Vikan


Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 10

Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 10
MYNDIRNAR ( ÞESSARI OPNU TÓK HAUKUR SNORRASON. Þaö er ekkert smáræðis mál að halda utan um svona fyrir- tæki. Til dæmis var gengi af trésmiðum byrjað að setja upp sviðið á mánudaginn fyrir tón- leikana. En þessi náungi, All- an Ball, er virkilega skipulagð- ur í þessu og hann segir að þetta sé bara byrjunin hjá sér því hann er nú þegar farinn að sverma fyrir Eric Clapton, Dire Straits og fleiri stórum nöfnum. Hann á þakkir skildar fyrir að koma íslandi aftur á landakort- ið hjá svona stórum böndum því Whitesnake er ekki fyrsta bandið sem hann flytur inn. Hann kynnti nefnilega þessa hugmynd fyrir bandinu, það er að enda tónleikaferðina, sem þeir voru á, hér, kíkja í lax og skoða sig aðeins um hérna. Þetta er virkilega sniðugt en fyrir mig var þetta gamáll draumur að rætast, White- snake búin að vera uppá- haldsgrúppan í yfir áratug." - Má ekki segja að þessir tónleikar hafi verið ákveðinn prófsteinn á hvort hér sé hægt að halda tónleika af þessari stærð - með öllu sem því fylgir, forsölu og kreditkortalín- um svo dæmi séu tekin? „Jú, þaö er málið. Og bönd- in vilja fá ákveðnar upphæöir á ákveðnum tíma fyrir tónleik- ana. Síðan er dæmið að fullu greitt áður en hljómsveitin leggur af stað til landsins. Þetta er geysistórt peninga- spursmál en það tókst að ganga frá öllu sem að því sneri og það er því aö þakka hvað Allan er klár og skipu- lagður í sinni vinnu. Hann á mikinn heiður skilinn fyrir frammistöðu sína varðandi þessa tónleika." Við förum út i allt aðra sálma og víkjum talinu að sjálfum rokkstjörnunum. Ég bað Pétur að segja mér hvern- ig viðkynningu hann hefði haft af þeim. „Mér fannst nú David Coverdale vita pínulítið hver hann væri, dálítið rogginn með sig, en þegar maður fór að tala við hann virtist hann stórvel gefinn og klár. Whitesnake er David Coverdale og fyrirtækið í kringum hljómsveitina er í hans eigu. En hann er ánægö- ur ef hann getur borgað strák- unum launin sín. Steve Vai gítarleikari er hins vegar dálítill einfari í hljóm- sveitinni, vill vera svolítið sér á parti en er engu að síður ágætis náungi. Ég fann þarna á þessum stutta tíma sem þeir voru hérna að það ríkir svolítil togstreita á milli Coverdale og Vai því Steve er núna með sólóplötu í gangi í Bandaríkj- unum sem hefur selst í hátt í milljón eintökum. Og það hefur verið slúðrað svolítið um það [ erlendu popppressunni að hann eigi eftir að hætta í hljómsveitinni. Whitesnake fer í frí núna eftir Japan-túrinn og þá fer hann sennilega að fylgja eftir sinni plötu og svo er bara spurning hvort hann verður með á næstu plötu. Ég kynntist Adrian Vanden- berg gítarleikara og Rudy Sarzo bassaleikara svolítið því þeir voru að árita plötur hjá okkur í Skífunni. Og þeir eru A Söngvari Whitesnake. ◄ Söngvari Quireboys. báðir æðislega einlægir og fín- ir náungar. Rudy Sarzo er greinilega mjög skarpur náungi og vel gefinn. Hann var geysilega forvitinn um allt mögulegt, svo sem efnahag landsins og fleira sem kemur rokkspilamennsku alls ekkert við. Trommarinn er Tommy Aldridge, ég kynntist honum langminnst en hann sýnist vera svona ósköp venjulegur náungi." Spjallið barst að Quireboys. „Þeir hafa á sér svona fylli- byttuímynd en það fyndna er að þeir smakka það ekki sama dag og þeir spila. Þetta er bara ímyndin sem þeir halda úti. Breska pressan gleypti við þessu og dró upp þá mynd af þeim að þeir færu í partí eftir tónleika, dræpust þar, færu ekkert í bað daginn eftir og þar fram eftir götunum. Á meðan þeir voru hér var haldið úti partíum í L.A. Café eftir báða tónleikana fyrir þá og ég veit ekki betur en þeir hafi bara verið mjög ánægðir með að vera hérna. Á laugardeginum, þegar ég var að segja þeim aö Coverdale væri forfallaður, þá fannst þeim voðalega spenn- andi að vera aðalnúmerið um kvöldið, virkilega ánægðir með það.“ - Hvað geturðu sagt mér um veikindi Davids Coverdale og ringulreiðina þarna á laug- ardagskvöldinu? „Þegar ég er kominn þarna upp eftir heyri ég að David Coverdale komi ekki. Það kom í Ijós á föstudagskvöldið að hann var að veikjast og það þurfti til dæmis að gefa honum þrisvar sinnum súrefni á tón- leikunum. Hann setti það ein- 10 VIKAN 19. TBL. 1990

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.