytir heimurinn því. Þó gefur þessi staða mikið inn- sæi hjá rithöfundum og hæfileikann til að tjá sig fínlega og af miklu ímyndunarafli. Bubbi spjallaði stuttlega við okkur um stjörnukortið sitt. Það eru miklar andstæður í korti hans svo Vikunni fannst liggja beint við að spyrja: Hver er Bubbi Morthens? Ég hef ekki hugmynd um hver ég er og er ósköp sáttur við það. En svo ég svari þessu ítarlegar þá get ég verið sjö manneskjur á einni viku og er bara sá sem ég er hverju sinni. Ég er það sem ég sé og það sem ég heyri og það sem ég snæði og það sem ég hugsa og upplifi. Fljótur að komast yfir vonbrigði í ástamálum: Vonbrigði í ástamálum hafa aldrei haft lang- varandi áhrif á mig nema einu sinni á ævinni. Það er til bunki af öðru kvenfólki þó eitthvað fari úrskeiðis. Merkúrstaðan: Þetta er mikið hrós en það er rétt að ég er góður í höndunum. Ég hef meðal annars fengist við skúlptúr og ég er flinkur f leir. Allt hitt getur þess vegna átt við mig líka. Mars í fiskum í tíunda húsi: Ef þú lítur á verkin mín getur vel verið hægt að finna eitt- hvaö sem á við þessa lýsingu. Ég get verið slóði í að koma hlutum í framkvæmd og það getur tekið langan tíma hjá mér. Venus í krabba bendir til að þú sért mikil heimavera: Ég er það, alveg rosalega og er heima eins mikið og ég get. Ég hef ekki langa reynslu af að vera foreldri því sonur minn er aðeins tveggja mánaða og það á alveg eftir að koma í Ijós hvernig faðir ég verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.