Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 44

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 44
Hún sagði: „Ég vil skilnað" §i§ls§il iffíli§§2? Snmaður. Þvi njta ^"pno* nír h®« hafði miög g°tt 0 S'aq erfiða cesku, var reyn SgfsSSssSr- tsseessssss og þá féll eins og himinninn yfir mig Áföll voru uko hu' mér var kcer, ui iligfJt oa les töluvert B'bl'una hv@rnig aðstceou hfálpað. Mig langar svo a e',nhver)a mögu samurage'nnÞaðse áhvaðbetur 32ÍÍHS5SÍ aðopnaaugum'aetnœy VIKAN taMeð Weðiu og ósk um biarta tramt'ð, ^ Q < or < Z O Vantar enn mildi þá sem í upplagi þínu er Kæri 4469! Þakka þér innilega fyrir góö og uppbyggileg orð í minn garð. Eins þakka ég þér einlægt og heiðarlegt bréf og við reynum að finna leiðir sem hugsanlega gætu nýst þér og um leið öðrum sem eiga við svipaða erfið- leika að stríða. Það er nú einhvern veginn þannig aö við eigum erfitt með að átta okkur sjálf á hvar skór- inn kreppir þegar á reynir ( vanda sem þessum. Þá getur verið gott að leita til einhvers sem getur séð aðstæður og manngerðina út, án þess að vera hlutdrægur. Þetta ætla ég að reyna, kæri 4469, og vona svo sannarlega að það gangi eitthvað, eins og þú bendirsvo skynsamleg á. Þó þaö í sjálfu sér leysi ekkert gæti það kannski auðveldað eitthvað. VERÐMÆTAMAT RIÐLAST Þú ert núna á milli þrítugs og fertugs og af þeim ástæð- um er mjög eðlilegt að þú viljir bæta líf þitt. Á þessu timabili í lífi okkar gengur innri maður- inn út og við breytumst. Það sem áður skipti máli og öll okk- ar orka fór í skiptir minna máli og kannski virkar líka á annan hátt. Verðmætamat riðlast og það fer að verða meiri ávinn- ingur í að þekkja andlega möguleika sína en áður. Hjónaskilnaðir eru mjög al- gengir á þessum árum, vegna þess að við skoðum og bregð- umst við hlutunum á nýjan og kannski áöur óþekktan hátt. Hjón þurfa ekki að fylgjast að í breytingum sem þessum og því fer sem fer. Það er best að við skoðum æsku þína eilítið því einmitt við allar breytingar af þessum toga má búast við að hún sæki upp á ný. Ég er nokkuð viss um að þú hefur verið til- finningaríkur og viðkvæmur drengur sem hefði þurft mikla einstaklingsumhyggju. Ég er líka viss um að upplag þitt er þess eðlis að allar breytingar á umhverfi og í tilfinningatengsl- um hafa verið mjög varhuga- veröar fyrir barn eins og þú varst, nema fullar skýringar hefðu komið til, ásamt fram- bærilegum ástæðum sem þú hefðir fengið að meta á ein- hvern hátt sjálfur, þótt barn væri. Þú virðist hafa verið og ert með frekar lokaðan per- sónuleika sem segir að þú safnir upp því sem þér er erfitt að sætta þig við. Það gæti þar af leiðandi fundið sér farveg í hegðun sem ekki er í sam- ræmi við upplag þitt en jafnvel stríðir á móti vilja og skoðun- um annarra á hvað passar og ekki passar hverju sinni. GÆTISKÝRT BRYNJUNA Barn, sem þarf ást og skilning, leitar þarfa sinna til dæmis á örvæntingarfullan máta í því að vera óþjált og uppátektasamt. Þannig nælir. barnið að minnsta kosti í við- brögð og svörun annarra við sér, þótt böggull fylgi skamm- rifi. Oft veldur viðskilnaður við foreldra á unga aldri ótta við að tengjast öðrum dýpri tengslum á fullorðinsárum. Það gæti skýrt brynju þá sem þú fannst að háði þér í tilfinn- ingatengslum við konu þína og börn. Eins er öruggt að þú hefur verið tengdur bróður þínum mjög djúpum tengslum og þegar þú svo missir hann er hætt við að um tíma hafir þú fyllst óbærilegri reiði, án þess að átta þig á hvers vegna, og þess vegna kannski gert hluti sem ekki eru mælistika á manngildi þitt. Þú ferð nefni- lega fyrst frá foreldrum, sem er missir, næst frá fyrstu fóstur- foreldrum, sem líka er missir, og missir síðan bróður stuttu seinna. Síðan rekur hvað annað. Þú ert enn á ný að missa þegar þú flyst til enn nýrra aðstandenda sem nátt- úrlega skilja ekki að þú ert hræddur