Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 8

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 8
8 VIK A N Nr. 2, 1938 Flugeðlur og- stór Mosaurus ræðst á eðlu, sem llkist skjaldböku. Mosaurusarnir, sem höfðu beittar tennur, voru rándýr hafsins og gátu 'orð- ið allt að 15 metrar á lengd, en það er aðeins helmingur af lengd stærstu hvala nútímans. dýrum og öðrum smákvikindum, og ef til vill líka á hræjum. Einnig hefir því verið haldið fram, að þessi litlu spendýr, hafi étið egg skriðdýr- anna. Ef þessi skoðun er rétt, hafa spen- dýrin sett skriðdýrin í mikla hættu, þar sem þau hafa hindrað fjölgun þeirra og gert sitt til að útrýma þeim algerlega. Að minnsta kosti er það áreiðanlegt, að eftir því sem spendýrunum fjölgar, fækkar skriðdýrunum, og í lok miðaldar jarðar- innar deyja stóru eðlurnar algerlega út. Samtímis breiðast spendýrin út hröð- um skrefum. Tegundum fjölgar. Einstak- lingum fjölgar mjög ört, og stærð þeirra eykst að mun. I upphafi tertiertímabilsins verður þegar vart þeirra spendýra, sem uppi eru enn þann dag í dag: hófdýra, rán- dýra, nagdýra o.s.frv. Þau dreifa sér um alla jörðina og koma í stað hinna risa- vöxnu skriðdýra, sem nú eru útdauð. Eitthvert merkileg- asta og jafnframt stærsta rándýr terti- ertímabilsins, var sverðtígrisdýrið. Að útliti hefir það líkzt ljóni, en var miklu stærra. Nafn sitt dregur það af hinum löngu horntönnum í efra skolti, sem stóðu 10—15 cm. út úr kjaftinum eins og tveir stórir, bognir rýtingar. Sverðtígrisdýrin hfðu úti í náttúrunni eins og ljón, í f jöllum og á sléttum, en aftur á móti virðast þau ekki haf a lifað í skóg- um. Af þeim hafa verið til margar teg- undir í Ameríku, Ev- rópu og Asíu. í lok tertiertímabilsins tók veðráttufar í Evrópu að kólna og á kvartertímabilinu hefst ísöldin. I upphafi kvartertímabilsins koma fyrstu mennirnir í Evrópu til sög- unnar. Veðráttan fór óðum versnandi. Fyrir rúmum hundrað þúsund árum, þeg- ar ísöldin stóð sem hæst, leit Evrópa allt öðruvísi út en nú. Allur norðurhluti henn- ar var þá þakinn ægilegum jöklum, sem náðu suður í Belgíu og Mið-Þýzkaland. Aðeins suðvestur Evrópa og löndin við Miðjarðarhafið voru jökullaus, en þar var veðráttan líka köld eins og hún er nú við íshafsstrendur Evrópu og Asíu. Dýralífið var allt öðru vísi en nú. Risa- vaxnir fílar, mammútarnir, og loðnir nas- hyrningar reikuðu um gróðurlausar slétt- ur, leituðu sér skjóls fyrir pólarvindinum í hyldjúpum klettagjám og lifðu á hinum fáskrúðuga jurtagróðri, sem þreifst í þess- ari óblíðu veðráttu. Samtíða og samvist- um við þessi tvö dýr voru hreindýrin, sem lifa nú aðeins fjarst í norðri. En í þeim héruðum, þar sem veðráttan var mildari, voru villihestar, hirtir og villidýr, ásamt margskonar rándýrum. I hinum kaldranalegu löndum Suður- Evrópu á ísöldinni koma fram fyrstu for- feður Evrópumanna. Þeir hafa átt í lát- lausri, harðvítugri baráttu við hungur, kulda og villidýr. Mennirnir voru þá lægri vexti en þeir eru nú, en þeir voru sterk- ari og eflaust harðgerari. Þótt þeir væru smávaxnir, sigruðust þeir samt á veðrátt- unni og villidýrunum. Spendýrin týndu smám saman tölunni, af því þau voru ekki sjálfum sér nóg í þessari óblíðu veðr- áttu. En frummenn- irnir yfirunnu alla erfiðleika með þraut- seigri baráttu. Á ísöldinni voru í Evrópu, en auðvitað aðeins þar, sem eng- inn jökull var, að minnsta kosti þrjú stór rándýr, sem nú eru útdauð: hellis- björninn, hellisljónið og hellishýenan. Hellisbirnir voru allsstaðar í Evrópu, þar sem jökullaust var, og eftir hinum mörgu beinagrindum, sem fundizt háfa, að dæma, hafa þeir ver- ið mjög algengir. Hellisbirnir voru einkum stærri og einkum digrari en skógarbirnir eru nú. Sérstaklega voru þeir hausstórir og höfðu gríðarmikla hramma. Frh. á bls. 19. Hellisbimir, sem höfðu stór höfuð og gríðarstóra hramma, voru uppi á ísöld Evrópu. en voru ekki færir um að bjarga sér og hurfu smám saman úr sögunni. Brúnu bimirnir komu í þeirra stað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.