Vikan


Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 24

Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 24
Hljómsveitin Orgill. Frá vinstri: Ingólfur, Kolli, Hemmi, Hanna Steina og Einar. í HEILÖGU STRÍDIGEGN GÖMLU KLISJUNUM rgill verður t þannig að.. vááá," segir gíl arleikari hljóm sveitarinnar, Kol beinn, Kolli, þega undirritaður biður hanr um að skýra frá tilurc sveitarinnar. Hermanr bassaleikari kveikir í retti og fær sér kaffisopa. Við erurr staddir á sýrðasta barnum bænum, N1 bar á Klapparstíg og sitjum undir berum himni. „Við höfum öll áhuga á að gera nýja hluti og við byrjuðum á því að djamma í stúdíói Hljóðakletti, ég (Kolli), Hemmi, söngkonan Hanna Steina og eigandi Hljóðakletts, Valgeir. Hljóðfærin voru til dæmis kontrabassi, bongótrommur, leirtrommur, ukulele sem er HLJÓMSVEITIN ORGILL í VIKUVIÐTALI hljóðfæri frá Hawaii og bala- laika sem er rússneskt strengjahljóðfæri. Þar urðu fyrstu lögin til. Síðan datt Valgeir út og í stað hans kom Ingólfur Sigurðsson, trommari í Síðan skein sól. Að endingu bættist við Einar Jónsson, básúnuleikari úr Júpíters. Fyrsti konsertinn var fyrir vini og vandamenn i Djúpinu 4. febrúar á þessu ári, gáfum út 40 boðsmiða. Svo höfum við einu sinni spilað á Borginni og tvisvar fyrir Listahátíð á Hressó. Það varð einmitt mjög skemmtileg uppákoma þar því að trommarinn, sem kom með bandi Salif Keita hingað til lands á Listahátíð, spilaði trommudúett með Ingó þetta kvöld. Það var mjög skemmti- legt. Það kemur strax upp vanda- mál um leið og við hittumst á æfingum, við fáum alltof marg- ar hugmyndir. Orgill er ekki nema rúmlega hálfs árs gömul hljómsveit og við eigum núna 30-40 lög i prógramm. En við erum á leið í hljóðver í þeim til- gangi að festa þau á band til þess að eiga þau klár og von- andi hittum við einhvern góð- an mann sem á peninga og vill gefa þetta efni út. Nú, ef hann á ekki peninga, en vill gefa efnið út, þá verður hann bara að búa þá til!“ Hljómsveitin Orgill er ekki bara mjög virk í að semja efni heldur eru þau í hljómsveitinni að vinna í því þessa dagana að koma sér til Þýskalands, f samvinnu við þýska sendiráð- ið. Þessu fylgir hins vegar sú kvöð að í staðinn verða þau að skipuleggja hingaðkomu þýskrar hljómsveitar. Eins konar íslensk-þýsk menning- arsamskipti. - En af hverju Þýskaland? „Það er bæði vegna ævin- týraþrár og ferðalagafýsnar og svo er líka mikið að gerast í tónlistarlífi Berlínar og Ham- borgar sem höfðar til okkar.“ - Hafið þið fram að færa einhverja nýja hluti f íslenska tónlistarbransann? „ Já, við leyfum okkur að full- yrða það hér og nú! Okkur gremst þetta hugmyndagjald- þrot sem vestræn dægurtón- list er komin f. Við reynum að blanda saman þeirri tónlist sem okkur finnst skemmtileg og það er svokölluð heimstón- list, jafnvel smáslatta af aust- urlenskri tónlist og svo þess- um popphefðum sem við höf- 24 VIKAN 18. TBL. 1990

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.