Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 13

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 13
TVÍBURAMERKIÐ: Geta bundið á þig hnút með andlegum glímubrögðum MERKÚR: RÖKHUGSUN, TAL, ft MÁLTJÁNING, TJÁSKIPTI, MIÐLUfi'' \ VERSLUN, TAUGAKERFI, NEIKV/jf AR HLIÐAR: TAUGAVEIKLUN, BLAÐURGEFNI, SLÚÐUR, ÓÁREID-'; | ANLEIKI, RJÓFNAÐUR Tvíburinn er þriöja merkiö í stjörnuhringn- um, breytilegt loft. Hiö jákvæða í fari breytilegu merkjanna er að þau eru sveigjanleg og opin fyrir nýjum möguleikum en neikvætt aö þau getur skort festu og úthald. Sjálfsímynd og vilji manna í breytilegu merkjunum tekur því oft á tíðum örum breytingum. Þau eru forvitin og reynsluheimur þeirra veröur meö tímanum fjöl- breyttur og þekking þeirra því margslungin. Hinn fóthvati Merkúr, sendiboði guðanna, auðveldar samskipti. Lærdómur, fréttaflutning- ur, feröalög og slúður er allt undir verndar- væng Merkúrs. Mikiö af orku Merkúrs liggur á sviði rökhugsunar. Fólk meö sterkan Merkúr hefur góöa tungumálahæfileika og fæst oft viö gagnrýni, málfræði eöa aöra fræðimennsku. Önnur hlið Merkúrs tengist tjáskiptum og upplýsingamiölun. Fjölmiölafólk, rithöfundar, túlkar, þýöendur og sölumenn hafa oft sterkan Merkúr. Iðnaðarmenn og aörir sem nota hend- urnar mikiö við vinnu sína, svo sem teiknarar og hannyrðafólk, hafa einnig sterkan Merkúr. Tvíburanum líður eins og hann sé heima hjá sér hvar sem hann er. Hann myndar sjaldan djúpstæö og varanleg tengsl viö gamlar minningar, staöi, fólk og hluti. MéVkúr stjórnar samskiptum og fréttum og dæmigerðasta starf nútíma tvíbura er viö fjöl- miðlun. Fjölhæfni tvíburans, ásamttungulipurö hans gerir hann frábæran stjórnmálamann og sér- fræöing í mannlegum samskiptum. Þeir geta bundið á þig hnút meö sínum andlegu glímu- brögöum og meira aö segja fengiö fólk til aö þykja vænt um sig fyrir að gera því þetta. Tvíburar hafa meöfædda þörf fyrir aö dylja hinn raunverulega tilgang geröa sinna. Þeir eru haldnir sömu áráttu og fólk í fiskamerkinu, aö hegða sér á þveröfugan hátt viö þaö sem þeir raunverulega vilja. MÓTSAGNAKENNDUR Næstum hver einasti einstaklingur í þessu merki á auðvelt meö að koma vel fyrir sig oröi í rituðu máli. Heilu hóparnir af fólki í tvíbura- merkinu fást viö aö skrifa auglýsingar, ræöur, fræðslutexta, leikrit og bækur. Þó er sjaldgæft að þeir riti sjálfsævisögur og fáir þeirra hafa ánægju af aö skrifa persónuleg bréf. Þetta kann aö virðast mótsagnakennt en þegar maö- ur gerir sér grein fyrir hvað tvíburum er illa viö að láta bendla sig við einhverja ákveðna skoð- un verður þetta Ijósara. Tvíburinn veit af eölis- ávísun aö hann kann að hafa skipt um skoðun á morgun og hann vill ekki vera bundinn af ein- hverju sem hann hefur skrifaö. Fjöldi rithöfunda í tvíburamerkinu notar skáldanafn og jafnvel venjulegur tvíburi finnur sér oft ástæðu til aö taka upp annað nafn. Ann- aðhvort breytir hann algerlega um nafn, breytir rithætti nafns síns eöa lætur kalla sig einhverju gælunafni. Fólk í tvíburamerkinu stendur sig meö ein- dæmum vel þegar auglýsingar eða sölu- mennska er annars vegar. Þar stendur þeim enginn á sporði. Auglýsingarnar geta verið full- komlega heiöarlegar en fátt fólk hefur styrk til aö standast þaö sambland af töfrum og greind sem tvíburinn beitir. Það mætti því segja aö fólk í þessu merki notfæri sér veikleika ann- arra. KVENNABÚR Hefur ykkur alltaf fundist hugmynd mormón- anna um fjölkvæni stórkostleg? Öfundið þið innst inni austræna sheika af kvennabúrum sínum? Nú þurfiö þið ekki aö láta dagdraum- ana eina nægja lengur. Lausin er að ná sér í eiginkonu úr tvíburamerkinu. Á þann hátt tryggja menn sér aö vera giftir í þaö minnsta tveimur konum og einstaka sinnum jafnvel þremur eða fjórum. Örlítill galli á gjöf Njaröar er aö vísu sá aö stúlka í tvíburamerkinu viröist lítiö gefin fyrir jaröneskar ástríöur. Það er erfitt aö fá hana til að vera rólega nógu lengi til að taka ástríöur eöa nokkuð annað alvarlega. Hugur hennar er á sífelldu flakki og hún útvarpar beinni lýsingu af því sem fram fer. Hún getur verið heilluö af hugmyndinni um kynlíf en gerir ekkert í því að leita kynferðislegs samruna. Hún vildi heldur upplifa kynlíf á hvíta tjaldinu og fara svo heim og gleyma því. Eitt frægt dæmi af tvíburanum Marilyn Monr- oe er þegar hún fór á stefnumót með eftirsótt- um leikara í Hollywood. Eftir stefnumótið spuröi vinkona Marilyn hana hvernig heföi gengið og sexgyöjan muldraöi: „Ég veit ekki hvort ég geri þaö rétt.