Vikan


Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 14

Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 14
TEXTI: PÓRDÍS BACHMANN VOGARMERKIÐ Leggja hart að sér að fullkomna sambönd sín Vikan hefur nú göngu stjörnumerkjapistla meö nýju sniði. Annars vegar verður fjallað um merki mán- aðarins og plánetu þess og hins vegar verður farið yfir samskiptakort einhvers úr merkinu og maka viðkomandi. Það er Gunnlaugur Guð- mundsson sem gerir sam- skiptakortin en f þeim má sannarlega segja að velt sé upp spennandi spurningum um samskipti - ekki bara þeirra einstaklinga sem fjallað er um hverju sinni heldur spurningum sem öllum koma við og vert er fyrir fólk að velta fyrir sér og spyrja sjálft sig. STÖÐUGT LOFT Fyrsta merkið, sem við tök- um fyrir, er Vogin en hún er sjöunda merkið í stjörnu- hringnum, stöðugt loft. Helstu hugðarefni Vogarinnar eru félagsskapur, hjónaband og öll opin samskipti (Fiskarnir fást við dulin samskipti). Pláneta Vogarinnar er ást- ar- og fegurðarplánetan Ven- us enda segir nafn plánetunn- ar töluvert til um eðli hennar. Venus táknar hvort tveggja í senn, það sem við viljum fá frá öðrum og það sem við erum sjálf reiðubúin að gefa. Hún er einnig táknræn fyrir það sem vekur með okkur ást. Að baki ástar liggur gildis- mat, það er að segja hvað við metum í fari annarra. Venus er því táknræn fyrir félagslegt gildismat okkar og einnig við- horf okkar til peninga og þeirra hluta sem við metum og viljum eiga. Sterkur þáttur í orku Venus- ar er að draga saman og leita þess sem sameinar menn. Hún vill sætta hið ólíka og finna sameiginlegan flöt sem allir geta tekið mið af. Venus skapar því friðsamt og rólynt fólk sem vill frið og samvinnu en ekki sundrungu, keppni eða baráttu. Ef orka Venusar er I ójafn- vægi getur hún leitt til eyðslu- semi, leti, vergirni, skemmt- anasýki eða skapað of eftir- gefanlegan persónuleika. Einnig getur Venus í ójafn- vægi skapað mann sem á i félagslegum erfiðleikum og er óstöðugur í tilfinningatjáningu, hefur óþroskað fegurðarskyn og óljóst gildismat. LEITA ÞESS SEM SAMEINAR MENN Sólin og máninn eru himin- foreldrar okkar og eru þau full- trúar annars vegar þess afls sem kemur lífinu af stað og hins vegar hins bíðandi frum- skeiðsefnis sem allt líf er myndað úr. Venus er dóttir mánans og er hún táknræn fyrir öll þau form sem hin mikla móðir sendir frá sér. Tákn q hennar vísar á þessa staðreynd því það opin- berar hjónaband karlkyns og kvenkyns aflanna i alheimin- um í eitt yfirforeldri, Jehovah (hringurinn). ■ Samkvæmt stjörnuspekinni stjórnar Venus tveimur merkjum, annað þeirra er karl- kyns (Vogin) og hitt kvenkyns (Nautið). Öll konungsríki lífsins eru útstreymi frá móður náttúru (Venus í Nauti); ímynd hins fullkomna jafnvægis milli kvenkyns og karlkyns hlut- anna í allri sköpuninni tengist Venusi í Vog. Hjónabönd eru undir yfirráðum Vogarinnar en hinar praktísku afstöður jarð- lífsins, svo sem matur, föt og heimili, stjórnast af Nautinu. I bæði grískum þjóðsögum og hindúa stígur Venus upp úr hafinu (á lótusblómi f indversku útgáfunni). Um leið og Venus er fædd tekur hún við skyldum sínum sem hinn örláti gefandi gjafa og ánægju lífsins, því hún er persónugervingur feg- urðar og vaxtar. Hennar starf er að innblása manninum þrána eftir efnalegum og and- legum vexti. Hún er verndar- gyðjan og eitt hinna helgu dýra hennar er dúfan. GEGNUM LÍFIÐ Á ÞOKKAFULLAN HÁn Vogirnar hafa fullkomlega skapaðan líkama og Vogar- konur smjúga gegnum lífið á þokkafullan hátt. Þeir eru yfir- leitt einstaklega aðlaðandi, miklar daðurdrósir og alltaf til- búnar að láta reyna á hvort þeim takist að draga að sér at- hygli hins kynsins. Það þýðir þó ekki endilega að þeim sé alltaf alvara með þeim leikjum sem þær leika. Þvert á móti eru þær ístöðulausar og hverfa á brott úr sambandinu ef þær eru komnar upp að vegg. Sumar fegurstu konur heims eru í Vogarmerkinu og tvær þeirra hafa hvor um sig verið kallaðar „fegursta kona Frakklands" en það eru ást- argyðjurnar Birgitte Bardot og Catherine Deneuve. KARLAR MERKISINS ÖRLAGASJARMÖRAR Karlmenn í Vogarmerkinu eru örlagasjarmörar. Þeir vita af eðlisávísun hvað á að segja svo konu finnist hún girnileg. Þeir kunna aö kalla kvendýrið fram í maka sínum og tekst yfirleitt vel að tjá sig líkamlega. Dæmigerður Vogarmaður virðist gjarna hafa eitthvað list- rænt og menningarlegt við sig og Vogarmenn eru sjaldan mikil vöðvabúnt heldur grannir og allt að því fínlegir. VETTVANGUR HENNAR FÓLK OG VEISLUHÖLD Vogin er loftmerki og vett- vangur hennar er fólk og veisluhöld. Því meira sem Vogin skemmtir sér þeim mun betur líður henni en Vogarfólk- ið er rómantískt og leitar ávallt að félaga. Vogarmanni líður illa ef hann er einn og mun leita eftir félagsskap vina ef hann ekki á ástkonu. En þó félagslífið sé fjörugt er Vogar- maður án ástkonu einmanaleg vera. Vogir leggja hart aö sér við að fullkomna sambönd sín og eiga til að ráðskast með ást- vini sínum sem jafnvel gæti leitt til sambandsslita. Vogin kærir sig ekki um að sjá neina tegund raunveru- leika ef hann er óþægilegur eða vægðarlaus. Hún reynir að breiða yfir vandamál sem eru of erfið eða gætu valdiö þunglyndi og kærir sig heldur ekki um að heyra um vanda- mál félaga sinna. ALLTAF AÐ SKAPA PARADÍS í HUGANUM Vogarfólk vill vera létt, loft- kennt og ístöðulaust, alltaf að skapa paradís í huganum og fegurð á jörðu. Hjá óþroskuð- um Vogum er draumurinn oft mikilvægari en það ástand sem viðkomandi er í. Þessar Vogir festast því miður allt of oft í þokukenndum draumór- um sínum án þess að viður- kenna ósennileika þeirra eða koma niður á jörðina nægilega lengi til að reyna að gera þá að veruleika. Allar Vogir dást að fögrum munum. Litir heilla þær og eins og Ljónin eru þær hrifnar af fallegum fatnaði og skarti. Fágaðar Vogir klæða sig glæsilega og leita uppi fallega hönnun en Vogirnar í hinni vogarskálinni eiga til að klæða sig áberandi og jafnvel æp- andi. 14 VIKAN 19. TBL. 1990

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.