Vikan


Vikan - 06.09.1990, Síða 17

Vikan - 06.09.1990, Síða 17
Daginn fyrir brottför gengu þau í það heilaga strókurinn úr Fjölbrautaskólanum í Garðabœ, Þór Jónsson, og stelpan úr MR, fyrrum inspector scolae, Ragnheiður Traustadóttir - fréttamaðurinn og fornleifafrœðingurinn. Nœsti viðkomustaður eftir hótíðlega athöfn í Hallgrímskirkju er lítil 53 fermetra nómsmannaíbúð í Stokkhólmi og skólinn í vetur. lykilatriði i framtíðarfjölmiðl- un.“ HVORKI ÚTLENDINGAR NÉ SVÍAR „Við Ragnheiður höfðum ferð- ast töluvert um Svíþjóð, nóg til þess að hún fann þar margt sem heillaði og hæfði hennar fagi. Hún komst strax vand- kvæðalaust að og hefur vegn- að vel. Auðvitað er aldrei leik- ur einn að fara út að læra. Það þarf margt að koma til en við gengum inn í umhverfi sem við þekktum allvel og hið fé- lagslega öryggi verður seint af Svíanum skafið. Við nutum strax aðstoðar og velvildar bæði hjá íslendingafélaginu í Stokkhólmi og meðal sænskra. Yfirþyrmandi skrif- finnska er vissulega það sem maður kynnist fyrst hjá frænd- þjóðinni en á móti kemur hjálp- semi og maður lærir fljótt að ýta á rétta takka. Þeir eru svona, blessaðir, og maður græðir lítið á að ergja sig yfir því. í Svíþjóð erum við hvorki útlendingar né Svíar, við erum einhvers staðar þarna á milli. Það má þó geta þess að há- marki eyðublaðaáráttunnar kynntumst við ekki í samskipt- um við sænska kerfið heldur í viðskiptum okkar við LÍN — Lánasjóð íslenskra náms- manna. Þá reynir á að fylla út dálkana. Fjarlægðin er ekki eins mikil þegar sambandið er gott hing- að heim og við höfum verið það lánsöm að hafa vinnu hér heima í okkar fagi, vinnu sem nýtist okkur ( náminu eða er beinlínis hluti af því. Ég hef haldið góðum tengslum við ís- lenskan fjölmiðlaheim bæði sem fréttaritari Tímans og svo hefur vinna mín á Stöð 2 verið hluti af þriðju önn í náminu. Páll Magnússon fréttastjóri hefur reynst mér vel. Hann gaf mér tækifæri og hefur verið leiðbeinandi minn á þessu ári. Það er líka fylgst vel meö mér af hálfu skólans. Ég er f stöð- ugu símasambandi við kenn- ara og fylli út dagbækur sem ég sendi skólanum einu sinni í mánuði. Einn kennaranna kom meira að segja og skoð- aðii allar aðstæður hér á Stöð 2 svo ég kemst ekki upp með neitt dútl við þetta." LÍFIÐ BÁGT ÁN RÍKÍSÚTVARPS Svíar eru öðruvísi en við f störfum við fjölmiðla. Fyrir- komulag eða landslag í fjöl- miðlaheiminum er sannarlega ööruvísi hér en þar og frétta- menn þeirra eru yfirleitt harð- ari og óvægnari en gerist hér. Þeir leggja ofurkapp á faglegt sjálfstæði sitt og það gengur eftir jafnvel innan sænska ríkisútvarpsins. Þótt breytingar hafi átt sér stað í frjálsræðisátt á þeim bænum geta Svíar alls ekki hugsað sér lífið án ríkisút- varps. Þeir treysta einfaldlega ekki öðrum í þessum efnum og óheft markaðshyggja eða lögmál eru víðs fjarri - ein- hvern veginn ekki á dagskrá. Það hefur verið ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna við fagið hér heima samhliða náminu. Ragnheiður hefur unnið við fornleifarannsóknir í Viðey og rannsakar keramik- brot þaðan. Þær rannsóknir verða jafnframt uppistaðan í áfangaritgerð við háskólann úti. Þar hefur henni vegnað mjög vel, meðal annars verið falin stjórn á uppgreftri og rannsóknum skammt utan Stokkhólms. Hennar nám er lengra en mitt, hún á nú á þessu hausti eftir eitt og hálft ár í lokapróf en ég næ mínum áfanga næsta vor ef allt geng- ur eftir. Þótt við höfum kannski ekki hist og kynnst á „fagleg- um grundvelli" hefur okkur bara gengið vel að samræma nám í ólíkum námsgreinum,“ segir Þór Jónsson, fréttamað- ur á Stöð 2. „Við hittumst líklega ekki mikið síðustu dagana áður en við förum út. Þaö þarf margt að gera og snúast svona rétt áður en maður fer - svo ekki sé nú talað um þegar gifting bætist ofan á allt sarnan." Daginn fyrir brottför gengu þau í það heilaga strákurinn úr Fjölbrautaskólanum i Garða- bæ, Þór Jónsson, og stelpan úr MR, fyrrum inspector scol- ae, Ragnheiður Traustadóttir - fréttmaðurinn og fornleifa- fræðingurinn. Næsti viðkomu- staður eftir hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju er lítil 53 fer- metra námsmannaíbúð f Stokkhólmi og skólinn í vetur. Hann hafði með sér reynslu- brot úr stormasömum íslensk- um fjölmiðlaheimi, hún nokkur brot úr dularfullri fortíð Viðeyj- ar. Saman tóku þau svo með sér slatta af hamingju. Hún þarf líka að vera með í för þegar farið er til útlanda að læra þótt seint taki þau, fremur en aðrir, fullnaðar- eða loka- próf í henni. En það er nú allt önnur saga og miklu lengri. □ 18. TBL. 1990 VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.