Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 23

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 23
Mér fannst þetta ósköp lítilfjörleg bón, þarna sem hún stóö og hallaði undir flatt og langaði til að fara í eitthvað reglulega fallegt. Já, þér vitið nú sjálfur, hvað maður getur orðið veikur fyrir dömunum, herra dómari. Og þegar hún var komin í þennan kjól, varð ég blátt áfram hrærður, svei mér þá, og svo settumst við og ég mátti til með að taka í höndina á henni og segja henni eins og satt var að svona fallega hefði ég ekki séð hana Soffíu, síðan við geng- um saman í skóginum á Eikabergi í gamla daga. Svo opnuðum við þessar flöskur sem við höfðum tekið með okkur og þarna sátum við og rifjuðum upp fyrir okkur, hvernig veröldin hefði litið út í þann tíð. LÍFIÐlERÍ KEPPNI Frh. af bls. 20 bæöi í sveitarstjórnum og á Alþingi. En er ekki ætlast til aö Þorgils Óttar beiti sér einkum á sviði æskulýðs- og íþróttamála í bæjarmála- pólitfkinni í Hafnarfirði? „Auðvitað þarf að sinna þeim málum, en það er alls ekki svo að ég ætli að einskorða mig við þau. Það er eitt af stærstu hagsmunamálum hvers bæjarfélags að rétt sé haldið á fjármál- unum og á það hefur mjög skort f Hafnarfirði að undanförnu. Hins vegar er eins og öllum al- menningi leiðist fjármálaumræða. Menn geta deilt um það af miklum ákafa hvort leggja beri göngustíg þarna eða annars staðar en hafa síður áhuga á að setja sig inn í fjármálalegan rekstur bæjarfélagsins sem er auðvitaö stóra málið f þessu. Deilur eða ágreiningur flokk- anna um þau mál fara því oft fyrir ofan garð og neðan hjá kjósendum og ekki bætir úr skák þegar uppgjör síðasta árs liggur ekki fyrir klárt og kvitt eins og nú er uppi á teningnum í Hafn- arfirði. Hvert stórfyrirtækið á fætur ööru hefur verið aö halda aðalfundi og leggja þar fram endurskoðaða reikninga. Vitaskuld ætti það sama að gilda um bæjarfélag. Reikningar þess ættu að liggja frammi endurskoöaðir fyrir kosn- ingar svo sjá mætti útkomuna svart á hvítu í stað þess að leggja fram eitthvert bráðabirgða- - En svo að við snúum okkur að efninu - hvernig stóö á því að þið láguð þarna í sæng- urfatadeildinni? - Sú deild var á hæðinni fyrir neðan kjóla- deildina og við vorum að hugsa um að fara að hypja okkur út, þegar við fórum þangað niður. En svo komum við auga á rúmin. „Nei, líttu á,“ sagði Soffía. „Þetta er bara brúðarsæng, búin silki og guðvef. Hefurðu séð svona fallegt rúm?“ - Nú-nú, og hvað gerðuð þið svo? spyr dómarinn. Kalli Klumpur steinþagnar og klórar sér á skeggjaðri hökunni. Hann getur tekist á við hitt og þetta í heimi hér en nú er hann bersýnilega í vandræðum. - Ja-a-a, það var þetta rúm, umlar í honum. - Þið láguð þar, var það ekki? - Jú akkúrat, við fórum um borð í það og hölluðum okkurduggunarlítið, og hvernig sem það nú var eða var ekki þá sofnuðum við. Þeg- ar ég vaknaði aftur varð ég að nudda augun, því að kringum okkur stóð fullt af fólki, sem kjaftaði og flissaði. „Nei,“ sagði ég við sjálfan mig, „nú er komin yfir þig asskotans martröð, Kalli," sagði ég, „því að ekki getur það verið þú sem ert hér inn- an um silki og hýjalín og flissandi fólk.“ Svo velti ég mér yfir á hina hliðina, til þess að mig færi að dreyma um eitthvaö annaö. En þá var það, sem einhver ýtti í öxlina á mér og gerði sig grínagtugan. „Hvur ert þú?“ sagði ég. „Sérðu ekki að ég er sofandi?" - „Ég er umsjónarmaðurinn," sagði hann. „Reyndu að dragnast á fætur og koma þessari stelpu með þér,“ sagöi hann, „því að ég er búinn að hringja á lögregluna." „Hvað kallaðirðu hana?