Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 46
Þetta er kannski ekki góð
blaðamennska, en þegar
réttur og sléttur blaðamaður
á Vikunni, sem örlögin hafa
látið hitta heimsfrœgt fólk af
og til, segir að Paul
McCartney hafi allt að því
virkað spéhrœddur við
flassglampa Ijósmyndar-
anna, John Lennon hafi
notið þess að vera í
sviðsljósinu (sumir halda
reyndar að þetta hafi verið
þveröfugt), Mick Jagger
hafi verið svolítið merkilegur
með sig, Robert Plant í Led
Zeppelin hafi snúið blaða- f
snápana afsér með kurteisi
og lipru brosi, Fats Domino
hafi verið feiminn og utan
við sig, Jerry Lee Lewis hafi
vísað öllum viðtalsumleitun-
um á einhverjar undirtyllur
og svo framvegis og svo
framvegis - þá er ekki víst
að lesendur nenni að lesa
lengra.
B I málið snýst um kvik-
■ I myndaleikarann Jon
■ I Voight sem kom til
Hhi |S| íslands fyrir nokkru
PM| til að vera viðstaddur
I H prufusýningu á nýj-
I wj ustu mynd sinni, Et-
ernity. Þetta er að
mörgu leyti sérstæð og sterk mynd.
Hún þreifar sig áfram í byrjun^nær
síðan upp þægilegu andrúmslofti og
stígur upp frá þvi jafnt og þétt allt til
enda. Hún fjallar um mann sem vaknar
upp við það einn morguninn aö hafa
upplifað fyrra tilverustig í draumi og
heldur síðan áfram að muna atvik úr
fyrri ævi. Söguþráðurinn verður ekki
rakinn nánar hér en það eiga leikarinn
Jon Voight og sjónvarpsmaðurinn
Jarnes/. sem hann leikur í rqvndinni,
sameiginlegt að þeir leggja a» undir
■ fyrir sannfæringu sína. Haln skrifaði
handrit myndarinnar að hlutá og sagði
í ávarpi fyrir frumsýninguna að þetta
U JONS’VOIGHT Tl
(
é?
m
l
væri hógvær, lítil mynd sem fengist við
viðamiklar spurningar. „Ef þið nennið
að sitja undir myndinni þar til henni er
lokið» *bætti hann við, „þá hafið þiö
kannski ekki setið til einskis." En þótt
myndin hafi ekki verið dýr á amerískan
mælikvarða hefur maður á tilfinning-
unni að hún hljóti að hafa kostað sitt
og mann langar að sjá hana aftur um
leið og henni er lokið. Jon benti á að
hér væri þó engin vinsældamynd á
ferðinni. „Hún er ekki fyrir alla,“ sagði
hann, „og það er ómögulegt að spá
fyrir um vinsældir hennar."
Árni Samúelsson, kvikmyndakon-
ungur og góður kunningi Jons, lagði
töluverða peninga í þessa mynd og
\
þvi langaði mig til að forvitnast um
hvað honum fyndist um hana.
„Mér finnst að þessi mynd skilji
heilmikiö eftir og ég hef trú á að fólk
vilji fá að kynnast henni þótt hún fari
ekki beinlínis troðnar slóðir. Ég er
meira að segja svo bjartsýnn að halda
að hún eigi hvarvetna eftir að fá mikla
aðsókn."
En snúum okkur aftur að Jon Voight.
Sá sem þetta ritar hitti hann á efstu
hæð í Húsi verslunarinnar kvöldið sem
hann kom til landsins, ásamt öðru fólki
sem hafði verið boðið þangað. Maður-
inn kemur svolítið á óvart við fyrstu
sýn; hógvær, hár vexti og klæddur föt-
um sem gætu hafa verið keypt i lítilli
46 VIKAN
19. TBL. 1990