Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 28

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 28
AUÐUR HARALDS SKRIFAR FRÁ ÍTALfU Á ÍTALÍU GEISAR FYRIR ÞREMUR ÁRUM VAR HALDIN RÁÐSTEFNA í RÓM UM AUGLÝSINGAR í SJÓNVARPI. SLAGORÐ RÁÐSTEFNUNNAR VAR: ER SYND AÐ RJÚFA DAGSKRÁNA MEÐ AUGLÝSINGUM? SPAKUR MAÐUR LEIT Á VEGGSPJÖLDIN OG VARÐ AÐ ORÐI: N/ÍSTA RÁÐSTEFNA VERÐUR HALDIN UNDIR SLAGORÐINU: PAÐ ER SYND AÐ RJÚFA AUGLÝSINGARN- AR MEÐ DAGSKRÁNNI. mk Ítalíu eru starfandi 367 sjónvarps- stöðvar. Af þeim ná aðeins sex rásir ,wll til allra landsmanna. Þessir risar eru ríkissjónvarpið, RAI, með þrjár rásir, og fjölmiðlakóngurinn Berlusconi sem á aðrar þrjár rásir. Þegar einhver hiti fór að hlaupa í auglýs- ingamálin fyrir þremur árum stóðu mál þannig að auglýsingar voru ótakmarkaðar. Það þýddi að stöðvarnar sýndu allar þaer auglýsingar sem þeim buðust nema ríkissjónvarpið sem að sögn var með auglýsingaþak. Munurinn á risunum tveimur var sá að RAI, eins og ríkisfjölmiðlum ertamt, hélt dauðahaldi í menningarlegt efni og vandaða dagskrá en Berlusconi stjórnaði sínum rásum af sömu visku og rómversku keisararnir sem gáfu al- þýðunni brauð og bardagasýningar og þá var alþýðan til friðs. Eða á meðan útdauðar fróð- legar eðlur skriðu yfir skerma RAI, skók John Travolta sig á rásum Berlusconis. Það þarf ekki að spyrja að því hvor risinn fékk fleiri áhorfend- ur og auglýsendur auglýstu til að ná til neyt- andans en ekki til að styrkja ríkisrásirnar. Útsendingar RAI fóru því tiltölulega þægi- lega fram með stuttum auglýsingasyrpum á milli dagskrárliða og það var aðeins um jól og páska sem þakið virtistfæra sig upp um nokkr- ar hæðir og áhorfandinn var ofurliði borinn af kökum, freyðivíni og leikföngum á skerminum. Á sama tíma auglýsti hver einasti framleið- andi, sem á annað borð auglýsti, á rásum Berl- usconis. Það þýddi að kvikmynd, sem var send út á besta tíma, strax eftir kvöldmatinn, var rof- in á allt að fimm mínútna fresti af auglýsingum. Þegar þokkalega lét voru 15-20% útsending- artímans auglýsingar en væri verið að sýna myndina í fyrsta sinn í sjónvarpi eða stórhátíð í vændum fóru þær glatt í 25% tímans. Að njóta kvikmyndar fyrir gæsku alþýðuvin- arins Berlusconis gat verið þreytandi og allt að því kvalafullt. Það var ekki að atburðarásin væri sífellt rofin af auglýsingum. Hún var spænd niöur. Myndinni var kippt út í miðri hreyfingu, í miðri setningu. í eitt skiptið tókst þeim að skipta skothvelli í tvennt. Þetta virðingarleysi við myndina sem verk og við áhorfandann, sem hefði kannski viljað 28 VIKAN 10.TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.