Vikan


Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 45

Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 45
ÁST, PENINGAR OG HÚSNÆÐI í hjónabandi gilda oftast önnur lögmál hvað varðar ástina en þegar við erum börn. Við þurf- um að deila henni meira þar sem börnin taka sitt, auk þess eru ýmis mál sem þarf að leysa. Peningamál, húsnæðis- mál, uppeldi barna, auk eins og annars sem til fellur í fjöl- skyldu, eru allt hlutir sem krefj- ast bæði tíma og þolinmæði. Þegar svo ofan á allt bætist drykkjuskapur maka er von að það öryggi og væntingar sem við komum með úr uppvextin- um hrynji smátt og smátt til grunna og eitt og annað að auki. Við getum fæst vænst þess að í maka okkar þrífist endilega þeir eiginleikar sem foreldrar okkar bjuggu yfir. Rætur vonbrigða með maka liggja oftast í þvi að við erum f of miklum samanburði á hon- um og því foreldrinu sem ann- ars vegar átti takmarkalausa ást okkar og við svo á móti alla ást þessa heppna foreldris. VÆNTINGARNAR OF MIKLAR Við verðum þar af 'leiðandi töluvert kröfuharðir makar og viljum framhald af ást uppvaxt- arins í hjónabandinu. Við erum hæfari til að gefa ást af því að við vorum elskuð en á móti vanhæfari til að skílja erf- iðleika þeirra sem bara þiggja ást en kunna ekki að gefa hana. Svo á vissan hátt getur of mikil ást í uppvexti veikt okkur sem fullorðið fólk, ekki síður en ástleysi sem er ömur- legt. Ást á barni þarf ekki alltaf að vera gæfa því að ef henni fylgir ekki agi og ábendingar þegar við á verður hún við- komandi fótakefli síðar á æv- inni. Hitt er svo annað mál að það er dásamlegt veganesti fyrir barn í uppvexti að fá ást og aga í heppilegum hlutföll- um og kemur sér örugglega vel í allri framtíð barnsins. BÖRN FRÁ FYRRA HJÓNABANDI Börn frá fyrra hjónabandi, sem fylgja til dæmis móður eins og þér, kæra Lilja, inn I sambúð eru því miður oft fyrirstaða í augum hins aðilans, þegar hiti tilhugalífsins er kulnaður og alvaran tekur við. Á meðan verið er að byggja upp tilfinn- ingasamband er ekki svo mik- ið verið að spá í hugsanlega erfiðleika sem sambúðinni geta óneitanlega fylgt. Móðir, sem á mörg börn og hefur auk þess nánast alið þau upp ein eins og þú vegna drykkjuskapar maka, er miklu tengdari börnunum sínum og þau henni en venjulegast er. Hún hefur orðið að berjast eins og Ijón til að passa upp á velferð þeirra í sambúð við ó- fullkominn föður. Síðan heldur þessi ábyrgðarkennd tví- mælalaust velli í nýrri sambúð, alveg sama hvað ástin á nýj- um maka verður heit. Þetta fellur kannski ekki maka - ó- meðvitað hugsanlega - og þar af leiðandi getur hann orðið leiðinlegur og ósanngjarn, vegna afbrýðisemi og pirrings út í fortíð maka síns. Sett eru á svið alls kyns leiðindi og ósanngjarnar athugasemdir látnar fjúka. HVAR Á BARNIÐ AÐ LEITA ÖRYGGIS? Barnmargi makinn verður óöruggur og sennilega of undirgefinn, til að reyna að hlífa börnunum sínum við hugsanlegum árekstrum við nýja makann. Þetta veldur því náttúrlega að áður en við vit- um af eru valdahlutföllin á heimilinu orðin röng, nýi mak- inn breiðir úr ofríki sínu í skjóli þess að barnamakinn telur sig þurfa að gefa eftir á alröngum stöðum til að fá yfirhöfuð að veita börnunum sínum ást, öryggi og jafnvel athvarf hjá sér. Þetta er fáránleg en eigi að síður algeng þróun því börnin okkar eiga alltaf að eiga athvarf hjá okkur svo fremi að sem þau séu ekki ábyrgðar- laus og gjörn á að notfæra sér okkur foreldrana þegar þau nenna ekki að sjá um sig sjálf. Hitt er svo annað mál að það gefur auga leið að börn, sem einungis eru um tíma undir forsjá til dæmis móður, verða óafvitandi frekar eigin- gjörn á hana. Þessi börn eru oft viðkvæm fyrir nærveru þess einstaklings sem keppir við þau um athygli móður þeirra og geta þvi verið óþjál og erfið, án þess beinlinis að ætla það kannski. Eins er með maka sem verður að deila konunni sinni með kannski mörgum börnum hennar af fyrra hjónabandi. Hann getur fundið fyrir sam- keppni sem gerir hann afbrýði- saman og ósanngjarnan, án þess að viðkomandi raunveru- lega ætli sér slíkt. Þetta gerir svona sambúðarform mjög erfitt fyrir þann hjónabands- aðila sem verður að