lítill drengur sem þarft mikið öryggi og kærleika eftir margþættan missi og von- brigði. Ég veit ekki hvort hægt er að ætlast til að sú kynslóð sem ól þig upp átti sig á að það er ekki nóg að hafa föt og húsa- skjól, við þurfum öll í uppvexti að finna að við séum elskuð á persónulegan hátt ef sama sagan á ekki að endurtaka sig á okkar eigin börnum, af sjálfs okkar völdum. Eldri íslending- ar voru svo fátækir og útslitnir fyrir aldur fram og þurftu svo sannarlega að þræla og finna til. Ósennilegt er að nokkur tími hafi fundist til að rækta andlegt og tilfinningalegt sam- band við börn fyrir harðri lífs- baráttu. Hætt er við að þetta geti skýrt frekar öðru af hverju þú fékkst ekki þá ást sem þú þráðir svo innilega. Eins er víst að ástæðan var ekki andúð á persónu þinni heldur skilningsleysi - og jafnvel tímaleysi - fullorðinna á þörf- um lítils einmana drengs sem allt í einu kemur ókunnugur inn í líf þeirra. Hann finnur að þaö vantar ekki að ytri að- stæðurnar eru svo sem í lagi en það er bara ekki nóg. Betra er að minna sé af veraldlegum gæðum en meira af ást og um- hyggju, ef við eigum að þrosk- ast rétt. Kannski hefði í þínu tilviki verið hægt að virkja bet- ur augljósa kosti þína. En til þess að það hefði verið unnt þurfti fólk náttúrlega að sjá þá, ekki satt? HEFUR ÞÖRF FYRIR TILFINNINGATENGSL Nú ert þú ekki lítill drengur og ert búinn að sýna öllum sem höfnuðu þér aö það er heilmikið í þig varið en það virðist ekki vera nóg því þú ert ekki hamingjusamur þrátt fyrir allt. Hætt er við að þú hafir lagt of mikinn þunga og tíma í að byggja upp ytri aðstæður þín- ar af ótta við að börnin þín lentu á vergangi eins og þú sjálfur. Þú ert greinilega skynsamur og stoltur en vant- ar ennþá mildi þá sem í upp- lagi þínu er, en þú óttast að hafi í för með sér enn eina höfnunina ef þú sýnir hana. Maður með þína eðlisþætti hefur þörf fyrir tilfinningatengsl og á að rækta möguleika sína þar, því þú hefur mikið aö gefa. Slík tengsl koma ekki af sjálfu sér, við verðum aö tala hvert við annað. Við getum ekki ætlast til að aðstandendur finni á sér aö við elskum þá. Hætt er við að þú hafir átt í erf- iðleikum með að tjá ást þína í orði eða atlotum því þú ert ekki þjálfaður í slíku frá byrjun. Eins er hætt við aö væntum- þykja þín til sjálfs þín hafi fram að þessu verið af skornum skammti og jafnvel líklegt að þú hafir hafnaö þér sjálfur vegna þess að þá tilfinningu þekkir þú best úr uppvextin- um. Hitt er svo annað mál að þú ert mjög vel gerður og jákvæð- ur að eðlisfari en vegna marg- fallds missis áttu í megnustu erfiðleikum með að taka þá áhættu að elska þannig að til- finningar þínar fái notið sín. Það er náttúrlega erfitt fyrir til dæmis konu sem elskar þig. Konur þurfa að heyra í hlýjum orðum að þær séu elskaðar. Eins þarf að taka utan um þær af og til og virkilega umvefja þær. Eins er góð þumalputta- regla að vera virkur í heimilis- störfunum og muna að konur hafa þarfir utan heimilis sem liggja misjafnlega og þær verða að hafa tíma til að sinna þeim. Þó erfitt sé að fullyrða það er líklegt að þrá þín eftir ytra öryggi hafi valdið því að þú hafir skipulagt tíma þinn á kostnað fjölskyldunnar og hennar tilfinningalegu þarfa. BRENNT BARN ÆTTI AÐ FORÐAST ELDINN Sama á við börn og konur, þau þurfa að tala og tjá sig um allt það sem glepur og kemur upp á hverju sinni. Þú ættir raunverulega að vera sér- fræðingur í barnauppeldi, sé tekið tillit til þess að fáir vita eins vel og þínir líkar hvað má ekki gleymast þar, hvað þeir fengu ekki en áttu rétt á og þráðu líka eins og þú. Brennt barn ætti að forðast eldinn. Eins er með okkur konurnar, okkur finnst gott að fá hluti óvænt og af engu tilefni. Það teljum við oft segja töluvert um ást maka og persónulegan áhuga á okkur. Svo ég tali nú ekki um ef um er að ræða eitthvað sem tengist