Vikan


Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 5

Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 5
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON 18. TBL. 1990 VIKAN 5 Forsíðustúlkan að þessu sinni er hin kunna fyrir- sæta Cindy Crawford. Hún er ein af hæst launuðu fyrirsætum heims og hefur unnið mikið fyrir Revlon. Á forsíðunni sýnir Cindy haustlit- ina í förðun frá Revlon. Hausttískan í fatnaði bygg- ist á litum úr náttúrunni. Rautt og grænt laufskrúð, steinar, himinn og jörð endurspeglast i skrautlega munstruðum efn- um, jafnvel í klæðnaði hvers- dagsins. Litatónarnir eru mildir, eðlilegir og umfram allt klæðilegir. Aðskorin, kvenleg snið eru komin aftur en í nýjum anda, með stuttum toppum og jökkum. Revlon fylgir þessum línum og byggir haustförðun- ina á litum eyðimerkurinnar. Framleiðendur þeirrar snyrti- vörutegundar lýsa haustlín- unni á eftirfarandi hátt: Hljóðlátir litir í augnskugg- um og kinnalit eru undirstrik- aðir með djúpum litatónum fyrir varir og neglur. Boðið er upp á fjóra liti i augnskuggum. Þettaeru Cust- om Eyes kökur með burstum, sem passa í Custom Eyes boxin, sem taka tvo eða þrjá liti. Dusty Pink Frost no. 31, Minty Silk no. 21 Burnished Khaki no. 31 og Deepglow Gold no. 71. Kinnaliturinn er í New Com- plexium förðunarlínunni, sem byggist á steinefna-súrefnis- sambandi og gefur létta og eðlilega áferð. Hann er no. 4 Tawny Peach og kemur í vönduðu boxi með spegli og bursta. Varalitirnir eru þrír. Desert Spice no. 172, Sahara Rose no. 173 og Sweet Pea no. 156. Naglalökkin eru í sömu tón- um og varalitirnir. Þau eru no. 172 Desert Spice, no. 173 Sahara Rose og Rich Raisin Frost no. 79. □ Á litlu myndinnl hér til vinstri sést Cindy með leikaranum Richard Gere, en þegar síðast fréttist voru þau afar ham- ingjusöm saman. Á hópmynd- unum tveim sést Cindy Craw- ford ásamt nokkrum hæst launuðu Ijósmyndafyrirsætum heims. - Areiðanlega einhverj- ar dýrust hópmyndir sem teknar hafa verið upp á síð- kastið ... FORSÍÐA VIKUNNAR: Haustlitir sem skírskota til jarðarinnar fara einstaklega vel við fatalínu haustsins dæmis söngvarinn Prince. Á „svörtu plötunni" hans er með- al annars lag sem heitir Cindy C. og í textanum eru eftirfar- andi setningar: „Hvar fékkstu þennan fegurðarblett? Kann- ski við ættum að hátta okkur.“ Cindy er annars 24 ára gömul og vann á kornakri í heimabyggð sinni, De Kalb í lllinois í Bandaríkjunum, fyrir sex árum þegar Ijósmyndari nokkur, sem átti leið framhjá, tók myndir af henni og upp- götvaði hana þar með. Honum gekk hins vegar erfiðlega að koma henni á framfæri. Tísku- frömuðum fannst hún of mjós- legin og svo kunnu þeir ekki við fæðingarblettinn sem hún vildi alls ekki láta fjarlægja. Nú er hann orðinn að einkennis- merki hennar. Þau Cindy og Richard hafa verið óaðskiljanleg síðan þau hittust í partíi hjá sameigin- legum kunningja þeirra enda eiga þau nokkur sameiginleg áhugamál eins og listasöfn, óperur, hið Ijúfa líf og ... þetta sem maöur fer ekki að hlaupa með í blöðin. Þótt hún sé orðin eftirsóttasta fyrirsæta heims- ins og fyrirmynd ótal stúlkna finnst henni svolítið ótrúlegt að hún skuli teljast meðal fegur- stu kvenna veraldarinnar. „í sambandi við vinnu mína veit ég hvað virkar best og hvers vegna, en ég get verið alveg eins óörugg og hver önnur kona,“ segir hún. „Á þannig dögum fel ég mig á bak við hárbrúskinn og sólgleraug- un. Og mér finnst skrýtið að vera talin meðal kvenna sem mér finnst svo stórkostlegar að ég tek andköf. Ég bíð bara eftir því að einhver komi auga á að ég á ekkert heima innan um þær." Um hvernig best sé að halda fegurðinni við hefur hún sagt: „Ég held að besta en jafnframt leiðinlegasta fegrun- araðferðin, sem ég get hugsaö mér, sé fólgin í miklum svefni og helling af vatni.“ TEXTI: HELGA MÖLLER

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.