vera í striði við börnin sín frá fyrra hjónabandi og svo náttúrlega nýjan sambýlisaðila. Það þarf ekki mikla misklíð til að allt fari upp í loft. Hitt er svo annað mál að ekkert heilbrigt foreldri lokar dyrum heimilis sins fyrir börn- unum sínum, hvort sem um maka er að ræða eða ekki. Það er fáránlegt aö fara fram á slíkt við viðkomandi, alveg sama hversu erfitt það kann að vera fyrir maka. Þú ansar ekki svona yfirgangi því ef þú gerir það ert þú að viðhalda vanþroska nýja makans vegna fortíðar þinnar sem þú getur ekki flúið. RÁÐRÍKI OG REIÐI Það kemur mjög skýrt fram í skriftinni þinni að þú hefur sterka réttlætiskennd sem nær lengra nefi þínu. Það þýðir að allt óréttlæti fer ömurlega í taugarnar á þér og þess vegna er ekki nema von að þú sért orðin yfirmáta reið og svekkt út í maka þinn. Hvernig sem þú reynir að vera sanngjörn ásækja þig endalaus von- brigði. Eins virðist ráðríki maka þíns ná yfir eitt og ann- að sem deila má um hvort ekki verður að teljast mjög óeðlilegt í sambúð þar sem báðir aðilar eiga að sjálfsögðu að njóta sömu réttinda, ef fyllsta rétt- lætis er gætt. SKRIFTIN ÁFRAM SKOÐUÐ Þú virðist, ef marka má tákn í skriftinni þinni, vera sérlega sjálfstæð, greind og jákvæð að upplagi. Þannig persónu- leiki getur ekki látið óþroskaðan einstakling stjórna sér, jafnvel þó um raunverulega ást væri að ræða. Þú hlýtur að vera með andlega innilokunar- kennd sem afleiðingu af ofríki þessa annars ágæta manns og yfirgangs hans. Aftur á móti eimir sennilega f þessari sambúð eftir í sál þinni af allri vonbrigðasúpunni sem safn- aðist upp [ fyrra hjónabandi sem var mjög erfitt sambýli vegna ótæpilegrar drykkju barnsföður þíns. Af þessum ástæðum þolir þú sennilega alls ekki stanslaust klapp á kollinn og kannski endalausa gagnrýni núverandi maka. í skriftinni kemur líka fram að þú ert einlæg, trúuð og til- tölulega vfðsýn. Það þýðir að eftir því sem þú eldist meira verður hugsanlegur lífstil- gangur þér hugleiknari. Vitan- lega þýðir þetta að þú ert ná- kvæmari í greiningu þinni á því sem annars vegar hendir þig og hins vegar verður fram- koma annarra nokkuð sem þú staldrar líka við og skoðar. Þú virðist frekar smásmugu- ieg hvað varðar litlu hlutina en aftur á móti sterk í andstreymi. Af þessum ástæðum eyðir þú sennilega of mikilli hugsun á svo kölluðu aukaatriði, til dæmis í sambúð, en ert síðan sá aðilinn sem raunverulega leysir áreynslulaust flest sem fer úrskeiðis. Það kemur líka fram í skrift- inni að þú ert mikill vinur vina þinna og ólöt annars vegar við að byggja þá upp og hins veg- ar að rétta þeim óbeðin hjálp- arhönd ef á þarf að halda. Þú ert mjög viðkvæm, tilfinninga- næm og ótrúlega viljasterk og skapmikil. Af þessum ástæð- um er hugsanlegt að eitt og annað þvælist fyrir þér í sam- búð með öðrum. Aftur á móti verða þetta að teljast kostir þegar tekið er tillit til þess árangurs sem slíkur aðili ætti auðveldlega að geta náð í líf- inu almennt. Farðu einungis eftir þvf sem þér finnst í sem flestum tilvikum og láttu ekki draga úr þér kjarkinn. Mundu að það sem hendir okkur er til þess að efla okkur andlega en ekki brjóta niður. Eins er ágætt að muna að til er fólk sem yrði alsælt með vináttu þá sem þú getur gefið. Auk þess er líka til fólk sem þarf þá ást og um- hyggju sem þér virðist eigin- legt að gefa. Eða eins og viðkvæma daman sagði kvöld nokkur yfir kaffibollanum við vini sína. „Elskurnar mínar, þetta er harður heimur sem við lifum í. Þess vegna verð- um við að byggja okkur upp andlega sem líkamlega, til þess að staðna ekki f þroska í samskiptum okkar við þá sem eru okkur erfiðir og hafa tilhneigingu til að gera lítið úr okkur og þvf sem okkur er einhvers virði.“ Guð styrki þig og efli, þar sem kostir þínir eru mestir, þannig að lífið snúist þér í vil. Meö vinsemd, Jóna Rúna Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn, og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og þvf miður er alls ekki hægt að fá þau f einkabréfi. Utanáskriftin er: VIKAN - Jóna Rúna Kvaran - Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavíx 19. TBL. 1990 VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.