áhuga- sviðum eöa smekk okkar. Öll persónuleg nærgætni krefst bæði tíma og skoðunar á við- komandi. Þarna er auðvelt fyrir þig að bæta þig því mér sýnist þú bæði hafa góðan smekk og næma athyglisgáfu, auk þess að vera höfðingi ef því er að skipta. í stað þess að gefast upp skaltu líta á þetta við- kvæma ástand sem hvert ann- að verkefni sem þú ætlar að vinna úr og sigrast á. Þannig hugarfar hentar þeim sem ætla að vera hamingjusamir en ekki óhamingjusamir. Mér sýnist líka að í ytri aðstæðum þínum hafir þú þurft að leysa margt flóknara og óyfirstígan- legra en þetta ætti að vera þér. Að nota Biblíuna sér til styrktar er gott mál, hún er uppbyggileg og hentug í flest- um tilvikum. Eins er frábært að þér sé Ijóst að þú verður sjálfur að berjast og átt velgengni þína og lífshamingju undir sjálfum þér og viðhorfum þínum. Auðvitaö sýnir það skynsemi þína að leita stuðn- ings til annarra og er meiri háttar að fara til sálfræðings sem hefur faglega þekkingu og síðan snúa þér til mín sem hef innsæi og reynsluþekk- ingu. Þessu hvoru tveggja vinnur þú svo rólega úr og nýt- ir þér einungis það sem hentar þér, hitt lætur þú hiklaust fjúka, sem er þess eðlis að þú telur það ekki bæta neitt. Fyrsta forsenda þess að geta elskað aðra er að geta elskað sjálfan sig. Hættu, elsku drengurinn minn, að bíða eftir að aðrir elski þig, gerðu það sjálfur og þá færðu til þaka þá ást sem þú þráir og þarft að prófa að upplifa. GALLA ÞÍNA ER AUÐVELT AÐ UPPRÆTA Gallar þínir eru þess eðlis að þá er auðvelt að uppræta. Þér en engin vorkunn í þeim efnum. Þú ert stíflyndur, auð- særanlegur, lokaður og of fljót- ur í vörn af litlu tilefni. Þetta þarft þú að mýkja og milda upp. Kostir þínir eru greinilega fleiri en gallarnir. Þú ert fjöl- hæfur, húmoristi og vandvirk- ur. Greindarlega liggur þú mjög vel, auk þess hefur þú sterka sjálfsbjargarhvöt, auk mikillar réttlætiskenndar. Svona fólki er vorkunnarlaust að lifa nákvæmlega því lífi sem það kýs en fyrir öllu þarf að vinna og þú sleþpur ekki frekar en ég og aðrir. Eins er viturlegt að líta á alla reynslu sem próf í skóla lífsins en ekki tilviljunarkennda löngun for- sjónarinnar til að skapa þér ástæðulausu erfiðleika. Upp með ermarnar og miðaðu vinnuna viö að fá að minnsta kosti 8 á þessum prófum. Það ætti að vera þér auðvelt, vertu viss. Þroski okkar miðast við hæfni okkar til að takast á við erfiðleika en ekki þann tfma sem það tekur okkur að vinna úr þeim. Hann má vera eins langur og þurfa þykir hverju sinni. Viðleitni er vissulega þyngst á vogarskálunum, að mínu mati, og hana sýnir þú í ríkum mæli með miklum vilja til að breyta aðstæðum þínum. Við verðum öll að fara í gegnum óþægileg tímabil oq við verðum aö skilja að án erf- iðleika verður enginn andlega þroskaður eða stór. Guð er svo sannarlega ekki öfunds- verður þegar hann er að út- deila okkur reynslu til að vinna úr. Viö mótmælum flest og vilj- um annars konar próf. Þetta er einföldun okkar á guðdómin- um, honum er fyllilega treyst- andi til að velja fyrir okkur góð en erfið verkefni til að vinna úr. Það er barnaskapur að neita og hafna því sem ekki verður umflúið. Þannig erum við að tapa en viljum þó flest vera sigurvegarar yfir öllum aö- stæðum okkar og getum það ef við erum auðmjúk og stað- föst í mótlæti sem meðlæti. Eða eins og hestamaðurinn kunni sagði eitt sinn þegarfák- urinn brást honum: Elskurnar mínar! Ég hefði getað sagt mér þetta óhapp fyrir því það er nefnilega eins með hestana eins og kvenfólkið. Þeim nægir ekki maturinn eingöngu, bless- uðum, þeir þurfa að auki hlýju og athygli ef þeir eiga að fá notið sín. Með vinsemd, Jóna Rúna Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: VIKAN - Jóna Rúna Kvaran - Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík 10. TBL. 1990 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.