Vikan - 06.09.1990, Síða 26
af pmmœmm
SMÁSAGA EFTIR J.Á.STEINSSON
Vt iðgeröarmaðurinn reisti sig upp
9 og andvarpaði mæöulega. Hún er
' ónýt, sagði hann. Handónýt.
Helduröu það, spurði hún undrandi.
Er alls ekki hægt að gera við hana?
Viðgerðarmaðurinn hristi höfuöið. Það borg-
ar sig ekki. Of dýrt og allt of mikið vesen fyrir
svona ónýtt drasl. Hann strauk smurfeitina af
höndum sér með tvistbút og fékk sér sígarettu.
Annars er mesta furða að henni skuli ekki
hafa verið fleygt á haugana fyrir löngu, hélt
hann áfram. Ég hef aldrei nokkurn tímann séð
svona gamalt módel í notkun. Hún er vafalaust
síðan löngu fyrir stríð ...
Þetta er víst erfðagripur, skilst mér, sagöi
hún afsakandi og borgaði viðgerðarmanninum
fyrir komuna. Þvi næst fór hún upp og beið eftir
Eyjólfi. Hann kom heim úr vinnunni á slaginu
sex eins og hans var vani, dæsti og hlammaði
sér út af í sófann.
Púh...
Þvottavélin erónýt, sagði hún. Haugamatur.
Nújá, sagöi hann. Hvaö gerum við þá?
Nú, við hendum henni og kaupum nýja,
sagöi hún.
Ójá, sagði hann.
Komdu bara og sjáöu sjálfur, sagði hún.
Síðan fóru þau saman niður í þvottahús eins
og til aö kveðja þá gömlu. Þarna stóö hún líkt
og gulnaður þurs innan um fagurhvítar vélar
hinna íbúanna. Hver einasta rispa á emaleruð-
um búknum var geymd minning um hlífðar-
lausa þjónustu við ótaldar kynslóðir hús-
bænda. Og nú var hún ónýt.
Jæja þá, sagði Eyjólfur, þá það. Svo fór
hann þegjandi upp að horfa á íþróttafréttirnar.
Daginn eftir fór hún ein í bæinn og keypti
þvottavél með afborgunum. Tegundin hét
General Electric. Síðar um daginn kom stór
sendibíll upp að blokkinni. Fílefldir burðar-
menn stigu út og báru vélina inn um kjallara-
dyrnar, inn í þvottahús og settu hana þar í
samband. Hún horfði þögul á. Síðan fór hún
þegjandi aftur upp með notkunarreglurnar og
ábyrgðarskírteinið undir hendinni.
Hvílíkur munur, hugsaði hún og horfði á
myndirnar í bæklingnum. Nú er bara að fá
hann Eyjólf til að henda þeirri gömlu.
Eyjólfur kom heim á slaginu sex og hlamm-
aði sér niður í sófann.
Púh...
Nýja þvottavélin kom í dag, sagði hún og
rétti honum ábyrgðarskírteinið með myndinni
af vélinni á forsíðunni.
Nú jæja, já, sagði hann og teygði sig eftir
fjarstýringunni og kveikti á sjónvarpinu. Ekki
trufla mig, elskan. Ég ætla að horfa á heims-
meistarakeppnina í handbolta, Bjarni Fel og
strákarnir eru í Tékkóslóvakíu ...
Þú gætir nú sýnt þessu einhvern áhuga,
sagði hún snúðugt og fór fram að huga að
kvöldmatnum.
Mmm ... svaraði hann annars hugar.
Hurðu, elskan, sagði hann svo meðan frétta-
ágrip á táknmáli var á skjánum. Hann lá út af í
sófanum, sposkur á svip með ábyrgðar-
skírteinið í annarri hendinni og ensk-íslenska
orðabók í hinni.
Sko - ég fletti upp nafninu á þvottavélinni,
hélt hann áfram. Það þýöir allsherjar
rafmagn...
Hún leit áhugalaus upp frá því að leggja á
borðstofuborðið.
Nú .. ?
Hann stóð upp og elti hana inn í eldhús:
Semsagt, al-rafknúin þvottavél, útlagði hann.
Þú þarft ekkert að gera nema ýta á takka.
Auðvitað, sagði hún, þannig eru allar nýjar
þvottavélar. Maður þarf bara að ýta á takka og
hún gerir allt sjálf. Þvær, vindur og þurrkar.
Það kemur ekkert nafninu við.
Hann þagði og skammaðist sín fyrir ein-
feldnina.
Hvenær ætlarðu að keyra þá gömlu á haug-
ana? spurði hún.
Hann svaraði ekki heldur gekk aftur inn í
stofu og hlammaði sér í sófann.
Púh ... Bráðum.
Það er svo Ijótt að hafa hana þarna, sagði
hún í eldhúsdyrunum.
Ég geri það þegar ég má vera að, svaraði
hann, blíndi á sjónvarpið og beið. Þaö voru að
koma meiri íþróttir.
Þú gætir vel gert það í kvöld, sagði hún. Þú
hefur ekkert sérstakt að gera, er það?
Eyjólfur svaraði engu heldur hækkaöi bara
hljóðið í sjónvarpinu. Beina útsendingin var að
byrja.
Hún gekk út að eldhúsglugganum og horfði
út yfir bílastæðiö.
Ætli það endi ekki með því að ég geri það
sjálf, tautaði hún mæðulega viö sjálfa sig.
Alein og sjálf eins og allt annað á þessum bæ.
Hún leit á leirtauið sem beið þess á matarborð-
inu að hún myndi þvo það og raða því aftur
upp í skápana. Að auki hékk óstraujaður þvott-
urinn úr nýju þvottavélinni á snúrunni inni á
baði, svo var þaö líka næsta vél og ...
Er þetta nú hægt? hugsaði hún. Hann gerir
ekkert nema þegar „hann“ má vera að.
Hann...!
Eyjólfur, hrópaði hún hvellum rómi innan úr
eldhúsi og reyndi að yfirgnæfa sjónvarpið. Eyj-
ólfur, ætlarðu að gera þetta viðvik núna strax
eöa ætlarðu EKKI að gera það ...
Ekkert svar. ... því ef svo er þá geri ég
það sjálf og spara mér að jagast í þér í marga
mánuði.
Hún gerði hlé á máli sínu og beið. Engin
viðbrögð. Innan úr stofu skoruðu mótherjarnir
mark og Bjarni Fel hrópaði: „Ég bara trúi
þessu ekki...!“
26 VIKAN 18. TBL. 1990