“ STÓRKOSTLEGUR FÉLAGI Stúlkan í tvíburamerkinu þráir að veröa ást- fangin „í alvöru", en henni gengur þaö illa. Hún þráir að veröa móöir en henni gengur þaö oft illa líka. Þér mun finnast hún stórkostlegur félagi. Hún er til í hvaö sem er, hefur áhuga á öllum utanhússíþróttum en tekst samt að halda kvenlegum þokka sínum og hugsanir hennar eru ávallt á Ijóshraöa. Hún er heillandi svo fremi þú krefjist þess ekki að hún sé sjálfri sér samkvæm. Tvíburakonan elskar aö skemmta fólki. Ef systur hennar í nauts- og krabbamerkinu gera gnægö matar aö miðdepli sinna samkvæma má segja að hún sé sjálf aðalrétturinn í sínum. Hún er á heimavelli í veislu og getur verið töfr- andi, hnyttin eöa notað vald orösins. Hún stríðir, æsir og er hrókur alls fagnaðar. Þegar gestirnir fara -er hún hin hressasta og finnur ekki til neinnar ábyrgöar á þeim sem hún hefur sært. 12 VIKAN 10. TBL. 1990 SKORTIR SANNA SAMKENND Tvíburakonan hefur lag á aö vita mikið um fólkið sem hún tengist en lætur þaö aldrei snerta sig djúpt. Hana skortir oft sanna sam- kennd og þeir sem eitthvað hefur amað aö ættu að gera sér grein fyrir því að oft á hún ekki svo mikið sem hlýlegt orð handa þeim. Tvíburakonan á erfitt meö að sýna hluttekn- ingu, jafnvel sínum nánustu. Og í víðara sam- hengi þolir hún illa vandamál stétta og stofn- ana nema þau snerti hana beint persónulega. Hún hefur alls konar sambönd við alls konar fólk sem oft þekkir ekki hvert annað og er úr gjörólíku umhverfi. Sama fjölbreytni á oft viö um ástamál hennar og hún fær enga sektar- kennd þótt hún hafni enn einum manninum sem ekki stenst kröfurnar. Hún virðist hugsa meira um magn en gæöi í samböndum. Fólk vill gjarnan kynnast henni vegna þess hve létt hún tekur á öllu og af því aö hún gerir lífið skemmtilegra. Sjálf kynnist hún mörgum en skilur fáa. AFNEITAR RAUNVERULEIKANUM Hún afneitar raunveruleikanum í samskipt- um en óraunsæi hennar er frekar hugsað sem varnarkerfi en til að blekkja hinn aöilann. Hún óttast náin kynni og eyðir mikilli orku í flótta eöa draumóra. Hún getur verið bálreiö út í vin sinn í dag en á morgun afneitað því gjörsam- lega aö nokkuð hafi gerst. Hún vill ekki muna neitt óþægilegt og reynir í lengstu lög að koma í veg fyrir aö nokkur segi frá ótuktarskap hennar. Ekkert er tvíburakonunni eins erfitt og aö sýna lífinu skilning og hún hefur sjaldan sam- úö meö þjáningum annarra. Hún hjálpar þér aö mála og teppaleggja stofuna en þaö er eins gott aö stofan sé lítil því eftir tvo veggi man hún eftir veislu og þarf þá aö rjúka. Á vissan hátt er hún greindust, sköpunarglööust og til- finningalausust allra kvenna. Hún virðist á yfir- boröinu skilja reiði sína mjög vel og segir hverjum sem heyra vill frá umkvörtunarefnum sínum. Oft er talið að þegar reiði er tjáð með orðum þá jafngildi það skilningi á henni. Þá gleymist aö tjáning í oröum getur veriö vitsmunaleg við- brögð viö mikilvægri tilfinningu. Fólk þrumaroft yfir öörum af því það vill ekki takast á við sjálft sig. Ef slíkt ástand veröur varanlegt endar það með því aö viðkomandi getur ekki fundið til lengur. í slíku tilviki er þessi stööuga tjáning í orðum ekki annaö en deyfing á tilfinningavand- anum. Þetta er óheilbrigð og heftandi aöferö til að takast á viö vandamál lífsins. Eitt mikils- veröasta verkefni tvíburakonunnar er að sætta sig við viðbrögð og jafnvel reiðileg viöbrögö. Bubbi Morthens Bjarni Dagur Jónsson Björn Björnsson (Stöö 2) Eyjólfur Konráö Jónsson Guömundur Kamban Guörún Agnarsdóttir Hrafn Gunnlaugsson Jóhann Sigurjónsson Jónas Árnason Karl Steinar Guönason Kristbjörg Kjeld Kristinn Hallsson Kristján Jóhannsson Páll Magnússon (Stöö 2) Ragnhildur Helgadóttir Tinna Gunnlaugsdóttir Þór Tulinius Þórdís Arnljótsdóttir Örn Árnason Bob Dylan Philip prins lan Fleming Joan Collins Judy Garland Paul Gauguin Tom Jones ' John F. Kennedy Barry Manilow Marilyn Monroe Laurence Olivier Cole Porter Brooke Shields Wallis Simpson Rudolph Valentino John Wayne ÞEKKTFÓLKÍ TVfBURAMERKINU: 10.TBL. 1990 VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.