“ spurði ég. - Þá öskraði ein búðarstúlkan svo hátt, að Soffía vaknaði: „Guð,“ grenjaöi hún. „Liggja þau ekki þarna í Parísarsænginni og eru búin að bæla hana alla niður." „Svona komdu þér burt úr rúminu með þessa dræsu,“ endurtók umsjónarmaðurinn. - Þá var það, sem ég sló, herra dómari. Og það segi ég hér fyrir réttinum, að það högg átti hann sannarlega skilið. - Dæmið þér mig í þriggja mánaða fangelsi, segið þér? Jú, ég hef kannski barið nokkuð fast, en þó að þetta væru síðustu orðin sem ég ætti eftir að segja hérna megin grafarinnar þá get ég ekki annaö en endurtekið það, að þessa höggs skal ég aldrei iðrast. Svona er ekki hægt aö tala - og alls ekki þegar frú Soffía Rósenkvist á í hlut, því hún er regluleg dama. □ uppgjör með ótal athugasemdum endurskoð- enda eins og nú á sér stað í Hafnarfirði." Það er greinilega ekki komið að tómum kof- anum þegar bæjarpólitíkina ber á góma og ekki annað að heyra en Þorgils Óttar sé þeirrar skoðunar að margt mætti betur fara í Firðinum. Fjölmiðlar og pólitík berast í tal og hann er þeirrar skoðunar að fjölmiðlar sinni ekki sem skyldi málefnum sveitarfélaga. „Fjölmiðlar fylgjast vel með stjórnvöldum, það er að segja Alþingi og ríkisstjórn. Þing- menn og ráðherrar komast ekki upp með að fara með rangt mál. Ef þeir gera þaö eru þeir ( mörgum tilfellum einfaldlega negldir í fjölmiðl- um. Það er hins vegar miklu minna aðhald sem fjölmiðlar veita bæjarstjórnarmönnum og þeir komast upp með að fela og fegra hluti án þess að fjölmiðlar reki rangfærslurnar ofan í þá.“ ÞAÐ ER MINN LEYNDI DRAUMUR AÐ . . . Samræöurnar eru nú komnar vítt og breitt. Þorgils Óttar segist ekki bera kvíðboga fyrir framtíð íslensks þjóðfélags. (slendingar séu harðir af sér og duglegir, vel menntaðir og hafi alla burði til að standa af sér allan mótbyr, jafn- vel vinstri stjórn eins og þá ríkisstjórn sem nú situr. Hins vegar hafi hann lært ýmislegt á að kynnast öðrum þjóðum og sé að sjálfsögðu orðinn mun opnari fyrir öllum nýjungum en áður. En hann sé borinn og barnfæddur Hafn- firðingur og aldrei hafi hvarflað að honum að þiggja tilboð um atvinnumennsku í handbolta erlendis. í Hafnarfirði vilji hann lifa og búa. Ég seilist í þennan spotta sem hann gaf út varðandi það að hann sé mun opnari en áður og þykist heyra að ef til vill sé Þorgils Óttar ekki alveg búinn að koma sérfyrir á endanlegri hillu í lífinu, eigi jafnvel eftirað standauppúrbanka- stólnum og bæjarstjórninni og snúa sér að ein- hverju allt öðru. Hann er tregur til þegar ég fer útí þá sálma en segir svo lítið eitt afsakandi: „Ég hafði mjög gaman af því að teikna sem strákur þó ég hafi lítið sem ekkert fengist við það lengi. Ég hef áhuga á myndlist og það er minn leyndi draumur að læra að mála. Kannski ég láti verða af því að fara á listaskóla erlendis einhvern tímann - í síðasta lagi í ellinni. Nei, ég hef ekki sömu tónlistarhæfileika og faðir minn. Ekki held ég það. Að visu spilaði ég á trompet sem unglingur en þá voru allir með raf- magnsgítara og blásturshljóðfærin þóttu út í hött. Fór svo að ég lagði trompetinum og fór að spila á rafmagnsgítar I unglingabandi. En það stóð nú ekki lengi og ég sé alltaf eftir því að hætta með trompetinn. Og ég veit ekki hvort ég hef þolinmæði í að mála. Er orðinn svo van- ur að standa í keppni og ég Ift á mina vinnu og þátttöku í stjórnmálum sem keppni. í fyrra fór ég í þriggja vikna sumarfrí til Flórída en þegar fríið var hálfnað var ég strax farinn aö hlakka til að komast í hasarinn heima aftur. En lífið sjálft er líka keppni sem við tökum öll þátt í með einum eða öðrum hætti og reynum að standa okkur sem best.“ 10.TBL 1990 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.